Honda og Mercedes Benz með bestu ímyndina Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 16:15 Mercedes Benz hefur bestu ímyndina meðal bíleigenda í Bandaríkjunum. Kelley Blue Book í Bandaríkjunum gerir árlega könnun meðal bíleigenda á hvaða bílamerki hefur besta ímynd í þeirra augum og að þessu sinni byggir hún á svörum 12.000 eigendur nýrra bíla. Í henni kemur í ljós að á meðal bíla sem ekki teljast lúxusbílar hefur Honda bestu ímyndina. Á meðal lúxusbíla er það hinsvegar Mercedes Benz. Á meðal pallbíla er það Ford. Honda er það bílamerki sem flestir bera traust til, en Kia, GMC, Mini og Chevrolet kræktu einnig í viðurkenningar fyrir markaðsvirði bíla, fágun, getu og útlit. Á meðal lúxusbíla náðu merkin Lexus, Buick, Porsche og Jaguar næstu sætunum á eftir Mercedes Benz. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent
Kelley Blue Book í Bandaríkjunum gerir árlega könnun meðal bíleigenda á hvaða bílamerki hefur besta ímynd í þeirra augum og að þessu sinni byggir hún á svörum 12.000 eigendur nýrra bíla. Í henni kemur í ljós að á meðal bíla sem ekki teljast lúxusbílar hefur Honda bestu ímyndina. Á meðal lúxusbíla er það hinsvegar Mercedes Benz. Á meðal pallbíla er það Ford. Honda er það bílamerki sem flestir bera traust til, en Kia, GMC, Mini og Chevrolet kræktu einnig í viðurkenningar fyrir markaðsvirði bíla, fágun, getu og útlit. Á meðal lúxusbíla náðu merkin Lexus, Buick, Porsche og Jaguar næstu sætunum á eftir Mercedes Benz.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent