Um hvað snýst Al Thani-málið? Ragnar Halldór Hall skrifar 31. október 2013 06:00 Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Viðbúið er að mikið fréttafár verði í kringum þessa málsmeðferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gefa þeim sem áhuga hafa á málinu stutt yfirlit yfir málavextina og efnisatriðin í málinu. Mér finnst verulega hafa skort á að þessum atriðum væru gerð fullnægjandi skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir margvíslegar fréttir af málinu gegnum tíðina. Upphaf málsins er að rekja til þess að eftir að Al Thani hafði kynnt sér rækilega starfsemi Kaupþings og áreiðanleikakönnun sem fjárfestingafélag í Katar hafði gert á bankanum hafði hann áhuga á að verða hluthafi í bankanum. Tókust samningar milli hans og bankans um það 22. september 2008 að Al Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur, sem átti á þessum tíma þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Al Thanis, og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins.Aldrei króna úr bankanum Þegar Kaupþing féll í október 2008 urðu hlutabréfin verðlaus. Af því leiddi að helmingur söluverðsins tapaðist, en hinn helmingurinn sem var tryggður með persónulegri ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur. Bréfin hefðu að sjálfsögðu einnig orðið verðlaus ef bankinn hefði ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfuhafar Kaupþings verið verr settir sem nemur fjárhæðinni sem Al Thani greiddi vegna sjálfsskuldarábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í þessum kaupum fór aldrei króna út úr bankanum. Vegna sölunnar komu inn peningar sem ella hefðu ekki komið kröfuhöfum Kaupþings til góða. Stjórnendur Kaupþings hér á landi og í Luxembourg eru ákærðir fyrir umboðssvik í þessum viðskiptum, og sá sem kom á beinu sambandi milli bankans og Al Thanis er ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Í umboðssvikum felst að maður sem hefur á hendi sérstakar trúnaðarskyldur brýtur gegn þeim skyldum í hagnaðarskyni og veldur vinnuveitandanum um leið verulegri fjártjónshættu. Rannsókn sérstaks saksóknara á þessu máli, sem er í grunninn tiltölulega einfalt mál um hlutabréfaviðskipti, varð ótrúlega umfangsmikil og tók langan tíma. Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um 7.000 – sjö þúsund – blaðsíður. Við upphaf rannsóknarinnar virtist sérstakur saksóknari telja að samningarnir við Al Thani hefðu verið einhvers konar málamyndagerningar eða sýndarviðskipti. Jafnvel voru efasemdir um að Al Thani væri yfirleitt til! Þegar það var komið á hreint komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði verið betur settur með að eiga áfram bréfin í Kaupþingi heldur en að selja þau með þeim hætti sem gert var! Sú skoðun vekur efasemdir um að allir sem stýra rannsóknum hjá sérstökum saksóknara séu sérstaklega vel til þess fallnir að stýra rannsóknum efnahagsbrota yfirleitt. Rétt er að taka það fram, að undirritaður var lengi vel skipaður verjandi eins sakborninganna í þessu máli en sagði sig frá verjandastarfinu fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Sjá meira
Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Viðbúið er að mikið fréttafár verði í kringum þessa málsmeðferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gefa þeim sem áhuga hafa á málinu stutt yfirlit yfir málavextina og efnisatriðin í málinu. Mér finnst verulega hafa skort á að þessum atriðum væru gerð fullnægjandi skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir margvíslegar fréttir af málinu gegnum tíðina. Upphaf málsins er að rekja til þess að eftir að Al Thani hafði kynnt sér rækilega starfsemi Kaupþings og áreiðanleikakönnun sem fjárfestingafélag í Katar hafði gert á bankanum hafði hann áhuga á að verða hluthafi í bankanum. Tókust samningar milli hans og bankans um það 22. september 2008 að Al Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur, sem átti á þessum tíma þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Al Thanis, og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins.Aldrei króna úr bankanum Þegar Kaupþing féll í október 2008 urðu hlutabréfin verðlaus. Af því leiddi að helmingur söluverðsins tapaðist, en hinn helmingurinn sem var tryggður með persónulegri ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur. Bréfin hefðu að sjálfsögðu einnig orðið verðlaus ef bankinn hefði ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfuhafar Kaupþings verið verr settir sem nemur fjárhæðinni sem Al Thani greiddi vegna sjálfsskuldarábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í þessum kaupum fór aldrei króna út úr bankanum. Vegna sölunnar komu inn peningar sem ella hefðu ekki komið kröfuhöfum Kaupþings til góða. Stjórnendur Kaupþings hér á landi og í Luxembourg eru ákærðir fyrir umboðssvik í þessum viðskiptum, og sá sem kom á beinu sambandi milli bankans og Al Thanis er ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Í umboðssvikum felst að maður sem hefur á hendi sérstakar trúnaðarskyldur brýtur gegn þeim skyldum í hagnaðarskyni og veldur vinnuveitandanum um leið verulegri fjártjónshættu. Rannsókn sérstaks saksóknara á þessu máli, sem er í grunninn tiltölulega einfalt mál um hlutabréfaviðskipti, varð ótrúlega umfangsmikil og tók langan tíma. Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um 7.000 – sjö þúsund – blaðsíður. Við upphaf rannsóknarinnar virtist sérstakur saksóknari telja að samningarnir við Al Thani hefðu verið einhvers konar málamyndagerningar eða sýndarviðskipti. Jafnvel voru efasemdir um að Al Thani væri yfirleitt til! Þegar það var komið á hreint komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði verið betur settur með að eiga áfram bréfin í Kaupþingi heldur en að selja þau með þeim hætti sem gert var! Sú skoðun vekur efasemdir um að allir sem stýra rannsóknum hjá sérstökum saksóknara séu sérstaklega vel til þess fallnir að stýra rannsóknum efnahagsbrota yfirleitt. Rétt er að taka það fram, að undirritaður var lengi vel skipaður verjandi eins sakborninganna í þessu máli en sagði sig frá verjandastarfinu fyrr á þessu ári.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun