Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig 5. desember 2013 09:30 Heimagert rauðkál er órjúfanlegur hluti af jólamatnum á mörgum heimilum og jaðrar við helgispjöll að dengja niðursoðnu káli úr dós á borðið. Skerið kálið niður í mjóar ræmur. Ástæða þess að dósakál er yfirleitt á borðum er gjarnan sú að fólki vex matreiðslan í augum. Hún er þó hægur vandi og fyllir húsið þar að auki af jólalegum ilmi. Þeir sem prófa heimagert rauðkál með jólasteikinni einu sinni snúa ekki aftur í dósina. Í matarbiblíunni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur er að finna einfalda uppskrift að jólarauðkáli. Rauðkál nr. I 1 kg rauðkál 50 g smjörlíki 2 msk. sykur 1 tsk. salt 1/2 dl edik 1/2 dl vatn Saft (Helga tekur ekki fram hvers konar saft en við stingum upp á rifsberjasaft) Óhreinu blöðin eru tekin utan af rauðkálshöfðinu og það skorið í mjög litlar ræmur. Sykri og salti blandað saman við rauðkálið. Smjörlíkið brúnað í potti þar til kálið fer að rýrna og sykurinn er brúnaður. Þá er ediki og vatni hellt á og soðið við hægan hita í 2 klst. Þá er sykur, saft og edik sett í eftir geðþótta. Borðað með svínasteik og öðrum kjötréttum. Uppskriftina er að finna á bls. 179 í sjöttu útgáfu af bókinni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur. Jólamatur Mest lesið Jóladagatal Vísis: Lára Ómars í „makeover“ hjá Kalla Berndsen og Ásdísi Rán Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Skyrgámur kom til byggða í nótt Jól Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið Jól
Heimagert rauðkál er órjúfanlegur hluti af jólamatnum á mörgum heimilum og jaðrar við helgispjöll að dengja niðursoðnu káli úr dós á borðið. Skerið kálið niður í mjóar ræmur. Ástæða þess að dósakál er yfirleitt á borðum er gjarnan sú að fólki vex matreiðslan í augum. Hún er þó hægur vandi og fyllir húsið þar að auki af jólalegum ilmi. Þeir sem prófa heimagert rauðkál með jólasteikinni einu sinni snúa ekki aftur í dósina. Í matarbiblíunni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur er að finna einfalda uppskrift að jólarauðkáli. Rauðkál nr. I 1 kg rauðkál 50 g smjörlíki 2 msk. sykur 1 tsk. salt 1/2 dl edik 1/2 dl vatn Saft (Helga tekur ekki fram hvers konar saft en við stingum upp á rifsberjasaft) Óhreinu blöðin eru tekin utan af rauðkálshöfðinu og það skorið í mjög litlar ræmur. Sykri og salti blandað saman við rauðkálið. Smjörlíkið brúnað í potti þar til kálið fer að rýrna og sykurinn er brúnaður. Þá er ediki og vatni hellt á og soðið við hægan hita í 2 klst. Þá er sykur, saft og edik sett í eftir geðþótta. Borðað með svínasteik og öðrum kjötréttum. Uppskriftina er að finna á bls. 179 í sjöttu útgáfu af bókinni Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur.
Jólamatur Mest lesið Jóladagatal Vísis: Lára Ómars í „makeover“ hjá Kalla Berndsen og Ásdísi Rán Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Skyrgámur kom til byggða í nótt Jól Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið Jól