Umfjöllun: Ísland - Rússland 35-34 | Aron með sigurmarkið í lokin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2014 15:33 Úr leiknum í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Aron Pálmarsson tryggði Íslandi flottan sigur á Rússum í kvöld með mögnuðu marki undir lokin. Þetta var fyrsti leikur Íslands á æfingamóti fyrir EM sem hefst eftir rúma viku. Fyrri hálfleikur var nokkuð skrautlegur. Íslenska liðið byrjaði leikinn með látum og var komið með fjögurra marka forskot, 6-2, eftir aðeins sex mínútur. Sóknarleikurinn að rúlla mjög vel en talsvert basl á varnarleiknum. Varnarleikur Rússa líka lítið til að hrópa húrra fyrir og bæði lið nánast skoruðu að vild lengi vel. Ísland náði mest fimm marka forskot í hálfleiknum, 10-5, en Rússar jöfnuðu, 14-14, og komust svo yfir, 15-16. Strákarnir okkar komu samt til baka og leiddu með einu marki í leikhléi, 19-18. Ísland var skrefi á undan nær allan síðari hálfleik en missti tökin á lokamínútunum. Strákarnir sýndu karakter með því að koma til baka og þeir kláruðu leikinn manni færri. Björgvin Páll varði 15 sekúndum fyrir leikslok og Aron skoraði svo markið glæsilega sem tryggði íslenska liðinu sigur í leiknum. Frammistaða íslenska liðsins var betri en margan grunaði enda ansi stór skörð höggvin í íslenska liðið. Nú síðast meiddist Snorri Steinn og hann gat því ekki spilað í kvöld. Það lögðu ansi margir hönd á plóg í sókninni sem var jákvætt. Aron fremstur í flokki og Þórir Ólafsson einnig magnaður. Skoraði flott mörk og gaf einnig góðar stoðsendingar. Hægri vængurinn lengstum mjög sterkur og skilaði átta mörkum í fyrri hálfleik. Strákarnir klúðruðu þrem vítum í leiknum sem var dýrt. Varnarleikurinn þarfnast talsverðrar vinnu og þar sem hann var slakur var markvarslan ekki heldur upp á marga fiska. Björgvin steig þó upp á elleftu stundu. Fínasta byrjun hjá liðinu í erfiðum undirbúningi þar sem mörgum spurningum er ósvarað. Það var aftur á móti jákvætt að sjá þá sem fá ábyrgðina að þeir mættu ákveðnir til leiks og með sjálfstraustið í lagi. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Aron Pálmarsson tryggði Íslandi flottan sigur á Rússum í kvöld með mögnuðu marki undir lokin. Þetta var fyrsti leikur Íslands á æfingamóti fyrir EM sem hefst eftir rúma viku. Fyrri hálfleikur var nokkuð skrautlegur. Íslenska liðið byrjaði leikinn með látum og var komið með fjögurra marka forskot, 6-2, eftir aðeins sex mínútur. Sóknarleikurinn að rúlla mjög vel en talsvert basl á varnarleiknum. Varnarleikur Rússa líka lítið til að hrópa húrra fyrir og bæði lið nánast skoruðu að vild lengi vel. Ísland náði mest fimm marka forskot í hálfleiknum, 10-5, en Rússar jöfnuðu, 14-14, og komust svo yfir, 15-16. Strákarnir okkar komu samt til baka og leiddu með einu marki í leikhléi, 19-18. Ísland var skrefi á undan nær allan síðari hálfleik en missti tökin á lokamínútunum. Strákarnir sýndu karakter með því að koma til baka og þeir kláruðu leikinn manni færri. Björgvin Páll varði 15 sekúndum fyrir leikslok og Aron skoraði svo markið glæsilega sem tryggði íslenska liðinu sigur í leiknum. Frammistaða íslenska liðsins var betri en margan grunaði enda ansi stór skörð höggvin í íslenska liðið. Nú síðast meiddist Snorri Steinn og hann gat því ekki spilað í kvöld. Það lögðu ansi margir hönd á plóg í sókninni sem var jákvætt. Aron fremstur í flokki og Þórir Ólafsson einnig magnaður. Skoraði flott mörk og gaf einnig góðar stoðsendingar. Hægri vængurinn lengstum mjög sterkur og skilaði átta mörkum í fyrri hálfleik. Strákarnir klúðruðu þrem vítum í leiknum sem var dýrt. Varnarleikurinn þarfnast talsverðrar vinnu og þar sem hann var slakur var markvarslan ekki heldur upp á marga fiska. Björgvin steig þó upp á elleftu stundu. Fínasta byrjun hjá liðinu í erfiðum undirbúningi þar sem mörgum spurningum er ósvarað. Það var aftur á móti jákvætt að sjá þá sem fá ábyrgðina að þeir mættu ákveðnir til leiks og með sjálfstraustið í lagi.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira