Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2014 19:20 Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. Þetta er hún Bettý á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir, sem er sennilega sá bóndi sem býr við mesta vetrareinangrun á Íslandi um þessar mundir. Samgöngur við Ingjaldssand eru svo erfiðar um hávetur að eina leiðin fyrir okkur Stöðvar 2-menn var að fá björgunarsveitina á Flateyri til að skutlast með okkur á vélsleðum í þennan einangraða dal við utanverðan Önundarfjörð.Þór Engholm, 15 ára sonur Bettýjar, er í grunnskólanum á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.15 ára sonur Bettýjar, Þór Engholm, sækir grunnskóla á Flateyri og býr virka daga á heimili Kristínar systur sinnar, en í ófærðinni geta liðið 5-6 vikur milli þess að hann komist heim til sín um helgar. Þrátt fyrir að búa svona afskekkt er Bettý mannblendin og leggur það á sig að ganga yfir heiðina til að missa ekki af þorrablótinu. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún frá því hvernig hún færi gangandi yfir fjöllin en hún gætir þess að halda sig við veginn og fylgja stikunum. Spurð hvort hún væri ekki hrædd að vera ein á fjöllum um hávetur svaraði Bettý: „Við hvað? Ísbjörn?" Og hló. Í þættinum „Um land allt" ræða Bettý og börn hennar um lífið við þessar óvenjulegu aðstæður. Ísafjarðarbær Um land allt Þorrablót Tengdar fréttir Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. Þetta er hún Bettý á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir, sem er sennilega sá bóndi sem býr við mesta vetrareinangrun á Íslandi um þessar mundir. Samgöngur við Ingjaldssand eru svo erfiðar um hávetur að eina leiðin fyrir okkur Stöðvar 2-menn var að fá björgunarsveitina á Flateyri til að skutlast með okkur á vélsleðum í þennan einangraða dal við utanverðan Önundarfjörð.Þór Engholm, 15 ára sonur Bettýjar, er í grunnskólanum á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.15 ára sonur Bettýjar, Þór Engholm, sækir grunnskóla á Flateyri og býr virka daga á heimili Kristínar systur sinnar, en í ófærðinni geta liðið 5-6 vikur milli þess að hann komist heim til sín um helgar. Þrátt fyrir að búa svona afskekkt er Bettý mannblendin og leggur það á sig að ganga yfir heiðina til að missa ekki af þorrablótinu. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún frá því hvernig hún færi gangandi yfir fjöllin en hún gætir þess að halda sig við veginn og fylgja stikunum. Spurð hvort hún væri ekki hrædd að vera ein á fjöllum um hávetur svaraði Bettý: „Við hvað? Ísbjörn?" Og hló. Í þættinum „Um land allt" ræða Bettý og börn hennar um lífið við þessar óvenjulegu aðstæður.
Ísafjarðarbær Um land allt Þorrablót Tengdar fréttir Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00