Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 10. mars 2014 22:07 "Það er þarft að vekja upp þessa umræðu en það sé ekki gott þegar hún snýst upp í neikvæða umræðu um Barnaheill frekar en málefnið sjálft. Samtökin vinna ötult starf með mannréttindi barna að leiðarljósi,“ segir Erna. Vísir/Getty Dæmi eru um að fólk hafi sagst ætla að hætta að styrkja Barnaheill eftir viðtal við starfsmann samtakanna fyrr í dag er snerti bardagakappann Gunnar Nelson. Þetta kemur fram í máli framkvæmdastjórans, Ernu Reynisdóttur, við Vísi í kvöld. Gunnar vann sigur á Rússanum Omari Ahkmedov í UFC-bardaga í London á laugardagskvöld. Miklar umræður sköpuðust í kjölfarið á samfélagsmiðlum um UFC, hvort um íþrótt væri að ræða eða hreinlega ofbeldi. Sýnist sitt hverjum. Í samtali Margrétar Júlíu Rafnsdóttur hjá Barnaheillum við Vísi fyrr í dag sagðist hún líta svo á að um ofbeldi væri að ræða. Ofbeldismyndir væru bannaðar börnum þannig að hið sama ætti að gilda um bardaga sem þessa. „Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi,“ sagði Margrét. Erna segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrrnefnt viðtal við starfsmann Barnaheilla, að verið sé að ráðast á Gunnar sem persónu. „Fyrirsögn fréttarinnar er ekki komin frá samtökunum, eða starfsmanni þeirra. Orðfærið „stórhættuleg fyrirmynd” var liður í spurningu fréttamannsins og slegið upp eins og það kæmi frá samtökunum. Starfsmaður samtakanna vildi fyrst og fremst leggja áherslu á að bardagar væru ekki til eftirbreytni fyrir börn,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Erna segir það skrítið ef samtökin gæfu frá sér þá yfirlýsingu að það væri í lagi að börn horfðu á ofbeldi og það væri þeim óskaðlegt. Hún minnir á að börn eigi bæði rétt á vernd gegn ofbeldi og því að horfa á ofbeldi. Það megi svo ræða það hvað sé ofbeldi og hvað ekki. Það sem skipti máli sé það sem börnin sjái út úr þessu. Það sé það sem samtökin einblíni á. Þó sum börn eigi foreldra, sem geti útskýrt fyrir þeim hvað sé að gerast þegar þau sjá slíkar bardagaíþróttir, búi ekki öll börn svo vel. „Við viljum vekja athygli á því að líkamlegt ofbeldi í sjónvarpi getur haft slæm áhrif á börn,” segir Erna. „Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur meðal annars áhyggjur af tvíþættum áhrifum ofbeldisfulls efnis í sjónmiðlum. Í fyrsta lagi kunni börn að gerast ónæm fyrir alvarleika ofbeldis og í öðru lagi kunni þau að leika eftir einstaka ofbeldishegðun.“Barnaheill starfa með mannréttindi barna að leiðarljósi Barnaheill harma viðbrögðin við fréttinni. Samtökin eru frjáls félagasamtök sem reiði sig á framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum. Öll neikvæð umræða um samtökin komi sér því illa. „Það er þarft að vekja upp þessa umræðu en það sé ekki gott þegar hún snýst upp í neikvæða umræðu um Barnaheill frekar en málefnið sjálft. Samtökin vinna ötult starf með mannréttindi barna að leiðarljósi,“ segir Erna. MMA Tengdar fréttir „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Dæmi eru um að fólk hafi sagst ætla að hætta að styrkja Barnaheill eftir viðtal við starfsmann samtakanna fyrr í dag er snerti bardagakappann Gunnar Nelson. Þetta kemur fram í máli framkvæmdastjórans, Ernu Reynisdóttur, við Vísi í kvöld. Gunnar vann sigur á Rússanum Omari Ahkmedov í UFC-bardaga í London á laugardagskvöld. Miklar umræður sköpuðust í kjölfarið á samfélagsmiðlum um UFC, hvort um íþrótt væri að ræða eða hreinlega ofbeldi. Sýnist sitt hverjum. Í samtali Margrétar Júlíu Rafnsdóttur hjá Barnaheillum við Vísi fyrr í dag sagðist hún líta svo á að um ofbeldi væri að ræða. Ofbeldismyndir væru bannaðar börnum þannig að hið sama ætti að gilda um bardaga sem þessa. „Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi,“ sagði Margrét. Erna segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrrnefnt viðtal við starfsmann Barnaheilla, að verið sé að ráðast á Gunnar sem persónu. „Fyrirsögn fréttarinnar er ekki komin frá samtökunum, eða starfsmanni þeirra. Orðfærið „stórhættuleg fyrirmynd” var liður í spurningu fréttamannsins og slegið upp eins og það kæmi frá samtökunum. Starfsmaður samtakanna vildi fyrst og fremst leggja áherslu á að bardagar væru ekki til eftirbreytni fyrir börn,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Erna segir það skrítið ef samtökin gæfu frá sér þá yfirlýsingu að það væri í lagi að börn horfðu á ofbeldi og það væri þeim óskaðlegt. Hún minnir á að börn eigi bæði rétt á vernd gegn ofbeldi og því að horfa á ofbeldi. Það megi svo ræða það hvað sé ofbeldi og hvað ekki. Það sem skipti máli sé það sem börnin sjái út úr þessu. Það sé það sem samtökin einblíni á. Þó sum börn eigi foreldra, sem geti útskýrt fyrir þeim hvað sé að gerast þegar þau sjá slíkar bardagaíþróttir, búi ekki öll börn svo vel. „Við viljum vekja athygli á því að líkamlegt ofbeldi í sjónvarpi getur haft slæm áhrif á börn,” segir Erna. „Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur meðal annars áhyggjur af tvíþættum áhrifum ofbeldisfulls efnis í sjónmiðlum. Í fyrsta lagi kunni börn að gerast ónæm fyrir alvarleika ofbeldis og í öðru lagi kunni þau að leika eftir einstaka ofbeldishegðun.“Barnaheill starfa með mannréttindi barna að leiðarljósi Barnaheill harma viðbrögðin við fréttinni. Samtökin eru frjáls félagasamtök sem reiði sig á framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum. Öll neikvæð umræða um samtökin komi sér því illa. „Það er þarft að vekja upp þessa umræðu en það sé ekki gott þegar hún snýst upp í neikvæða umræðu um Barnaheill frekar en málefnið sjálft. Samtökin vinna ötult starf með mannréttindi barna að leiðarljósi,“ segir Erna.
MMA Tengdar fréttir „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
„Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57
Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35