Ungt fólk er auðlind Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. nóvember 2013 07:00 Heimurinn er stærri en Ísland. Í því felast tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ungir Íslendingar geta nú sótt sér menntun, þekkingu og reynslu um allan heim. Þessu eigum við að fagna. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag hér á landi sem fólk vill gera að heimili sínu og auðga með reynslu sinni, þekkingu og menntun. Í umræðum um stórfelldan niðurskurð á stuðningi við rannsóknir og nýsköpun, fjársvelti heilbrigðiskerfisins og niðurskurð í menntakerfinu hefur komið fram að veruleg hætta sé á atgervisskorti í íslensku samfélagi. Hugmyndir sem heyrast frá stjórnarheimilinu um að refsa þeim sem sækja sér menntun og starfsreynslu til annarra landa eða um að trú á olíufundi verði það sem laðar hingað ungt fólk bendir ekki til mikils skilnings á vandamálinu eða metnaðar til að byggja hér skapandi þekkingarsamfélag – sem skiptir þó mestu fyrir lífskjör hér á landi til framtíðar. Líklega var óumflýjanlegt að ungt fólk leitaði út fyrir landsteinana fyrst eftir hrun. Sú þróun snerist hins vegar við enda ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar meðvituð um að hún væri óviðunandi til lengri tíma. Þess vegna var ráðist í fjárfestingaáætlun til að fjölga atvinnutækifærum og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft, lögum um fæðingarorlof var breytt og stefnan sett á lengingu orlofsins og sett fram frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þannig mætti lengi telja. Öll þessi mál miðuðu að því að bæta stöðu ungs fólks og fjölga tækifærum. Því miður virðist ný ríkisstjórn ætla að falla frá eða afturkalla þessi mál. Ég hvet stjórnvöld til að efna til samráðs með öðrum stjórnmálaflokkum og fulltrúum ungs fólks til að ræða málefni ungs fólks og hvað það setur á oddinn þannig að íslenskt samfélag verði áfram gott og eftirsóknarvert. Við eigum að kappkosta að byggja hér öflugt samfélag, þekkingarsamfélag, jafnaðarsamfélag og skapandi samfélag og snúa þannig vörn í sókn. Þar eigum við í samkeppni við umheiminn en ekki hvert annað og því verðum við að ná saman um markmið sem skila árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Heimurinn er stærri en Ísland. Í því felast tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ungir Íslendingar geta nú sótt sér menntun, þekkingu og reynslu um allan heim. Þessu eigum við að fagna. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag hér á landi sem fólk vill gera að heimili sínu og auðga með reynslu sinni, þekkingu og menntun. Í umræðum um stórfelldan niðurskurð á stuðningi við rannsóknir og nýsköpun, fjársvelti heilbrigðiskerfisins og niðurskurð í menntakerfinu hefur komið fram að veruleg hætta sé á atgervisskorti í íslensku samfélagi. Hugmyndir sem heyrast frá stjórnarheimilinu um að refsa þeim sem sækja sér menntun og starfsreynslu til annarra landa eða um að trú á olíufundi verði það sem laðar hingað ungt fólk bendir ekki til mikils skilnings á vandamálinu eða metnaðar til að byggja hér skapandi þekkingarsamfélag – sem skiptir þó mestu fyrir lífskjör hér á landi til framtíðar. Líklega var óumflýjanlegt að ungt fólk leitaði út fyrir landsteinana fyrst eftir hrun. Sú þróun snerist hins vegar við enda ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar meðvituð um að hún væri óviðunandi til lengri tíma. Þess vegna var ráðist í fjárfestingaáætlun til að fjölga atvinnutækifærum og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft, lögum um fæðingarorlof var breytt og stefnan sett á lengingu orlofsins og sett fram frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þannig mætti lengi telja. Öll þessi mál miðuðu að því að bæta stöðu ungs fólks og fjölga tækifærum. Því miður virðist ný ríkisstjórn ætla að falla frá eða afturkalla þessi mál. Ég hvet stjórnvöld til að efna til samráðs með öðrum stjórnmálaflokkum og fulltrúum ungs fólks til að ræða málefni ungs fólks og hvað það setur á oddinn þannig að íslenskt samfélag verði áfram gott og eftirsóknarvert. Við eigum að kappkosta að byggja hér öflugt samfélag, þekkingarsamfélag, jafnaðarsamfélag og skapandi samfélag og snúa þannig vörn í sókn. Þar eigum við í samkeppni við umheiminn en ekki hvert annað og því verðum við að ná saman um markmið sem skila árangri.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar