Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plasti 13. janúar 2014 17:08 Hinrik og Gísli voru þeir einu ákærða sem mættu fyrir dóm. Mynd/Vísir Húsráðandi í húsinu sem Stokkseyrarmálið er kennt við kom fyrir dóm í dag. Hann sagði að einn hinna ákærðu, Davíð Freyr, hefði hringt og spurt hvor hann mætti koma í heimsókn. Hann hafi síðan mætt með tveimur mönnum, þar á meðal fórnarlambinu. Húsráðandi sagðist hafi upplifað sem fórnarlambið hafi lent í slagsmálum en vildi ekki skipta sér af málinu. Þeir hafi fyrst farið með fórnarlambið inn í herbergi og síðan niður í kjallara þar sem þeir hafi bundið hann við burðarbita. Davíð Freyr og félagi hans hafi síðan farið á brott. Þegar hann hafi leyst fórnarlambið hafi það verið sveipað plastpoka einum fata. Hann segist ekki hafa orðið var við að fórnarlambið hafi verið beitt ofbeldi. Við vitnisburð sagðist húsráðandi ekki hafa kannast við félaga Davíðs Freys, hann hafi seinna heyrt að þar hafi verið Stefán Blackburn. Húsráðandi fór síðan í göngutúr en hringdi síðan í Davíð Frey sem sagði honum að sleppa piltinum. Húsráðandi hafi komið honum í sturtu og týnt til klink fyrir hann.Sívar Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, bar vitni í gegnum síma í dag. Hann sagðist ekki muna mikið frá þeim dögum þegar árásin átti sér stað. Hann sagðist hafa verið í húsinu við Trönuhraun þegar Stefán Blackburn og félagar hafi komið með Stokkseyrarfórnarlambið. Sívar sagði að þá þegar hafi verið búið að sprengja vörina á fórnarlambinu og því hafi hann drifið drenginn í sturtu. „Það var agalegt að sjá greyið. Þá voru Stefán Blackburn og þessi vinur hans búnir að lemja hann,“ sagði Sívar. Stefán og félagar hafi síðan farið. Sívar sagði að sonur sinn hefði ekki verið viðstaddur, hann hafi rétt litið inn í um hálftíma. Sívar sagðist hafa gert sér grein fyrir því að til stæði að misþyrma fórnarlambinu. Eitt vitni, stúlka, sem kom fyrir dómara í dag var viðstödd þegar Stefán Logi réðst á eitt fórnarlambanna í íbúð í Grýtubakka. Ástæðan fyrir barsmíðunum hafi verið frásögn fórnarlambsins af sambandi Stokkseyrarfórnarlambsins við fyrrverandi kærustu Stefáns Sívarsson. Vitnið sagðist ekki kannast við margt sem fram kom í skýrslutöku hjá lögreglunni og að hún hefði verið beitt miklum þrýstingi. Stúlkan er einnig vitni í ákæru gegn Stefáni vegna innbrots á heimili foreldra barnsmóður Stefáns. Hún sagði að faðir barnsmóður hans hafi komið út með hníf og ætlað að stinga hann. Hinrik Geir Helgason, einn hinna ákærðu, hafi þá stokkið út og tekið hann í burtu. Hún sagði fyrir skýrslutöku að Stefán hefði verið mjög reiður, hafi verið í slæmu ástandi og illa stemmdur andlega og líkamlega. Hún hafi síðar fengið taugaáfall. Þegar verjandi Stefáns Sívarssonar spurði stúlkuna út í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa sagt rétt frá hjá lögreglu þar sem hún hafi verið beitt þrýstingi. Stokkseyrarmálið Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Húsráðandi í húsinu sem Stokkseyrarmálið er kennt við kom fyrir dóm í dag. Hann sagði að einn hinna ákærðu, Davíð Freyr, hefði hringt og spurt hvor hann mætti koma í heimsókn. Hann hafi síðan mætt með tveimur mönnum, þar á meðal fórnarlambinu. Húsráðandi sagðist hafi upplifað sem fórnarlambið hafi lent í slagsmálum en vildi ekki skipta sér af málinu. Þeir hafi fyrst farið með fórnarlambið inn í herbergi og síðan niður í kjallara þar sem þeir hafi bundið hann við burðarbita. Davíð Freyr og félagi hans hafi síðan farið á brott. Þegar hann hafi leyst fórnarlambið hafi það verið sveipað plastpoka einum fata. Hann segist ekki hafa orðið var við að fórnarlambið hafi verið beitt ofbeldi. Við vitnisburð sagðist húsráðandi ekki hafa kannast við félaga Davíðs Freys, hann hafi seinna heyrt að þar hafi verið Stefán Blackburn. Húsráðandi fór síðan í göngutúr en hringdi síðan í Davíð Frey sem sagði honum að sleppa piltinum. Húsráðandi hafi komið honum í sturtu og týnt til klink fyrir hann.Sívar Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, bar vitni í gegnum síma í dag. Hann sagðist ekki muna mikið frá þeim dögum þegar árásin átti sér stað. Hann sagðist hafa verið í húsinu við Trönuhraun þegar Stefán Blackburn og félagar hafi komið með Stokkseyrarfórnarlambið. Sívar sagði að þá þegar hafi verið búið að sprengja vörina á fórnarlambinu og því hafi hann drifið drenginn í sturtu. „Það var agalegt að sjá greyið. Þá voru Stefán Blackburn og þessi vinur hans búnir að lemja hann,“ sagði Sívar. Stefán og félagar hafi síðan farið. Sívar sagði að sonur sinn hefði ekki verið viðstaddur, hann hafi rétt litið inn í um hálftíma. Sívar sagðist hafa gert sér grein fyrir því að til stæði að misþyrma fórnarlambinu. Eitt vitni, stúlka, sem kom fyrir dómara í dag var viðstödd þegar Stefán Logi réðst á eitt fórnarlambanna í íbúð í Grýtubakka. Ástæðan fyrir barsmíðunum hafi verið frásögn fórnarlambsins af sambandi Stokkseyrarfórnarlambsins við fyrrverandi kærustu Stefáns Sívarsson. Vitnið sagðist ekki kannast við margt sem fram kom í skýrslutöku hjá lögreglunni og að hún hefði verið beitt miklum þrýstingi. Stúlkan er einnig vitni í ákæru gegn Stefáni vegna innbrots á heimili foreldra barnsmóður Stefáns. Hún sagði að faðir barnsmóður hans hafi komið út með hníf og ætlað að stinga hann. Hinrik Geir Helgason, einn hinna ákærðu, hafi þá stokkið út og tekið hann í burtu. Hún sagði fyrir skýrslutöku að Stefán hefði verið mjög reiður, hafi verið í slæmu ástandi og illa stemmdur andlega og líkamlega. Hún hafi síðar fengið taugaáfall. Þegar verjandi Stefáns Sívarssonar spurði stúlkuna út í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa sagt rétt frá hjá lögreglu þar sem hún hafi verið beitt þrýstingi.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira