Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 39-24 | FH-ingar niðurlægðir Stefán Árni Pálssoní Schenker-höllinni skrifar 27. apríl 2014 00:01 Haukar fagna sigri í dag. Vísir/Daníel Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Liðin voru lengi í gang í leiknum og eftir sex mínútna leik var staðan 1-1. Markverðir beggja liða voru frábærir til að byrja með og vörðu vel. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og fóru að láta að sér kveða. Haukar spiluðu hreint frábæran sóknarleik og á sama tíma var vörn FH-inga hreint út sagt skelfileg. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 7-3 og hafði FH-liðið aðeins skorað þrjú mörk á þeim tíma. Það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ákvað þá að taka leikhlé og ræða við sína menn. Það leikhlé skilaði akkúrat engu og ástandið versnaði bara. Haukar skoraðu mörg mörk úr hröðum sóknum, ýmist á fyrsta eða öðru tempói. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-9 og leikurinn í raun búinn. FH-ingar þurftu kraftaverk til að fara með sigur af hólmi. Haukar komust strax 13 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks og gjörsamlega kláruðu leikinn strax. Staðan var allt í einu orðin 23-10. Það er skemmst frá því að segja að FH komst aldrei til meðvitundar í leiknum og heimamenn keyrðu hreinlega yfir þá í síðari hálfleiknum. Munurinn var mestur 15 mörk á liðunum 33-18. Leiknum lauk með 39-24 sigri Hauka og er staðan því orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði átta mörk. Sigurbergur Sveinsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Adam Haukur Baumruk skoraði einnig sjö fyrir Hauka. Ótrúleg frammistaða hjá heimamönnum í kvöld og þeir galopna þetta einvígi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Einar Andri: Vorum lélegir á öllum sviðum handboltans„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við náðum okkur ekki á strik í nokkrum þáttum leiksins,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Við vorum bara skrefi á eftir í öllum að gerðum. Haukarnir voru bara miklu betri og spiluðu mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Einar en bendi á að staðan er samt sem áður 2-1 fyrir FH í einvíginu. „Nú verðum við bara að mæta klárir í næsta leik á þriðjudaginn og sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Við þurfum að sýna FH-ingum sem fjölmenntu hér í dag góðan leik í Kaplakrika og klára þetta einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Patrekur: Vorum bara grimmari í dag„Við vorum sterkari í leiknum í dag og virkilega flottur leikur hjá mínu liði,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Ég breyti engu fyrir leikinn í dag. Ég er með ákveðið plan og við erum að vinna eftir ákveðnu skipulagi. Það sem gerist í leiknum í dag er að við erum einfaldlega grimmari og þorum meira að taka af skarið.“ „Menn mega alveg geri mistök í þessari íþrótta en ég vill alltaf sjá menn hafa sig alla við og reyna eins og þeir geta.“ „Við erum samt sem áður enn undir í þessu einvígi og þurfum að halda vel á spöðunum í næsta leik. FH er með frábært lið.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Sjá meira
Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst. Liðin voru lengi í gang í leiknum og eftir sex mínútna leik var staðan 1-1. Markverðir beggja liða voru frábærir til að byrja með og vörðu vel. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira í takt við leikinn og fóru að láta að sér kveða. Haukar spiluðu hreint frábæran sóknarleik og á sama tíma var vörn FH-inga hreint út sagt skelfileg. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan orðin 7-3 og hafði FH-liðið aðeins skorað þrjú mörk á þeim tíma. Það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ákvað þá að taka leikhlé og ræða við sína menn. Það leikhlé skilaði akkúrat engu og ástandið versnaði bara. Haukar skoraðu mörg mörk úr hröðum sóknum, ýmist á fyrsta eða öðru tempói. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 18-9 og leikurinn í raun búinn. FH-ingar þurftu kraftaverk til að fara með sigur af hólmi. Haukar komust strax 13 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks og gjörsamlega kláruðu leikinn strax. Staðan var allt í einu orðin 23-10. Það er skemmst frá því að segja að FH komst aldrei til meðvitundar í leiknum og heimamenn keyrðu hreinlega yfir þá í síðari hálfleiknum. Munurinn var mestur 15 mörk á liðunum 33-18. Leiknum lauk með 39-24 sigri Hauka og er staðan því orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði átta mörk. Sigurbergur Sveinsson gerði sjö mörk fyrir Hauka. Adam Haukur Baumruk skoraði einnig sjö fyrir Hauka. Ótrúleg frammistaða hjá heimamönnum í kvöld og þeir galopna þetta einvígi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Einar Andri: Vorum lélegir á öllum sviðum handboltans„Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við náðum okkur ekki á strik í nokkrum þáttum leiksins,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Við vorum bara skrefi á eftir í öllum að gerðum. Haukarnir voru bara miklu betri og spiluðu mjög vel og ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Einar en bendi á að staðan er samt sem áður 2-1 fyrir FH í einvíginu. „Nú verðum við bara að mæta klárir í næsta leik á þriðjudaginn og sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Við þurfum að sýna FH-ingum sem fjölmenntu hér í dag góðan leik í Kaplakrika og klára þetta einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Patrekur: Vorum bara grimmari í dag„Við vorum sterkari í leiknum í dag og virkilega flottur leikur hjá mínu liði,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Ég breyti engu fyrir leikinn í dag. Ég er með ákveðið plan og við erum að vinna eftir ákveðnu skipulagi. Það sem gerist í leiknum í dag er að við erum einfaldlega grimmari og þorum meira að taka af skarið.“ „Menn mega alveg geri mistök í þessari íþrótta en ég vill alltaf sjá menn hafa sig alla við og reyna eins og þeir geta.“ „Við erum samt sem áður enn undir í þessu einvígi og þurfum að halda vel á spöðunum í næsta leik. FH er með frábært lið.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni