Viljum við nýta okkur beint lýðræði við úthlutun styrkja í sveitarfélögunum? María Grétarsdóttir skrifar 25. mars 2014 14:21 Hvað er beint lýðræði? Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi með kosningu þar um. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur fulltrúa sem sitja í umboði þeirra.Fjárveitingar til stærri verkefna sem ekki falla undir skylduverkefni sveitarfélaga Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor og því hollt að taka upp umræðu varðandi með hvaða hætti bæjarbúar telja eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað skattfé íbúa til annarra verkefna en þeirra sem falla undir skylduverkefni sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu um skylduverkefni sveitarfélaganna á bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku að leikskólarnir féllu til að mynda ekki undir skylduverkefni sveitarfélaganna. Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um það meðal bæjarbúa að bærinn taki þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka í bænum upp á tug og í sumum tilfellum hundruði milljóna hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld beita beinu lýðræði í auknum mæli.Styrkir til frjálsra félagasamtaka Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síðustu viku lagði ég til við afgreiðslu viljayfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni kosningu um málið á vef Garðabæjar. Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi Samfylkingar vék af fundi undir þessum lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfirlýsingunnar við GKG er að Garðabær fjármagni til helminga á móti Kópavogsbæ 80% af heildarkostnaði við byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta rúmar 630 milljónir krónur. Þannig myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja hundrað milljónir króna.Mikilvægi jafnræðis í skólastarfi FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði til í árslok 2013, við gerð fjárhagsáætlunar, að framlög til bæjarreknu grunnskólanna yrðu aukin um 500 milljónir króna á árinu 2014, þannig að þeir nytu sambærilegra framlaga til kennslukostnaðar og einkareknir skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla í dálkinum “viðbótarframlög” í meðfylgjandi mynd).Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst er hvernig meirihlutinn getur rökstutt fjárveitingar upp á fleiri hundruð milljónir til frjálsra félagasamtaka í bænum þegar slíkur halli er í fjárveitingu til skylduverkefna sveitarfélagsins.Fjárveitingar til skólanna í Garðabæ á árinu 2013 Á meðfylgjandi mynd má sjá fjárveitingar til skólanna í Garðabæ. Kennslukostnaður pr. barn er fundinn út með því að draga húsnæðiskostnað frá heildarframlögum. Húsnæðiskostnaður er misjafn meðal skólanna, meðal annars vegna lélegrar nýtingar sumra þeirra. Í þessum tölum er reiknað með að húsnæðiskostnaður Barnaskóla Hjallastefnunnar sé sá sami og Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður skólans er samkvæmt framlögðum gögnum mun lægri en húsnæðiskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi húsnæði og þannig liggur svigrúm í framsetningunni fyrir viðbótarkostnaði hjá skólanum sem hugsanlega er umfram bæjarskólana eða sem nemur um tveimur stöðugildum. Meirihluti barnanna í skólanum eru úr Garðabæ. Alþjóðaskólinn fær lægri heildarframlög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla. Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur barna í skólanum.Björt framtíð fólksins í bænum FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð mun beita sér í þágu beins lýðræðis, stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera valdatæki þröngra hagsmuna.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hvað er beint lýðræði? Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi með kosningu þar um. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur fulltrúa sem sitja í umboði þeirra.Fjárveitingar til stærri verkefna sem ekki falla undir skylduverkefni sveitarfélaga Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor og því hollt að taka upp umræðu varðandi með hvaða hætti bæjarbúar telja eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað skattfé íbúa til annarra verkefna en þeirra sem falla undir skylduverkefni sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu um skylduverkefni sveitarfélaganna á bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku að leikskólarnir féllu til að mynda ekki undir skylduverkefni sveitarfélaganna. Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um það meðal bæjarbúa að bærinn taki þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka í bænum upp á tug og í sumum tilfellum hundruði milljóna hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld beita beinu lýðræði í auknum mæli.Styrkir til frjálsra félagasamtaka Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síðustu viku lagði ég til við afgreiðslu viljayfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni kosningu um málið á vef Garðabæjar. Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi Samfylkingar vék af fundi undir þessum lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfirlýsingunnar við GKG er að Garðabær fjármagni til helminga á móti Kópavogsbæ 80% af heildarkostnaði við byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta rúmar 630 milljónir krónur. Þannig myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja hundrað milljónir króna.Mikilvægi jafnræðis í skólastarfi FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði til í árslok 2013, við gerð fjárhagsáætlunar, að framlög til bæjarreknu grunnskólanna yrðu aukin um 500 milljónir króna á árinu 2014, þannig að þeir nytu sambærilegra framlaga til kennslukostnaðar og einkareknir skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla í dálkinum “viðbótarframlög” í meðfylgjandi mynd).Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst er hvernig meirihlutinn getur rökstutt fjárveitingar upp á fleiri hundruð milljónir til frjálsra félagasamtaka í bænum þegar slíkur halli er í fjárveitingu til skylduverkefna sveitarfélagsins.Fjárveitingar til skólanna í Garðabæ á árinu 2013 Á meðfylgjandi mynd má sjá fjárveitingar til skólanna í Garðabæ. Kennslukostnaður pr. barn er fundinn út með því að draga húsnæðiskostnað frá heildarframlögum. Húsnæðiskostnaður er misjafn meðal skólanna, meðal annars vegna lélegrar nýtingar sumra þeirra. Í þessum tölum er reiknað með að húsnæðiskostnaður Barnaskóla Hjallastefnunnar sé sá sami og Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður skólans er samkvæmt framlögðum gögnum mun lægri en húsnæðiskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi húsnæði og þannig liggur svigrúm í framsetningunni fyrir viðbótarkostnaði hjá skólanum sem hugsanlega er umfram bæjarskólana eða sem nemur um tveimur stöðugildum. Meirihluti barnanna í skólanum eru úr Garðabæ. Alþjóðaskólinn fær lægri heildarframlög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla. Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur barna í skólanum.Björt framtíð fólksins í bænum FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð mun beita sér í þágu beins lýðræðis, stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera valdatæki þröngra hagsmuna.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun