Halldór Jóhann ráðinn til FH: "Mikil áskorun fyrir mig" Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2014 20:29 Halldór Jóhann fer úr kvennaboltanum aftur í karlaboltann. Vísir/Stefán „Það hefur tekið svona viku að fara yfir þessi mál en svo var þetta klárað núna um helgina,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, nýráðinn þjálfari FH, í samtali við Vísi en Halldór Jóhann gekk frá þriggja ára samningi við FH-inga í dag. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld. „FH kom að tali við mig eftir að þetta gekk ekki upp hjá mér í Eyjum og viðræður hafa tekið stuttan tíma. Ég er bara virkilega sáttur með að FH sýnir mér það traust að bjóða mér starfið en þetta er mikil áskorun fyrir mig. Halldór Jóhann hefur stýrt kvennaliði Fram undanfarin tvö ár. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrra á sínu fyrsta tímabili en hann missti marga góða leikmenn síðasta sumar og féll liðið úr keppni í átta liða úrslitum fyrr í mánuðinum. Honum fannst tími til kominn að prófa eitthvað nýtt. „Ég var með tveggja ára samning við Fram sem ég kláraði. Ég er búinn að eiga frábær ár í Fram, bæði sem leikmaður og fyrirliði karlaliðsins og svo sem þjálfari kvennaliðsins. Mér fannst kannski tími til kominn að skipta um umhverfi en ég hafði líka alltaf áhuga á að fara í karlaboltann. Ég var bara að leita að réttum tímapunkti,“ segir Halldór Jóhann við Vísi. ÍBV og fleiri lið reyndu að fá Halldór Jóhann til starfa en hann er ánægður með nýjan áfangastað. „Það voru nokkuð lið sem sýndu mér gríðarlegan áhuga þegar ég tilkynnti að ég yrði ekki áfram með Framliðið. Þau höfðu samband við mig en þegar þetta gékk upp með FH var þetta aldrei spurning. FH er stór klúbbur og mikil áskorun fyrir mig að fá að starfa í þannig umhverfi,“ segir Halldór Jóhann. FH-liðið á nú í mikilli baráttu við erkifjendur sína í Haukum í undanúrslitum Íslandmótsins en eftir að vinna fyrstu tvo leikina voru FH-ingar niðurlægðir á Ásvöllum í kvöld. Það skiptir Halldór litlu máli hversu langt FH-liðið kemst að þessu sinni. „Það vita allir að það býr mikið í þessu liði og þarna eru góðir leikmenn. Vonandi fer liðið bara sem lengst. Það gerir mitt starf hvorki erfiðara né auðveldara hvernig sem fer núna. Mitt fyrsta verk verður alltaf að skoða leikmannahópinn og reyna halda sem flestum leikmönnunum. Eftir það verður svo tekin ákvörðun um hvort við þurfum að styrkja okkur,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon.Einar Andri Einarsson, núverandi þjálfari FH, tekur við liði Aftureldingar í sumar en það vann sér inn sæti í Olís-deildinni á ný fyrr í mánuðinum. Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Það hefur tekið svona viku að fara yfir þessi mál en svo var þetta klárað núna um helgina,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, nýráðinn þjálfari FH, í samtali við Vísi en Halldór Jóhann gekk frá þriggja ára samningi við FH-inga í dag. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld. „FH kom að tali við mig eftir að þetta gekk ekki upp hjá mér í Eyjum og viðræður hafa tekið stuttan tíma. Ég er bara virkilega sáttur með að FH sýnir mér það traust að bjóða mér starfið en þetta er mikil áskorun fyrir mig. Halldór Jóhann hefur stýrt kvennaliði Fram undanfarin tvö ár. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrra á sínu fyrsta tímabili en hann missti marga góða leikmenn síðasta sumar og féll liðið úr keppni í átta liða úrslitum fyrr í mánuðinum. Honum fannst tími til kominn að prófa eitthvað nýtt. „Ég var með tveggja ára samning við Fram sem ég kláraði. Ég er búinn að eiga frábær ár í Fram, bæði sem leikmaður og fyrirliði karlaliðsins og svo sem þjálfari kvennaliðsins. Mér fannst kannski tími til kominn að skipta um umhverfi en ég hafði líka alltaf áhuga á að fara í karlaboltann. Ég var bara að leita að réttum tímapunkti,“ segir Halldór Jóhann við Vísi. ÍBV og fleiri lið reyndu að fá Halldór Jóhann til starfa en hann er ánægður með nýjan áfangastað. „Það voru nokkuð lið sem sýndu mér gríðarlegan áhuga þegar ég tilkynnti að ég yrði ekki áfram með Framliðið. Þau höfðu samband við mig en þegar þetta gékk upp með FH var þetta aldrei spurning. FH er stór klúbbur og mikil áskorun fyrir mig að fá að starfa í þannig umhverfi,“ segir Halldór Jóhann. FH-liðið á nú í mikilli baráttu við erkifjendur sína í Haukum í undanúrslitum Íslandmótsins en eftir að vinna fyrstu tvo leikina voru FH-ingar niðurlægðir á Ásvöllum í kvöld. Það skiptir Halldór litlu máli hversu langt FH-liðið kemst að þessu sinni. „Það vita allir að það býr mikið í þessu liði og þarna eru góðir leikmenn. Vonandi fer liðið bara sem lengst. Það gerir mitt starf hvorki erfiðara né auðveldara hvernig sem fer núna. Mitt fyrsta verk verður alltaf að skoða leikmannahópinn og reyna halda sem flestum leikmönnunum. Eftir það verður svo tekin ákvörðun um hvort við þurfum að styrkja okkur,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon.Einar Andri Einarsson, núverandi þjálfari FH, tekur við liði Aftureldingar í sumar en það vann sér inn sæti í Olís-deildinni á ný fyrr í mánuðinum.
Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni