Verkfall hefði afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2014 13:26 Aðeins tveir kennsludagar eftir áður en verkfall framhaldsskólakennara skellur á ef ekki nást samningar fyrir næst komandi mánudag. Nám þúsunda framhaldsskólanema í uppnámi. vísir/páll bergmann Nám þúsunda framhaldsskólanema fer í uppnám verði af verkfalli framhaldsskólakennara sem hefst á mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Skólameistari Menntaskóalns við Hamrahlíð segir verkföll alltaf hafa slæm áhrif á nemendur. Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins hafa fundað á hverjum degi að undanförnu í húsakynnum Ríkissáttasemjara, en aðeins tveir kennsludagar eru eftir ef verkfall hefst á mánudag.Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir um 1.200 nemendur stunda þar nám í dagskóla en auk þess séu á annað hundrað nemendur í öldungadeild og einhver hópur úr öðrum skólum sem nemi norsku og sænsku í Hamrahlíðinni. „Ég kallaði á sal snemma í febrúar til að upplýsa um hvernig leikreglurnar væru vegna þess að þá var hugsanlegt verkfall í hámæli,“ segir Lárus. Ekki sé hægt að slá verkfalli föstu fyrr en menn standi frami fyrir því og eflaust verði allt reynt til að ná samningum fyrir þann tíma. „Ef til kæmi er náttúrlega númer eitt að halda því striki sem hægt er að halda. Nemendur búi í haginn fyrir sig að því leiti sem þeir eru færir um án kennara og skólinn verður auðvitað opinn fyrir nemendur. Bókasafnið verður opið,“ segir Lárus. Dæmin frá fyrri tíð sýna að kennaraverkföll geta verið löng hefjist þau á annað borð. Þannig stóð síðasta verkfall framhaldsskólakennara fyrir 14 árum yfir í átta vikur.Óttastu að eftirheimtur verði ekki góðar að loknu verkfalli ef að verður?„Maður veit að verkfall í einhverjar vikur í fleirtölu hefur afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Það er bara þannig,“ segir skólameistarinn. Óvíst er hvort komið verður til móts við nemendur með hraðari kennslu, seinkun prófa og svo framvegis, standi verkfall vikum saman. Lárus segir það hafa orðið niðurstöðuna að loknum fyrri kjaradeilum kennara en þá hafi verið samið um það við samningaborðið. „Þegar farið er útfyrir þetta hefðbundna skólaár þá getur hver skóli ekki ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi ef ekki hefur verið gengið frá því við samningaborðið. Það hefur ævinlega verið þannig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Kennaraverkfall Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Nám þúsunda framhaldsskólanema fer í uppnám verði af verkfalli framhaldsskólakennara sem hefst á mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Skólameistari Menntaskóalns við Hamrahlíð segir verkföll alltaf hafa slæm áhrif á nemendur. Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins hafa fundað á hverjum degi að undanförnu í húsakynnum Ríkissáttasemjara, en aðeins tveir kennsludagar eru eftir ef verkfall hefst á mánudag.Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir um 1.200 nemendur stunda þar nám í dagskóla en auk þess séu á annað hundrað nemendur í öldungadeild og einhver hópur úr öðrum skólum sem nemi norsku og sænsku í Hamrahlíðinni. „Ég kallaði á sal snemma í febrúar til að upplýsa um hvernig leikreglurnar væru vegna þess að þá var hugsanlegt verkfall í hámæli,“ segir Lárus. Ekki sé hægt að slá verkfalli föstu fyrr en menn standi frami fyrir því og eflaust verði allt reynt til að ná samningum fyrir þann tíma. „Ef til kæmi er náttúrlega númer eitt að halda því striki sem hægt er að halda. Nemendur búi í haginn fyrir sig að því leiti sem þeir eru færir um án kennara og skólinn verður auðvitað opinn fyrir nemendur. Bókasafnið verður opið,“ segir Lárus. Dæmin frá fyrri tíð sýna að kennaraverkföll geta verið löng hefjist þau á annað borð. Þannig stóð síðasta verkfall framhaldsskólakennara fyrir 14 árum yfir í átta vikur.Óttastu að eftirheimtur verði ekki góðar að loknu verkfalli ef að verður?„Maður veit að verkfall í einhverjar vikur í fleirtölu hefur afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Það er bara þannig,“ segir skólameistarinn. Óvíst er hvort komið verður til móts við nemendur með hraðari kennslu, seinkun prófa og svo framvegis, standi verkfall vikum saman. Lárus segir það hafa orðið niðurstöðuna að loknum fyrri kjaradeilum kennara en þá hafi verið samið um það við samningaborðið. „Þegar farið er útfyrir þetta hefðbundna skólaár þá getur hver skóli ekki ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi ef ekki hefur verið gengið frá því við samningaborðið. Það hefur ævinlega verið þannig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kennaraverkfall Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira