Er kominn tími á kerfisbreytingu? Siggeir F. Ævarsson skrifar 1. apríl 2014 18:45 Hæstvirtum menntamálaráðherra er þessa dagana tíðrætt um kerfisbreytingar í íslenskum framhaldsskólum. Telur hann að eina leiðin til þess að leiðrétta laun kennara, sem hafa dregist umtalsvert aftur úr sambærilegum stéttum síðustu ár, sé að gjörbylta kerfinu og um leið að stytta stúdentsprófið um eitt ár. Mér þykir þetta skjóta nokkuð skökku við. Menntastefna þjóðarinnar á ekki að vera kjaramál mitt. Fyrst skulum við leiðrétta launin, svo má fara að vinna að kerfisbreytingu. Sumir vilja ganga svo langt að kalla aðgerðir menntamálaráðherra ofbeldi, en ég ætla ekki að ganga svo langt. En framferðið er engu að síður lúalegt. Að stytta hið íslenska stúdentspróf um heilt ár er risavaxin aðgerð sem mun hafa áhrif langt út fyrir skólakerfið. Þetta er aðgerð sem þarf að undirbúa vandlega svo að vel takist til og að henni þurfa að koma aðilar úr mörgum áttum. Þetta er ekki málefni sem hægt er að afgreiða á fundi hjá sáttasemjara yfir helgi. Umræðan er ótímabær meðan ósamið er um launamál. En ég er engu að síður á því að það sé löngu kominn tími á nokkrar kerfisbreytingar. Þeim má hrinda í framkvæmd nokkuð hratt og örugglega og ættu að tryggja flestum kennurum kjarabætur strax. Sumum kann að þykja þær róttækar en mér þykja þær fyrst og fremst rökréttar: 1. Það er gjörsamlega galið að helsta og nánast eina leiðin til að hækka í launum sé að eldast. Tryggja þarf að duglegir og vinnusamir kennarar fái borgað fyrir sína vinnu. Ungur kennari, sem leggur nótt við nýttan dag til að finna uppá fjölbreyttum kennsluaðferðum, að semja ný og fersk verkefni og að afla sér nýjustu upplýsinga um málefni líðandi stundar mun aldrei sjá árangur erfiðis síns í launaumslaginu í lok mánaðar. Vissulega verður kennslan meira gefandi og ánægjan meiri ef maður leggur þessa vinnu á sig, en ánægja borgar enga reikninga. Kerfið í dag er í raun vinnuletjandi og hvetur kennara til gera sem minnst og bíða eftir því að launin skríði upp á við. Það sem kerfið skortir sárlega eru bæði launa- og andlegir hvatar til að skara framúr. 2. Tryggja þarf að menntun kennara sé meira en nokkurn veginn einskis virði í kerfinu. Tveggja ára mastersnám tryggir tæplega 5% hækkun á launum. Ef einhver leggur það svo á sig að verða sér útum doktorsgráðu fást fyrir það tæp 5% til viðbótar, en þó aðeins í sumum skólum. Stofnanasamningar margra skóla gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að kennarar þeirra séu með slíkar gráður. 3. Koma þarf endurmenntunarmálum í gegnsærra og sanngjarnara ferli. Það á ekki að taka 15 ár að fá rétt til námsleyfis, sem þá er ýmsum duttlungum háð og oftar en ekki eru menn að fara í námsleyfi sem eru að komast á eftirlaunaaldur. Tryggja þarf að þekkingin úr slíkum leyfum skili sér aftur inn í skólastarfið og þau séu annað og meira en umbun fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin. Einföld og sanngjörn breyting væri að X margar annir af kennslu tryggðu jafn marga mánuði til endurmenntunar. 4. Kennsluafsláttinn þarf að taka til endurskoðunnar. Af hverju erum við að láta okkur reynslumestu, og í mörgum tilvikum bestu kennara, kenna minnst af öllum? Hversu mikið mætti hækka laun allra kennara með því að afnema afsláttinn eða endurskoða hann? 5. Hópastærðir eru komnar algjörlega úr böndunum. 27 nemendur í hóp þótti á þanmörkum fyrir nokkru, en 31 nemandi er orðið normið í flestum skólum í dag. Sístækkandi hópar ríma mjög illa við áherslur á einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hámarkið ætti að færa niður í 25, en greiða sérstaklega fyrir kennslu stærri hópa. Eftir að hafa unnið sem kennari í aðeins þrjú ár líður mér svolítið eins og kennarastarfið sé lítið annað en biðstöð. Tækifæri til að vaxa í starfi eru takmörkuð og andlegir og fjárhagslegir hvatar til þess fáir ef einhverjir. Starfið er ekki aðlaðandi fyrir ungt vel menntað fólk. Meðalaldur kennarastéttarinnar í dag er um 55 ár og fer hækkandi. Ef fram heldur sem horfir verður landlægur skortur á framhaldsskólakennurum áður en langt um líður. Þeir sem verða fyrstir til að hætta verða ekki gömlu hundarnir, heldur unga fólkið og þeir sem hafa bestu menntunina. Nú er lag að semja um kerfisbreytingar, bara ekki þær breytingar sem Illuga dreymir um. Við skulum taka þann þráð upp að loknum kjarasamningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Hæstvirtum menntamálaráðherra er þessa dagana tíðrætt um kerfisbreytingar í íslenskum framhaldsskólum. Telur hann að eina leiðin til þess að leiðrétta laun kennara, sem hafa dregist umtalsvert aftur úr sambærilegum stéttum síðustu ár, sé að gjörbylta kerfinu og um leið að stytta stúdentsprófið um eitt ár. Mér þykir þetta skjóta nokkuð skökku við. Menntastefna þjóðarinnar á ekki að vera kjaramál mitt. Fyrst skulum við leiðrétta launin, svo má fara að vinna að kerfisbreytingu. Sumir vilja ganga svo langt að kalla aðgerðir menntamálaráðherra ofbeldi, en ég ætla ekki að ganga svo langt. En framferðið er engu að síður lúalegt. Að stytta hið íslenska stúdentspróf um heilt ár er risavaxin aðgerð sem mun hafa áhrif langt út fyrir skólakerfið. Þetta er aðgerð sem þarf að undirbúa vandlega svo að vel takist til og að henni þurfa að koma aðilar úr mörgum áttum. Þetta er ekki málefni sem hægt er að afgreiða á fundi hjá sáttasemjara yfir helgi. Umræðan er ótímabær meðan ósamið er um launamál. En ég er engu að síður á því að það sé löngu kominn tími á nokkrar kerfisbreytingar. Þeim má hrinda í framkvæmd nokkuð hratt og örugglega og ættu að tryggja flestum kennurum kjarabætur strax. Sumum kann að þykja þær róttækar en mér þykja þær fyrst og fremst rökréttar: 1. Það er gjörsamlega galið að helsta og nánast eina leiðin til að hækka í launum sé að eldast. Tryggja þarf að duglegir og vinnusamir kennarar fái borgað fyrir sína vinnu. Ungur kennari, sem leggur nótt við nýttan dag til að finna uppá fjölbreyttum kennsluaðferðum, að semja ný og fersk verkefni og að afla sér nýjustu upplýsinga um málefni líðandi stundar mun aldrei sjá árangur erfiðis síns í launaumslaginu í lok mánaðar. Vissulega verður kennslan meira gefandi og ánægjan meiri ef maður leggur þessa vinnu á sig, en ánægja borgar enga reikninga. Kerfið í dag er í raun vinnuletjandi og hvetur kennara til gera sem minnst og bíða eftir því að launin skríði upp á við. Það sem kerfið skortir sárlega eru bæði launa- og andlegir hvatar til að skara framúr. 2. Tryggja þarf að menntun kennara sé meira en nokkurn veginn einskis virði í kerfinu. Tveggja ára mastersnám tryggir tæplega 5% hækkun á launum. Ef einhver leggur það svo á sig að verða sér útum doktorsgráðu fást fyrir það tæp 5% til viðbótar, en þó aðeins í sumum skólum. Stofnanasamningar margra skóla gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að kennarar þeirra séu með slíkar gráður. 3. Koma þarf endurmenntunarmálum í gegnsærra og sanngjarnara ferli. Það á ekki að taka 15 ár að fá rétt til námsleyfis, sem þá er ýmsum duttlungum háð og oftar en ekki eru menn að fara í námsleyfi sem eru að komast á eftirlaunaaldur. Tryggja þarf að þekkingin úr slíkum leyfum skili sér aftur inn í skólastarfið og þau séu annað og meira en umbun fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin. Einföld og sanngjörn breyting væri að X margar annir af kennslu tryggðu jafn marga mánuði til endurmenntunar. 4. Kennsluafsláttinn þarf að taka til endurskoðunnar. Af hverju erum við að láta okkur reynslumestu, og í mörgum tilvikum bestu kennara, kenna minnst af öllum? Hversu mikið mætti hækka laun allra kennara með því að afnema afsláttinn eða endurskoða hann? 5. Hópastærðir eru komnar algjörlega úr böndunum. 27 nemendur í hóp þótti á þanmörkum fyrir nokkru, en 31 nemandi er orðið normið í flestum skólum í dag. Sístækkandi hópar ríma mjög illa við áherslur á einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hámarkið ætti að færa niður í 25, en greiða sérstaklega fyrir kennslu stærri hópa. Eftir að hafa unnið sem kennari í aðeins þrjú ár líður mér svolítið eins og kennarastarfið sé lítið annað en biðstöð. Tækifæri til að vaxa í starfi eru takmörkuð og andlegir og fjárhagslegir hvatar til þess fáir ef einhverjir. Starfið er ekki aðlaðandi fyrir ungt vel menntað fólk. Meðalaldur kennarastéttarinnar í dag er um 55 ár og fer hækkandi. Ef fram heldur sem horfir verður landlægur skortur á framhaldsskólakennurum áður en langt um líður. Þeir sem verða fyrstir til að hætta verða ekki gömlu hundarnir, heldur unga fólkið og þeir sem hafa bestu menntunina. Nú er lag að semja um kerfisbreytingar, bara ekki þær breytingar sem Illuga dreymir um. Við skulum taka þann þráð upp að loknum kjarasamningum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar