Verður fjórða ævintýrið íslenskt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 00:01 Slóvenar fagnar eftir að þeir slógu Rússa út og komust á HM 2010. Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lægst setta landsliðið á styrkleikalista FIFA af þeim átta sem taka þátt í umspilinu fyrir HM í Brasilíu 2014. Fréttablaðið kannaði gengi þjóða í sömu sporum og það íslenska í umspili HM og EM frá árinu 1997. Sagan geymir þrjú eftirminnileg ævintýri minnsta liðsins í umspili fyrir stórmót. Íslensku strákarnir munu reyna að leika eftir afrek Slóveníu og Lettlands sem eru einu þjóðirnar sem hafa upplifað svona ævintýri. Fyrri leikurinn við Króata er á Laugardalsvelli eftir fjóra daga. Slóvenar hafa afrekað það tvisvar sinnum að fara inn á stórmót eftir að hafa komið inn í umspilið sem lægst setta liðið á FIFA-listanum. Slóvenía náði því bæði fyrir EM 2000 og HM 2010. Slóvenar voru í sömu stöðu og íslenska landsliðið fyrir fjórtán árum þegar þeir slógu út Úkraínu. Slóvenía var þá lægst setta þjóðin í umspili EM 2000 og hafði aldrei áður komist á stórmót. Úkraínska landsliðið hafði haft betur í baráttu við Ísland og Rússland í sínum riðli en datt óvænt út fyrir slóvenska liðinu. Slóvenar lentu undir í fyrri leiknum en tryggðu sér 2-1 heimasigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þeir komust síðan áfram á EM 2000 með því að jafna metin í 1-1, tólf mínútum fyrir lok seinni leiksins. Slóvenar fóru líka í gegnum umspilið fyrir HM 2002 en þá voru þeir ekki lægsta umspilsliðið á styrkleikalistanum. Það voru þeir aftur á móti þegar þeir skildu Rússa eftir heima fyrir HM 2010. Rússar komust í 2-0 í fyrri leiknum á heimavelli sínum en Nejc Pecnik minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok og Zlatko Dedic skoraði eina markið í seinni leiknum sem skilaði Slóvenum áfram á HM í Japan og Suður-Kóreu á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Ævintýri Letta frá 2003 er síðan eitt það magnaðasta í sögu undankeppninnar. Lettar komu þá inn í umspilið í 69. sæti á styrkleikalista FIFA eða 61 sæti neðar en mótherjar þeirra frá Tyrklandi. Maris Verpakovskis tryggði Lettum 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli og þeir komust síðan áfram eftir 2-2 jafntefli í útleiknum. Tyrkir, bronsliðið frá HM ári fyrr, komust í 2-0 en Lettar jöfnuðu og tryggði sig inn á EM í Portúgal 2004. Árangur „minnsta“ liðsins í umspili fyrir síðustu stórmót hefur aftur á móti ýmist verið í ökkla eða eyra og í hin fjögur skiptin hefur útkoman ekki verið falleg. Eistland (EM 2012, 1-5 á móti Írlandi), Slóvakía (HM 2006, 2-6 á móti Spáni), Austurríki (HM 2002, 0-6 á móti Tyrklandi) og Ungverjaland (HM 1998, 1-12 á móti Júgóslavíu) áttu þannig aldrei möguleika í sínum umspilsleikjum. Það eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem hafa setið eftir á móti minni spámönnum og vonandi bætist íslenskt ævintýri við þau slóvensku og lettnesku. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir umspil í síðustu sjö skipti fyrir HM og EM eða frá því að þessi háttur var tekinn upp í undankeppni HM í Frakklandi 1998.Lettar fagna eftir að hafa komist á EM 2004 eftir sigur á Tyrkjum.Síðustu umspil fyrir stórmót og sæti þjóða á FIFA-listanumUmspil fyrir HM 2014 Portúgal (14. sæti) - mætir Svíþjóð Grikkland (15. sæti) - mætir Rúmeníu Króatía (18. sæti) - mætir Íslandi Úkraína (20. sæti) - mætir Frakklandi Frakkland (21. sæti) - mætir Úkraínu Svíþjóð (25. sæti) - mætir Portúgal Rúmenía (29. sæti) - mætir Grikklandi Ísland (46. sæti) - mætir KróatíuUmspil fyrir EM 2012 Króatía (7. sæti) - Komst á EM Portúgal (11. sæti) - Komst á EM Írland (13. sæti) - Komst á EM Tékkland (15. sæti) - Komst á EM Tyrkland (18. sæti) - Úr leik Bosnía (19. sæti) - Úr leik Svartfjallaland (35. sæti) - Úr leik Eistland (37. sæti) - Úr leik Tyrkland-Króatía 0-3 Eistland-Írland 1-5 Tékkland-Svartfjallaland 3-0 Bosnía-Portúgal 2-6Umspil fyrir HM 2010 Frakkland (9. sæti) - Komst á HM Portúgal (10. sæti) - Komst á HM Rússland (12. sæti) - Úr leik Grikkland (16. sæti) - Komst á HM Úkraína (22. sæti) - Úr leik Írland (34. sæti) - Úr leik Bosnía (42. sæti) - Úr leikSlóvenía (49. sæti) - Komst á HM Írland-Frakland 1-2 Portúgal-Bosnía 2-0 Grikkland-Úkraína 1-0 Rússland-Slóvenía 2-2 (Slóvenía, mörk á útivelli)Umspil fyrir HM 2006 Tékkland (4. sæti) - Komst á EM Spánn (8. sæti) - Komst á EM Tyrkland (12. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Sviss (38. sæti) - Komst á EM Slóvakía (45. sæti) - Úr leik Spánn-Slóvakía 6-2 Sviss-Tyrkland 4-4 (Sviss, mörk á útivelli) Noregur-Tékkland 0-2Umspil fyrir EM 2004 Spánn (3. sæti) - Komst á EM Holland (5. sæti) - Komst á EM Tyrkland (8. sæti) - Úr leik Króatía (20. sæti) - Komst á EM Rússland (28. sæti) - Komst á EM Slóvenía (29. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Skotland (58. sæti) - Úr leik Wales (59. sæti) - Úr leikLettland (69. sæti) - Komst á EM Lettland-Tyrkland 3-2 Skotland-Holland 1-6 Króatía-Slóvenía 2-1 Rússland-Wales 1-0 Spánn-Noregur 5-1Umspil fyrir HM 2002 - Úr leik Þýskaland (12. sæti) - Komst á HM Tékkland (14. sæti) - Úr leik Rúmenía (15. sæti) - Úr leik Belgía (26. sæti) - Komst á HM Slóvenía (31. sæti) - Komst á HM Úkraína (33. sæti) - Úr leik Tyrkland (34. sæti) - Komst á HM Austurríki (50. sæti) - Úr leik Belgia-Tékkland 2-0 Úkraína-Þýskaland 2-5 Austurríki-Tyrkland 0-6 Slóvenía-Rúmenía 3-2Umspil fyrir EM 2000 England (12. sæti) - Komst á EM Danmörk (17. sæti) - Komst á EM Skotland (20. sæti) - Úr leik Úkraína (24. sæti) - Úr leik Ísrael (27. sæti) - Úr leik Írland (35. sæti) - Úr leik Tyrkland (37. sæti) - Komst á EMSlóvenía (53. sæti) - Komst á EM Skotland-England 1-2 Ísrael-Danmörk 0-8 Slóvenía-Úkraína 3-2 Írland-Tyrkland 1-1úUmspil fyrir HM 1998 Ítalía (12. sæti) - Komst á HM Rússland (16. sæti) - Úr leik Króatía (33. sæti) - Komst á HM Júgóslavía (37. sæti) - Komst á HM Írland (42. sæti) - Úr leik Belgía (48. sæti) - Komst á HM Úkraína (52. sæti) - Úr leik Ungverjaland (71. sæti) - Úr leik Ítalía-Rússland 2-1 Króatía-Úkraína 3-1 Belgía-Írland 3-2 Júgóslavía-Ungverjaland 12-1 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lægst setta landsliðið á styrkleikalista FIFA af þeim átta sem taka þátt í umspilinu fyrir HM í Brasilíu 2014. Fréttablaðið kannaði gengi þjóða í sömu sporum og það íslenska í umspili HM og EM frá árinu 1997. Sagan geymir þrjú eftirminnileg ævintýri minnsta liðsins í umspili fyrir stórmót. Íslensku strákarnir munu reyna að leika eftir afrek Slóveníu og Lettlands sem eru einu þjóðirnar sem hafa upplifað svona ævintýri. Fyrri leikurinn við Króata er á Laugardalsvelli eftir fjóra daga. Slóvenar hafa afrekað það tvisvar sinnum að fara inn á stórmót eftir að hafa komið inn í umspilið sem lægst setta liðið á FIFA-listanum. Slóvenía náði því bæði fyrir EM 2000 og HM 2010. Slóvenar voru í sömu stöðu og íslenska landsliðið fyrir fjórtán árum þegar þeir slógu út Úkraínu. Slóvenía var þá lægst setta þjóðin í umspili EM 2000 og hafði aldrei áður komist á stórmót. Úkraínska landsliðið hafði haft betur í baráttu við Ísland og Rússland í sínum riðli en datt óvænt út fyrir slóvenska liðinu. Slóvenar lentu undir í fyrri leiknum en tryggðu sér 2-1 heimasigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þeir komust síðan áfram á EM 2000 með því að jafna metin í 1-1, tólf mínútum fyrir lok seinni leiksins. Slóvenar fóru líka í gegnum umspilið fyrir HM 2002 en þá voru þeir ekki lægsta umspilsliðið á styrkleikalistanum. Það voru þeir aftur á móti þegar þeir skildu Rússa eftir heima fyrir HM 2010. Rússar komust í 2-0 í fyrri leiknum á heimavelli sínum en Nejc Pecnik minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok og Zlatko Dedic skoraði eina markið í seinni leiknum sem skilaði Slóvenum áfram á HM í Japan og Suður-Kóreu á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Ævintýri Letta frá 2003 er síðan eitt það magnaðasta í sögu undankeppninnar. Lettar komu þá inn í umspilið í 69. sæti á styrkleikalista FIFA eða 61 sæti neðar en mótherjar þeirra frá Tyrklandi. Maris Verpakovskis tryggði Lettum 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli og þeir komust síðan áfram eftir 2-2 jafntefli í útleiknum. Tyrkir, bronsliðið frá HM ári fyrr, komust í 2-0 en Lettar jöfnuðu og tryggði sig inn á EM í Portúgal 2004. Árangur „minnsta“ liðsins í umspili fyrir síðustu stórmót hefur aftur á móti ýmist verið í ökkla eða eyra og í hin fjögur skiptin hefur útkoman ekki verið falleg. Eistland (EM 2012, 1-5 á móti Írlandi), Slóvakía (HM 2006, 2-6 á móti Spáni), Austurríki (HM 2002, 0-6 á móti Tyrklandi) og Ungverjaland (HM 1998, 1-12 á móti Júgóslavíu) áttu þannig aldrei möguleika í sínum umspilsleikjum. Það eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem hafa setið eftir á móti minni spámönnum og vonandi bætist íslenskt ævintýri við þau slóvensku og lettnesku. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir umspil í síðustu sjö skipti fyrir HM og EM eða frá því að þessi háttur var tekinn upp í undankeppni HM í Frakklandi 1998.Lettar fagna eftir að hafa komist á EM 2004 eftir sigur á Tyrkjum.Síðustu umspil fyrir stórmót og sæti þjóða á FIFA-listanumUmspil fyrir HM 2014 Portúgal (14. sæti) - mætir Svíþjóð Grikkland (15. sæti) - mætir Rúmeníu Króatía (18. sæti) - mætir Íslandi Úkraína (20. sæti) - mætir Frakklandi Frakkland (21. sæti) - mætir Úkraínu Svíþjóð (25. sæti) - mætir Portúgal Rúmenía (29. sæti) - mætir Grikklandi Ísland (46. sæti) - mætir KróatíuUmspil fyrir EM 2012 Króatía (7. sæti) - Komst á EM Portúgal (11. sæti) - Komst á EM Írland (13. sæti) - Komst á EM Tékkland (15. sæti) - Komst á EM Tyrkland (18. sæti) - Úr leik Bosnía (19. sæti) - Úr leik Svartfjallaland (35. sæti) - Úr leik Eistland (37. sæti) - Úr leik Tyrkland-Króatía 0-3 Eistland-Írland 1-5 Tékkland-Svartfjallaland 3-0 Bosnía-Portúgal 2-6Umspil fyrir HM 2010 Frakkland (9. sæti) - Komst á HM Portúgal (10. sæti) - Komst á HM Rússland (12. sæti) - Úr leik Grikkland (16. sæti) - Komst á HM Úkraína (22. sæti) - Úr leik Írland (34. sæti) - Úr leik Bosnía (42. sæti) - Úr leikSlóvenía (49. sæti) - Komst á HM Írland-Frakland 1-2 Portúgal-Bosnía 2-0 Grikkland-Úkraína 1-0 Rússland-Slóvenía 2-2 (Slóvenía, mörk á útivelli)Umspil fyrir HM 2006 Tékkland (4. sæti) - Komst á EM Spánn (8. sæti) - Komst á EM Tyrkland (12. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Sviss (38. sæti) - Komst á EM Slóvakía (45. sæti) - Úr leik Spánn-Slóvakía 6-2 Sviss-Tyrkland 4-4 (Sviss, mörk á útivelli) Noregur-Tékkland 0-2Umspil fyrir EM 2004 Spánn (3. sæti) - Komst á EM Holland (5. sæti) - Komst á EM Tyrkland (8. sæti) - Úr leik Króatía (20. sæti) - Komst á EM Rússland (28. sæti) - Komst á EM Slóvenía (29. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Skotland (58. sæti) - Úr leik Wales (59. sæti) - Úr leikLettland (69. sæti) - Komst á EM Lettland-Tyrkland 3-2 Skotland-Holland 1-6 Króatía-Slóvenía 2-1 Rússland-Wales 1-0 Spánn-Noregur 5-1Umspil fyrir HM 2002 - Úr leik Þýskaland (12. sæti) - Komst á HM Tékkland (14. sæti) - Úr leik Rúmenía (15. sæti) - Úr leik Belgía (26. sæti) - Komst á HM Slóvenía (31. sæti) - Komst á HM Úkraína (33. sæti) - Úr leik Tyrkland (34. sæti) - Komst á HM Austurríki (50. sæti) - Úr leik Belgia-Tékkland 2-0 Úkraína-Þýskaland 2-5 Austurríki-Tyrkland 0-6 Slóvenía-Rúmenía 3-2Umspil fyrir EM 2000 England (12. sæti) - Komst á EM Danmörk (17. sæti) - Komst á EM Skotland (20. sæti) - Úr leik Úkraína (24. sæti) - Úr leik Ísrael (27. sæti) - Úr leik Írland (35. sæti) - Úr leik Tyrkland (37. sæti) - Komst á EMSlóvenía (53. sæti) - Komst á EM Skotland-England 1-2 Ísrael-Danmörk 0-8 Slóvenía-Úkraína 3-2 Írland-Tyrkland 1-1úUmspil fyrir HM 1998 Ítalía (12. sæti) - Komst á HM Rússland (16. sæti) - Úr leik Króatía (33. sæti) - Komst á HM Júgóslavía (37. sæti) - Komst á HM Írland (42. sæti) - Úr leik Belgía (48. sæti) - Komst á HM Úkraína (52. sæti) - Úr leik Ungverjaland (71. sæti) - Úr leik Ítalía-Rússland 2-1 Króatía-Úkraína 3-1 Belgía-Írland 3-2 Júgóslavía-Ungverjaland 12-1
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira