Þetta var risastór dagur fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2013 06:15 Íslenski varnarmúrinn var öflugur á móti Finnum í Vodafonehöllinni í gær. Mynd/Valli „Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurunum. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulandsleik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosalega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undankeppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum handknattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upphafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelpurnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leikhléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska markinu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sérstaklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknarleiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varnarleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fagmennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Sjá meira
„Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurunum. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulandsleik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosalega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undankeppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum handknattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upphafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelpurnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leikhléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska markinu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sérstaklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknarleiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varnarleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fagmennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Sjá meira