Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu eftir framlengingu Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 27. apríl 2014 00:01 Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur Valsmanna með níu mörk. Vísir/Daníel Valsmenn eru komnir í lykilstöðu í einvíginu gegn Eyjamönnum eftir 25-26 útisigur í framlengdum leik í kvöld. Staðan er 2-1 fyrir Valsmenn sem geta tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri á heimavelli í næsta leik. Fyrstu tveir leikir liðanna voru ekki jafnir og hafði heimavöllurinn sitt að segja í þeim efnum. Valsarar mættu með fimmtíu manna hóp sem var dreginn áfram á trommuslætti og gerðu allt til þess að láta Valsmönnum líða eins og á heimavelli. Hvítu Riddararnir voru auðvitað á staðnum líka og sáu til þess að ekki heyrðist í gestunum. Eyjamenn tóku fljótt undirtökin í leiknum og varð Ólafur Stefánsson að taka leikhlé þegar ekki langt var liðið á leikinn. Þegar Eyjamenn komust þremur mörkum virtust þeir vera í nokkuð þægilegri stöðu, sóknarleikur liðsins var góður og vörnin öflug. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik ákvað Hlynur Morthens að skella lás á mark Valsmanna en hann varði meðal annars víti á þeim tíma. Valsmenn skoruðu því seinustu fimm mörk fyrri hálfleiks, en þá var staðan orðin 9-12. Einungis nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar að munurinn var orðinn fjögur mörk en þá settu Eyjamenn heldur betur í næsta gír og skoruðu næstu átta mörk leiksins og juku því muninn í fjögur mörk þegar að rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Ólafur Stefánsson skipti Atla Má Bárusyni inn á völlinn og átti hann ekki eftir að sjá eftir því, Atli spilaði seinustu mínútur leiksins gríðarlega vel og skoraði á þeim tvö mörk sem voru liður í endurkomu Valsmanna sem tókst á einhvern ótrúlegan hátt að jafna metin þegar að tæp mínúta var eftir af leiknum. Leikurinn fór eins og áður segir í framlengingu en þar voru Valsmenn alltaf sterkari og innsiglaði Elvar Friðriksson sigurinn með föstu skoti af gólfinu, Hlynur Morthens varði seinustu skotin og því eins marks sigur Valsmanna staðreynd.Ólafur Stefánsson: Erum heppnir að ná í framlengingu „Ég er þakklátur fyrir mikla baráttu minna manna, þetta leit ekki vel út. Seinni hálfleikurinn var sveiflukenndur, við vorum heppnir að fá framlengingu en við unnum fyrir því,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara eftir að hans menn komust yfir í einvíginu gegn Eyjamönnum. „Við missum Guðmund og Ægi af velli en Orri kom sterkur í hafsentinn, nú förum við í bátinn og setjumst niður,“ sagði Ólafur, en Valsarar leiddu leikinn um tíma í seinni hálfleik en tókst að glutra forystunni til heimamanna. Ólafur vildi meina að auðvitað snerist framlengingin örlítið um heppni, því að lítið má fara úrskeiðis á svona stuttum tíma. Ólafur sagði einnig að allt væri opið þó svo að hans menn væru nú komnir yfir í einvíginu.Gunnar Magnússon: Ég er orðlaus „Maður er orðlaus eftir svona leik og það er með ólíkindum að við skulum ekki klára þetta. Ég veit ekki hversu mörg stangarskot við áttum, þetta er ótrúlegt,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í framlengdum leik. „Ef það er einhverstaðar heppni til þá hlýtur það að vera skýringin á þessu. Þetta er spurning um millimeter til eða frá, ef eitt af þessum fimm eða sex stangarskotum á síðustu mínútunum hefði farið inn þá er þetta sigur. Ég er búinn að vera í þessu lengi en þetta er eitt það svakalegasta sem ég hef lent í, að missa þetta niður í tap.“ „Höllin var stórkostleg og það er varla til orð til þess að lýsa stuðningnum sem við fengum. Ég var í Makedóníu um daginn og þar var stemning en þetta er með því magnaðara sem eg hef lent í,“ sagði Gunnar en Hvítu riddararnir stóðu sig gríðarlega vel á pöllunum líkt og stuðningsmenn Vals. „Þetta snýst um að safna orku, við þurfum að vera sprækir og með hausinn í lagi,“ eru orð Gunnars um leikinn sem fer fram á þriðjudaginn en þá þurfa Eyjamenn að sækja sigur í Vodafone-höllina. Olís-deild karla Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
Valsmenn eru komnir í lykilstöðu í einvíginu gegn Eyjamönnum eftir 25-26 útisigur í framlengdum leik í kvöld. Staðan er 2-1 fyrir Valsmenn sem geta tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri á heimavelli í næsta leik. Fyrstu tveir leikir liðanna voru ekki jafnir og hafði heimavöllurinn sitt að segja í þeim efnum. Valsarar mættu með fimmtíu manna hóp sem var dreginn áfram á trommuslætti og gerðu allt til þess að láta Valsmönnum líða eins og á heimavelli. Hvítu Riddararnir voru auðvitað á staðnum líka og sáu til þess að ekki heyrðist í gestunum. Eyjamenn tóku fljótt undirtökin í leiknum og varð Ólafur Stefánsson að taka leikhlé þegar ekki langt var liðið á leikinn. Þegar Eyjamenn komust þremur mörkum virtust þeir vera í nokkuð þægilegri stöðu, sóknarleikur liðsins var góður og vörnin öflug. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik ákvað Hlynur Morthens að skella lás á mark Valsmanna en hann varði meðal annars víti á þeim tíma. Valsmenn skoruðu því seinustu fimm mörk fyrri hálfleiks, en þá var staðan orðin 9-12. Einungis nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar að munurinn var orðinn fjögur mörk en þá settu Eyjamenn heldur betur í næsta gír og skoruðu næstu átta mörk leiksins og juku því muninn í fjögur mörk þegar að rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Ólafur Stefánsson skipti Atla Má Bárusyni inn á völlinn og átti hann ekki eftir að sjá eftir því, Atli spilaði seinustu mínútur leiksins gríðarlega vel og skoraði á þeim tvö mörk sem voru liður í endurkomu Valsmanna sem tókst á einhvern ótrúlegan hátt að jafna metin þegar að tæp mínúta var eftir af leiknum. Leikurinn fór eins og áður segir í framlengingu en þar voru Valsmenn alltaf sterkari og innsiglaði Elvar Friðriksson sigurinn með föstu skoti af gólfinu, Hlynur Morthens varði seinustu skotin og því eins marks sigur Valsmanna staðreynd.Ólafur Stefánsson: Erum heppnir að ná í framlengingu „Ég er þakklátur fyrir mikla baráttu minna manna, þetta leit ekki vel út. Seinni hálfleikurinn var sveiflukenndur, við vorum heppnir að fá framlengingu en við unnum fyrir því,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara eftir að hans menn komust yfir í einvíginu gegn Eyjamönnum. „Við missum Guðmund og Ægi af velli en Orri kom sterkur í hafsentinn, nú förum við í bátinn og setjumst niður,“ sagði Ólafur, en Valsarar leiddu leikinn um tíma í seinni hálfleik en tókst að glutra forystunni til heimamanna. Ólafur vildi meina að auðvitað snerist framlengingin örlítið um heppni, því að lítið má fara úrskeiðis á svona stuttum tíma. Ólafur sagði einnig að allt væri opið þó svo að hans menn væru nú komnir yfir í einvíginu.Gunnar Magnússon: Ég er orðlaus „Maður er orðlaus eftir svona leik og það er með ólíkindum að við skulum ekki klára þetta. Ég veit ekki hversu mörg stangarskot við áttum, þetta er ótrúlegt,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í framlengdum leik. „Ef það er einhverstaðar heppni til þá hlýtur það að vera skýringin á þessu. Þetta er spurning um millimeter til eða frá, ef eitt af þessum fimm eða sex stangarskotum á síðustu mínútunum hefði farið inn þá er þetta sigur. Ég er búinn að vera í þessu lengi en þetta er eitt það svakalegasta sem ég hef lent í, að missa þetta niður í tap.“ „Höllin var stórkostleg og það er varla til orð til þess að lýsa stuðningnum sem við fengum. Ég var í Makedóníu um daginn og þar var stemning en þetta er með því magnaðara sem eg hef lent í,“ sagði Gunnar en Hvítu riddararnir stóðu sig gríðarlega vel á pöllunum líkt og stuðningsmenn Vals. „Þetta snýst um að safna orku, við þurfum að vera sprækir og með hausinn í lagi,“ eru orð Gunnars um leikinn sem fer fram á þriðjudaginn en þá þurfa Eyjamenn að sækja sigur í Vodafone-höllina.
Olís-deild karla Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira