Baráttudagur gegn einelti og kynferðisofbeldi Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Allir dagar eiga að vera baráttudagar gegn einelti og kynferðisofbeldi. Morgundagurinn, 8. nóvember, er þó sérstakur að því leyti að hann hefur verið helgaður þessari baráttu, fyrir alla aldurshópa. Við, sem undirritum þetta greinarkorn, sendum frá okkur svipaða sameiginlega herhvöt fyrir réttu ári, á þessum sama degi. Þá var annað okkar aktívisti og hitt innanríkisráðherra. Enn er annað okkar aktívisti og hitt er alþingismaður. Viðfangsefnið hefur ekki breyst: Að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að hringja bjöllum eða þeyta flautur, um allt land, helst um allan heim, á slaginu 13:00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þetta er hugsað sem táknrænn stuðningur við baráttuna gegn einelti og gegn þögninni sem hefur lengi umleikið einelti. Þá þögn verður að rjúfa. Undir einelti flokkast ofsóknir, þrálát áreitni, stríðni og ofbeldi. Í einelti felst að niðurlægja, móðga, særa, mismuna og ógna manneskju ítrekað. Kynferðisofbeldi fellur hér undir, en einnig andlegt og líkamlegt ofbeldi. Fátækt í ríku samfélagi er gróf mismunun, viðvarandi ástand eineltis því fátækt niðurlægir, særir, mismunar og ógnar manneskju ítrekað. Einelti fær aðeins þrifist að samfélagið leyfi það, að hinir þöglu áhorfendur aðhafist ekki, horfi í aðra átt, oftast fremur vegna andvaraleysis en illvilja. Þess vegna getum við, hvert og eitt, lagt okkar lóð á vogarskálarnar í að útrýma einelti. Það gerum við með því að hafa góð áhrif á okkar eigin umhverfi, beita ekki valdi í samskiptum, bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og neita að taka þátt í þögninni. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt á morgun. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Baráttan gegn einelti og kynferðisofbeldi veltur á okkur öllum. Sendum áskorun með rafrænum hætti á ýmsum tungumálum um heim allan og hvetjum ábúendur jarðar til virkrar þátttöku um gjörvalla heimsbyggð. Sjá nánar: www.gegneinelti.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Allir dagar eiga að vera baráttudagar gegn einelti og kynferðisofbeldi. Morgundagurinn, 8. nóvember, er þó sérstakur að því leyti að hann hefur verið helgaður þessari baráttu, fyrir alla aldurshópa. Við, sem undirritum þetta greinarkorn, sendum frá okkur svipaða sameiginlega herhvöt fyrir réttu ári, á þessum sama degi. Þá var annað okkar aktívisti og hitt innanríkisráðherra. Enn er annað okkar aktívisti og hitt er alþingismaður. Viðfangsefnið hefur ekki breyst: Að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að hringja bjöllum eða þeyta flautur, um allt land, helst um allan heim, á slaginu 13:00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þetta er hugsað sem táknrænn stuðningur við baráttuna gegn einelti og gegn þögninni sem hefur lengi umleikið einelti. Þá þögn verður að rjúfa. Undir einelti flokkast ofsóknir, þrálát áreitni, stríðni og ofbeldi. Í einelti felst að niðurlægja, móðga, særa, mismuna og ógna manneskju ítrekað. Kynferðisofbeldi fellur hér undir, en einnig andlegt og líkamlegt ofbeldi. Fátækt í ríku samfélagi er gróf mismunun, viðvarandi ástand eineltis því fátækt niðurlægir, særir, mismunar og ógnar manneskju ítrekað. Einelti fær aðeins þrifist að samfélagið leyfi það, að hinir þöglu áhorfendur aðhafist ekki, horfi í aðra átt, oftast fremur vegna andvaraleysis en illvilja. Þess vegna getum við, hvert og eitt, lagt okkar lóð á vogarskálarnar í að útrýma einelti. Það gerum við með því að hafa góð áhrif á okkar eigin umhverfi, beita ekki valdi í samskiptum, bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og neita að taka þátt í þögninni. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt á morgun. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Baráttan gegn einelti og kynferðisofbeldi veltur á okkur öllum. Sendum áskorun með rafrænum hætti á ýmsum tungumálum um heim allan og hvetjum ábúendur jarðar til virkrar þátttöku um gjörvalla heimsbyggð. Sjá nánar: www.gegneinelti.is/
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar