Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 18-22 | ÍBV heldur öðru sætinu Kristinn Páll Teitsson í Safamýri skrifar 6. febrúar 2014 17:05 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. Eyjamenn gerðu sér góða ferð til Reykjavíkur í 22-18 sigri á Fram í kvöld. Eyjamenn náðu forskotinu strax á þriðju mínútu og slepptu forskotinu aldrei það sem eftir lifði leiks. Liðin voru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti Olís-deildarinnar fyrir leiki kvöldsins þrátt fyrir að ÍBV ætti leik til góða. Eyjamenn sigruðu fyrri leik liðanna sannfærandi 30-25 á heimavelli. Liðin áttu í erfiðleikum með sóknarleikinn í fyrri hálfleik og töpuðu liðin alls 20 boltum í fyrri hálfleik. Eyjamenn náðu undirtökunum á um miðbik fyrri hálfleiks með þéttum varnarleik en Framarar voru aldrei langt undan og minnkuðu muninn niður í tvö mörk rétt fyrir lok hálfleiksins. Framarar minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleiks en þá settu gestirnir aftur í gír og náðu sex marka forystu í stöðunni 20-14. Heimamenn náðu að laga örlítið stöðuna á lokamínútum leiksins en náðu aldrei að ógna öruggu forskoti og lauk leiknum því með öruggum sigri ÍBV. Með sigrinum varð ÍBV fyrst liða til að leggja Fram að velli í Safamýrinni. Guðlaugur: Vantaði herslumuninn í sóknarleiknum„Það er grautfúlt að tapa, við vorum í miklum vandræðum sóknarlega allan leikinn,“ sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, svekktur eftir leikinn. „Við töpum leiknum þar, við erum með átján tapaða bolta í leiknum og það er erfitt að vinna leiki þegar liðið tapar átján boltum. Við fáum bara á okkur 22 mörk sem segir að vörnin og markvarslan var fín í dag,“ Framarar lentu í miklum vandræðum strax í upphafi í sóknarleiknum og komu langir kaflar þar sem liðinu tókst illa að skapa sér færi. „Þetta er einfaldlega of mikið af mistökum í sóknarleiknum. Þegar við náðum loks að skapa okkur færin þá vantaði þetta auka til að klára færin. Stefán, Garðar og Siffi héldu uppi sóknarleiknum okkar í dag á meðan aðrir voru sofandi,“ Framarar klúðruðu fjórum vítum í leiknum ásamt því að klúðra tveimur hraðaupphlaupstilraunum. „Það telur strax, það eru sex mörk sem við áttum að fá þar. Í keppnisleik líkt og þessum þar sem jöfn lið berjast þarftu að klára öll svona færi.“ Guðlaugur sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Varnarleikurinn var fínn rétt eins og markvarslan. Ég er með þrjá góða markmenn sem styðja vel við bakið á hvor öðrum líkt og góðir markmenn gera. Svavar kom inná í kvöld svaraði kallinu með því að spila vel,“ sagði Guðlaugur. Gunnar: Draumi líkast„Þetta eru frábær tvö stig, Framarar voru ósigraðir á heimavelli og það var virkilega vel gert hjá strákunum að koma og klára þetta,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sáttur eftir leikinn. „Spennustigið var hátt í fyrri hálfleik, við vorum að taka margar skrýtnar ákvarðanir og gerðum mörg mistök. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik en við reyndum að núllstilla okkur í hálfleiknum,“ Eftir að heimamenn minnkuðu muninn í eitt mark í seinni hálfleik gáfu Eyjamenn aftur í og byggðu hægt og rólega upp öruggt forskot. „Vörnin var frábær í dag og markvarslan flott þar fyrir aftan, það eina sem ég gæti sett út á það er að það vantaði fleiri hraðaupphlaup. Engu að síður lagði varnarleikurinn grunninn að sigrinum hérna í kvöld.“ „Þegar við fengum Henrik Eidsvag frá Noregi þá ætluðum við að fá meiri breidd í markvörsluna og það gekk vel í dag. Hann kom vel inn í þetta og auðvitað frábært að markverðirnir okkar vörðu þrjú víti í leiknum. Markverðirnir okkar hafa verið að standa sig vel síðan Henrik kom og svo eigum við auðvitað Hauk inni,“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í Olís-deildinni eru Eyjamenn í öðru sæti Olís-deildarinnar. „Þetta er draumi líkast og þetta er bara byrjunin. Okkur dreymdi ekki einusinni um svona gott gengi í upphafi móts. Núna verður bara að halda áfram,“ Höfuðmeiðsli Magnúsar Stefánssonar settu ljótan svip á annars góðan sigur Eyjamanna. „Hann vankaðist eitthvað, vonandi er þetta ekkert alvarlegt en þetta gæti verið heilahristingur. Hann fékk gat á hausinn og verður væntanlega ekkert með næstu vikurnar. Það verður missir af honum en við vonum að hann nái heilsu sem fyrst,“ sagði Gunnar. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Eyjamenn gerðu sér góða ferð til Reykjavíkur í 22-18 sigri á Fram í kvöld. Eyjamenn náðu forskotinu strax á þriðju mínútu og slepptu forskotinu aldrei það sem eftir lifði leiks. Liðin voru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti Olís-deildarinnar fyrir leiki kvöldsins þrátt fyrir að ÍBV ætti leik til góða. Eyjamenn sigruðu fyrri leik liðanna sannfærandi 30-25 á heimavelli. Liðin áttu í erfiðleikum með sóknarleikinn í fyrri hálfleik og töpuðu liðin alls 20 boltum í fyrri hálfleik. Eyjamenn náðu undirtökunum á um miðbik fyrri hálfleiks með þéttum varnarleik en Framarar voru aldrei langt undan og minnkuðu muninn niður í tvö mörk rétt fyrir lok hálfleiksins. Framarar minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleiks en þá settu gestirnir aftur í gír og náðu sex marka forystu í stöðunni 20-14. Heimamenn náðu að laga örlítið stöðuna á lokamínútum leiksins en náðu aldrei að ógna öruggu forskoti og lauk leiknum því með öruggum sigri ÍBV. Með sigrinum varð ÍBV fyrst liða til að leggja Fram að velli í Safamýrinni. Guðlaugur: Vantaði herslumuninn í sóknarleiknum„Það er grautfúlt að tapa, við vorum í miklum vandræðum sóknarlega allan leikinn,“ sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, svekktur eftir leikinn. „Við töpum leiknum þar, við erum með átján tapaða bolta í leiknum og það er erfitt að vinna leiki þegar liðið tapar átján boltum. Við fáum bara á okkur 22 mörk sem segir að vörnin og markvarslan var fín í dag,“ Framarar lentu í miklum vandræðum strax í upphafi í sóknarleiknum og komu langir kaflar þar sem liðinu tókst illa að skapa sér færi. „Þetta er einfaldlega of mikið af mistökum í sóknarleiknum. Þegar við náðum loks að skapa okkur færin þá vantaði þetta auka til að klára færin. Stefán, Garðar og Siffi héldu uppi sóknarleiknum okkar í dag á meðan aðrir voru sofandi,“ Framarar klúðruðu fjórum vítum í leiknum ásamt því að klúðra tveimur hraðaupphlaupstilraunum. „Það telur strax, það eru sex mörk sem við áttum að fá þar. Í keppnisleik líkt og þessum þar sem jöfn lið berjast þarftu að klára öll svona færi.“ Guðlaugur sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Varnarleikurinn var fínn rétt eins og markvarslan. Ég er með þrjá góða markmenn sem styðja vel við bakið á hvor öðrum líkt og góðir markmenn gera. Svavar kom inná í kvöld svaraði kallinu með því að spila vel,“ sagði Guðlaugur. Gunnar: Draumi líkast„Þetta eru frábær tvö stig, Framarar voru ósigraðir á heimavelli og það var virkilega vel gert hjá strákunum að koma og klára þetta,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sáttur eftir leikinn. „Spennustigið var hátt í fyrri hálfleik, við vorum að taka margar skrýtnar ákvarðanir og gerðum mörg mistök. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik en við reyndum að núllstilla okkur í hálfleiknum,“ Eftir að heimamenn minnkuðu muninn í eitt mark í seinni hálfleik gáfu Eyjamenn aftur í og byggðu hægt og rólega upp öruggt forskot. „Vörnin var frábær í dag og markvarslan flott þar fyrir aftan, það eina sem ég gæti sett út á það er að það vantaði fleiri hraðaupphlaup. Engu að síður lagði varnarleikurinn grunninn að sigrinum hérna í kvöld.“ „Þegar við fengum Henrik Eidsvag frá Noregi þá ætluðum við að fá meiri breidd í markvörsluna og það gekk vel í dag. Hann kom vel inn í þetta og auðvitað frábært að markverðirnir okkar vörðu þrjú víti í leiknum. Markverðirnir okkar hafa verið að standa sig vel síðan Henrik kom og svo eigum við auðvitað Hauk inni,“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í Olís-deildinni eru Eyjamenn í öðru sæti Olís-deildarinnar. „Þetta er draumi líkast og þetta er bara byrjunin. Okkur dreymdi ekki einusinni um svona gott gengi í upphafi móts. Núna verður bara að halda áfram,“ Höfuðmeiðsli Magnúsar Stefánssonar settu ljótan svip á annars góðan sigur Eyjamanna. „Hann vankaðist eitthvað, vonandi er þetta ekkert alvarlegt en þetta gæti verið heilahristingur. Hann fékk gat á hausinn og verður væntanlega ekkert með næstu vikurnar. Það verður missir af honum en við vonum að hann nái heilsu sem fyrst,“ sagði Gunnar.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira