Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 25-29 | Trylltur fögnuður FH Elvar Geir Magnússon skrifar 20. febrúar 2014 22:30 Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH, í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán FH batt enda á fimm leikja tapgöngu með góðum sigri á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld.Magnús Óli Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru á kostum í kvöld og skoruðu átján af 29 mörkum FH-inga. Alexander Örn Júlíusson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru einfaldlega ákveðnari og betri. Alexander og hans frammistaða var nánast eini ljósi punkturinn hjá Valsmönnum sem hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. En í kvöld voru þeir undir á flestum sviðum og menn ráðalausir í sóknarleiknum. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn ágætlega og komust í 6-3. Um miðbik hálfleiksins fóru svo FH-ingar á flug og heimamenn réðu ekki við þá. Sigurður Örn Arnarson var í stuði í marki gestana og verðskuldaður sigur staðreynd. Það sást greinilega á fögnuði FH-inga eftir leik hversu mikla þýðingu þessi sigur hafði fyrir þá og hversu langþráður hann var. Menn voru trylltir í fagnaðarlátum. Fínt veganesti í bikarúrslitahelgina sem er eftir viku. Valsmenn voru langt frá sínu besta og fengu nokkuð langan fyrirlestur frá Ólafi Stefánssyni eftir leikinn.Ólafur Stefánsson: Stökk afturábak „Vonandi vorum við langt frá okkar besta. Ef þetta var okkar besta þá erum við í vondum," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „FH-ingarnir héldu haus. Maggi (Magnús Óli) átti mjög góðan leik og það var munur á markvörslunum hjá liðunum og svona hlutir... en við tókum stökk afturábak í þessum leik." „Við byrjuðum ágætlega en hefðum samt getað gert betur. Svo byrjuðu þeir betur í seinni hálfleik og því fór sem fór. Hrós til FH-inga að rífa sig upp úr erfiðum kafla. Það sýnir karakter hjá þeim. Svona er þetta." „Við vorum með nokkra tæpa leikmenn sem er engin afsökun. Við hefðum kannski átt að rúlla þessu betur. Við vorum í vandræðum með hluti sem eru bara okkar innra vandamál. Það var eiginlega allt sem mátti vera betra." „Ef við tökum einhvern út þá var Alexander flottur hjá okkur. Það er jákvætt." Hvað sagðir þú við strákana eftir leik? „Það var eitthvað bara. Það er rosa lítið hægt að segja, kannski full neikvæður og eitthvað. Núna erum við að fara í hálfs mánaðar pásu sem við þurfum að nýta vel. Menn þurfa að vera jákvæðir til að taka við „infoi" og vera glaðir. Ekki láta þetta slá sig út af laginu. Og ég síst af öllum."Einar Andri: Búnir að laga hugarfarið„Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og stilla það rétt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vissum að ef við næðum að láta hugann fylgja máli þá verðum við góðir og það kom á daginn." „Þetta var fysti deildarsigurinn á árinu. Það hefur ýmislegt verið að. Það hefur þurft að aðlaga liðið að breyttum aðstæðum. Menn hafa dottið úr skaftinu og aðrir komið í staðinn. Svo hefur líka þurft að vinna í hugarfarinu og erum búnir að laga það." Var ekki vont að missa Daníel Frey Andrésson markvörð? „Það þýðir ekki að velta því lengur fyrir sér. Siggi var frábær í dag og við erum með tvo frábæra markverði. Ef vörnin er í lagi þá verja þeir." FH-ingar keppa eftir rúma viku í undanúrslitum bikarsins og úrslitin í kvöld gott veganesti. „Heldur betur. Þetta gefur okkur sjálfstraust. Valur hefur ásamt Haukum verið sterkasta liðið í deildinni síðan fyrir jól. Þetta var virkilega skemmtilegt að koma hingað og spila þetta vel. Þegar sjálfstraustið kom frannst mér við vera þokkalega með leikinn í höndunum." Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
FH batt enda á fimm leikja tapgöngu með góðum sigri á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld.Magnús Óli Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru á kostum í kvöld og skoruðu átján af 29 mörkum FH-inga. Alexander Örn Júlíusson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru einfaldlega ákveðnari og betri. Alexander og hans frammistaða var nánast eini ljósi punkturinn hjá Valsmönnum sem hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. En í kvöld voru þeir undir á flestum sviðum og menn ráðalausir í sóknarleiknum. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn ágætlega og komust í 6-3. Um miðbik hálfleiksins fóru svo FH-ingar á flug og heimamenn réðu ekki við þá. Sigurður Örn Arnarson var í stuði í marki gestana og verðskuldaður sigur staðreynd. Það sást greinilega á fögnuði FH-inga eftir leik hversu mikla þýðingu þessi sigur hafði fyrir þá og hversu langþráður hann var. Menn voru trylltir í fagnaðarlátum. Fínt veganesti í bikarúrslitahelgina sem er eftir viku. Valsmenn voru langt frá sínu besta og fengu nokkuð langan fyrirlestur frá Ólafi Stefánssyni eftir leikinn.Ólafur Stefánsson: Stökk afturábak „Vonandi vorum við langt frá okkar besta. Ef þetta var okkar besta þá erum við í vondum," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „FH-ingarnir héldu haus. Maggi (Magnús Óli) átti mjög góðan leik og það var munur á markvörslunum hjá liðunum og svona hlutir... en við tókum stökk afturábak í þessum leik." „Við byrjuðum ágætlega en hefðum samt getað gert betur. Svo byrjuðu þeir betur í seinni hálfleik og því fór sem fór. Hrós til FH-inga að rífa sig upp úr erfiðum kafla. Það sýnir karakter hjá þeim. Svona er þetta." „Við vorum með nokkra tæpa leikmenn sem er engin afsökun. Við hefðum kannski átt að rúlla þessu betur. Við vorum í vandræðum með hluti sem eru bara okkar innra vandamál. Það var eiginlega allt sem mátti vera betra." „Ef við tökum einhvern út þá var Alexander flottur hjá okkur. Það er jákvætt." Hvað sagðir þú við strákana eftir leik? „Það var eitthvað bara. Það er rosa lítið hægt að segja, kannski full neikvæður og eitthvað. Núna erum við að fara í hálfs mánaðar pásu sem við þurfum að nýta vel. Menn þurfa að vera jákvæðir til að taka við „infoi" og vera glaðir. Ekki láta þetta slá sig út af laginu. Og ég síst af öllum."Einar Andri: Búnir að laga hugarfarið„Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og stilla það rétt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vissum að ef við næðum að láta hugann fylgja máli þá verðum við góðir og það kom á daginn." „Þetta var fysti deildarsigurinn á árinu. Það hefur ýmislegt verið að. Það hefur þurft að aðlaga liðið að breyttum aðstæðum. Menn hafa dottið úr skaftinu og aðrir komið í staðinn. Svo hefur líka þurft að vinna í hugarfarinu og erum búnir að laga það." Var ekki vont að missa Daníel Frey Andrésson markvörð? „Það þýðir ekki að velta því lengur fyrir sér. Siggi var frábær í dag og við erum með tvo frábæra markverði. Ef vörnin er í lagi þá verja þeir." FH-ingar keppa eftir rúma viku í undanúrslitum bikarsins og úrslitin í kvöld gott veganesti. „Heldur betur. Þetta gefur okkur sjálfstraust. Valur hefur ásamt Haukum verið sterkasta liðið í deildinni síðan fyrir jól. Þetta var virkilega skemmtilegt að koma hingað og spila þetta vel. Þegar sjálfstraustið kom frannst mér við vera þokkalega með leikinn í höndunum."
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira