Enginn vill hlaupabrautir í kringum knattspyrnuvelli í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2013 08:30 Maksimir-leikvangurinn í Zagreb. Mynd/NordicPhotos/Getty Karlalandslið Íslands sækir Króata heim á Maksimir-leikvanginn í Zagreb hinn 19. nóvember. Landslið mótherjanna spilar allajafna heimaleiki sína á Maksimir-leikvanginum í Zagreb. Það mun liðið gera þegar íslensku strákarnir mæta í heimsókn. Umhverfis völlinn er hlaupabraut en íslenskir stuðningsmenn hafa löngum kvartað yfir hlaupabrautinni á Laugardalsvelli. Fjarlægð áhorfenda frá vellinum er sögð minnka stemninguna og taka Króatar undir það sjónarmið.Aleksandar Holiga„Enginn kann að meta hlaupabrautir í kringum knattspyrnuvelli í dag,“ segir króatíski blaðamaðurinn Aleksandar Holiga. Hann segir hlaupabrautina þó ekki það vandamál sem sé efst í huga landa sinna. „Við köllum leikvanginn ýmist þann ljótasta í Evrópu eða skömm Maksimir,“ segir Holiga en Maksimir er nafn á hverfinu í Zagreb þar sem má meðal annars finna stóran almenningsgarð auk leikvangsins. Leikvangurinn fagnaði 100 ára afmæli á síðasta ári en miklum fjármunum hefur verið varið í endurbætur á honum. Holiga segir það þó ekki að sjá enda löngu ljóst að rífa þurfi leikvanginn. Það hafi staðið til í áratugi en ekki hafi fengist nægt fjármagn. Skiptar skoðanir eru á því hvort nýjan leikvang skuli byggja á rústum þess gamla, verði hann rifinn, eða hvort byggja eigi í úthverfinu.Litríkur Maksimir-leikvangurinn tekur rúmlega 38 þúsund manns í sæti.nordicphotos/Getty„Staðsetningin hefur tilfinningalegt gildi fyrir suma,“ segir Holiga um þá sem vilja halda leikvanginum á sama stað. Vandamálið sé hins vegar að umferðaræðar geri staðsetninguna alls ekki góða. * Þrátt fyrir allt segir Holiga að andrúmsloftið á Maksimir geti verið rafmagnað á sumum leikjum. Áhugi fólks á landsliðinu sé hins vegar ekki þess eðlis að reikna megi með slíku þegar strákarnir okkar mæti í heimsókn. „Manni líður samt alltaf kjánalega á leikvanginum enda virkar hver stúka eins og hún hafi verið byggð fyrir annan leikvang. Þá virkar hún líka galopin á öllum hliðum.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Karlalandslið Íslands sækir Króata heim á Maksimir-leikvanginn í Zagreb hinn 19. nóvember. Landslið mótherjanna spilar allajafna heimaleiki sína á Maksimir-leikvanginum í Zagreb. Það mun liðið gera þegar íslensku strákarnir mæta í heimsókn. Umhverfis völlinn er hlaupabraut en íslenskir stuðningsmenn hafa löngum kvartað yfir hlaupabrautinni á Laugardalsvelli. Fjarlægð áhorfenda frá vellinum er sögð minnka stemninguna og taka Króatar undir það sjónarmið.Aleksandar Holiga„Enginn kann að meta hlaupabrautir í kringum knattspyrnuvelli í dag,“ segir króatíski blaðamaðurinn Aleksandar Holiga. Hann segir hlaupabrautina þó ekki það vandamál sem sé efst í huga landa sinna. „Við köllum leikvanginn ýmist þann ljótasta í Evrópu eða skömm Maksimir,“ segir Holiga en Maksimir er nafn á hverfinu í Zagreb þar sem má meðal annars finna stóran almenningsgarð auk leikvangsins. Leikvangurinn fagnaði 100 ára afmæli á síðasta ári en miklum fjármunum hefur verið varið í endurbætur á honum. Holiga segir það þó ekki að sjá enda löngu ljóst að rífa þurfi leikvanginn. Það hafi staðið til í áratugi en ekki hafi fengist nægt fjármagn. Skiptar skoðanir eru á því hvort nýjan leikvang skuli byggja á rústum þess gamla, verði hann rifinn, eða hvort byggja eigi í úthverfinu.Litríkur Maksimir-leikvangurinn tekur rúmlega 38 þúsund manns í sæti.nordicphotos/Getty„Staðsetningin hefur tilfinningalegt gildi fyrir suma,“ segir Holiga um þá sem vilja halda leikvanginum á sama stað. Vandamálið sé hins vegar að umferðaræðar geri staðsetninguna alls ekki góða. * Þrátt fyrir allt segir Holiga að andrúmsloftið á Maksimir geti verið rafmagnað á sumum leikjum. Áhugi fólks á landsliðinu sé hins vegar ekki þess eðlis að reikna megi með slíku þegar strákarnir okkar mæti í heimsókn. „Manni líður samt alltaf kjánalega á leikvanginum enda virkar hver stúka eins og hún hafi verið byggð fyrir annan leikvang. Þá virkar hún líka galopin á öllum hliðum.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira