Honda og Mercedes Benz með bestu ímyndina Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 16:15 Mercedes Benz hefur bestu ímyndina meðal bíleigenda í Bandaríkjunum. Kelley Blue Book í Bandaríkjunum gerir árlega könnun meðal bíleigenda á hvaða bílamerki hefur besta ímynd í þeirra augum og að þessu sinni byggir hún á svörum 12.000 eigendur nýrra bíla. Í henni kemur í ljós að á meðal bíla sem ekki teljast lúxusbílar hefur Honda bestu ímyndina. Á meðal lúxusbíla er það hinsvegar Mercedes Benz. Á meðal pallbíla er það Ford. Honda er það bílamerki sem flestir bera traust til, en Kia, GMC, Mini og Chevrolet kræktu einnig í viðurkenningar fyrir markaðsvirði bíla, fágun, getu og útlit. Á meðal lúxusbíla náðu merkin Lexus, Buick, Porsche og Jaguar næstu sætunum á eftir Mercedes Benz. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent
Kelley Blue Book í Bandaríkjunum gerir árlega könnun meðal bíleigenda á hvaða bílamerki hefur besta ímynd í þeirra augum og að þessu sinni byggir hún á svörum 12.000 eigendur nýrra bíla. Í henni kemur í ljós að á meðal bíla sem ekki teljast lúxusbílar hefur Honda bestu ímyndina. Á meðal lúxusbíla er það hinsvegar Mercedes Benz. Á meðal pallbíla er það Ford. Honda er það bílamerki sem flestir bera traust til, en Kia, GMC, Mini og Chevrolet kræktu einnig í viðurkenningar fyrir markaðsvirði bíla, fágun, getu og útlit. Á meðal lúxusbíla náðu merkin Lexus, Buick, Porsche og Jaguar næstu sætunum á eftir Mercedes Benz.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent