Nú væri hiti undir vellinum fljótur að borga sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2013 00:01 Englendingar hafa nýtt búnaðinn á þjóðarleikvangi sínum í Lundúnum þegar kalt hefur verið í veðri. Mynd/Sports & Stadia „Við veltum ýmsum hugmyndum fyrir okkur en vandamálið var alltaf það sama. Völlurinn er ekki upphitaður,“ segir Jóhann Gunnar Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Karlalandslið Íslands mætir Króötum í fyrri viðureign þjóðanna í umspili um laust sæti hér á landi föstudagskvöldið 15. nóvember. Töluverðar áhyggjur hafa verið vegna ástands vallarins um miðjan nóvember og sumir rifjað upp kvennalandsleik Íslands og Írlands í umspili um sæti á EM haustið 2008. Þá var réttilega hægt að líkja Laugardalsvelli við skautasvell, en leikurinn fór fram 30. október. Koma þarf í veg fyrir að frost komist í jörðu líkt og þá. Niðurstaðan er sú að KSÍ hefur ákveðið að nýta sér lausn sem breska fyrirtækið MacLeod býður upp á. Um er að ræða stóran og mikinn dúk en undir honum er stór pylsa. Í pylsuna er dælt heitu lofti sem heldur dúknum uppi. Myndband sem útskýrir lausnina má sjá neðst í fréttinni. „Það koma fjórir menn með búnaðinn, setja þetta upp og munu halda þessu gangandi þann tíma sem þarf,“ segir Jóhann. Eina mögulega vandamálið snýr að því hvernig dúknum verður haldið niðri. Þar hjálpi hlaupabrautin ekki til enda ekki hægt að festa í hana. Jóhann telur líklegast að notaðar verði vegstoðir til þess að halda dúknum niðri. „Þær geta verið allt að eitt og hálft tonn að þyngd,“ segir Jóhann.Mynd/Sport & StadiaTilbúnir með sprey á leikdegi Mennirnir mæta til landsins þann 7. nóvember og daginn eftir verður búnaðurinn settur upp. „Áður en þeir mæta munum við slá völlinn, mála hann og gera eins kláran og hægt er,“ segir Jóhann. Búnaðurinn á að halda hitastigi í grasinu í þremur til fjórum gráðum en þó er hætta á að frost komist í grasið þegar taka þarf dúkinn af. Það þarf að gera daginn fyrir leik þegar bæði landslið eiga rétt á æfingu á vellinum. Að æfingum loknum er þó hægt að setja búnaðinn aftur upp og starfsmenn geta hugað að skemmdum á vellinum. Augljóslega verður búnaðurinn tekinn niður á leikdegi en það þarf að gerast um þremur tímum fyrir leik. Því er sú á hætta á ferðinni að grasið geti frosið á nokkrum klukkustundum verði svo kalt þann daginn. Jóhann hefur hugsað fyrir því. „Þá erum við tilbúnir með efnablöndu sem seinkar því að völlurinn frjósi þótt hún komi ekki í veg fyrir það. Við gætum þá spreyjað völlinn bæði fyrir leik og í hálfleik.“ Búnaðurinn frá Englandi verður leigður en ljóst er að kostnaður Knattspyrnusambandsins er töluverður og hleypur á milljónum.Mynd/Sports & Stadia„Við skulum segja að þetta sé fokdýrt. Kostnaður hleypur á milljónum,“ segir Jóhann. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort kostnaðurinn væri innan við tug milljóna eða meiri. „Auðvitað er þetta dýr lausn. Við erum að leigja menn og flytja til landsins. Nú væri hiti undir vellinum fljótur að borga sig,“ segir Jóhann. Vaknar sú spurning hvers vegna ekki hafi verið farið í að koma fyrir hitakerfi undir Laugardalsvelli á undanförnum árum. „Stofnkostnaðurinn væri auðvitað tugir milljóna en kæmi að notum allan ársins hring,“ segir Jóhann. Afar dýrt sé þó að kynda vatnið sem þarf fyrir svo stóran flöt. Þar sem Jóhann þekkir til erlendis sé aðeins kynt í þá örfáu daga sem reiknað er með frosti. Ekki sé verið að hugsa um að örva vöxt grassins heldur einfaldlega að hafa leikfleti frostlausa og hættulausa. Untitled from Blayney Partnership on Vimeo. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
„Við veltum ýmsum hugmyndum fyrir okkur en vandamálið var alltaf það sama. Völlurinn er ekki upphitaður,“ segir Jóhann Gunnar Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Karlalandslið Íslands mætir Króötum í fyrri viðureign þjóðanna í umspili um laust sæti hér á landi föstudagskvöldið 15. nóvember. Töluverðar áhyggjur hafa verið vegna ástands vallarins um miðjan nóvember og sumir rifjað upp kvennalandsleik Íslands og Írlands í umspili um sæti á EM haustið 2008. Þá var réttilega hægt að líkja Laugardalsvelli við skautasvell, en leikurinn fór fram 30. október. Koma þarf í veg fyrir að frost komist í jörðu líkt og þá. Niðurstaðan er sú að KSÍ hefur ákveðið að nýta sér lausn sem breska fyrirtækið MacLeod býður upp á. Um er að ræða stóran og mikinn dúk en undir honum er stór pylsa. Í pylsuna er dælt heitu lofti sem heldur dúknum uppi. Myndband sem útskýrir lausnina má sjá neðst í fréttinni. „Það koma fjórir menn með búnaðinn, setja þetta upp og munu halda þessu gangandi þann tíma sem þarf,“ segir Jóhann. Eina mögulega vandamálið snýr að því hvernig dúknum verður haldið niðri. Þar hjálpi hlaupabrautin ekki til enda ekki hægt að festa í hana. Jóhann telur líklegast að notaðar verði vegstoðir til þess að halda dúknum niðri. „Þær geta verið allt að eitt og hálft tonn að þyngd,“ segir Jóhann.Mynd/Sport & StadiaTilbúnir með sprey á leikdegi Mennirnir mæta til landsins þann 7. nóvember og daginn eftir verður búnaðurinn settur upp. „Áður en þeir mæta munum við slá völlinn, mála hann og gera eins kláran og hægt er,“ segir Jóhann. Búnaðurinn á að halda hitastigi í grasinu í þremur til fjórum gráðum en þó er hætta á að frost komist í grasið þegar taka þarf dúkinn af. Það þarf að gera daginn fyrir leik þegar bæði landslið eiga rétt á æfingu á vellinum. Að æfingum loknum er þó hægt að setja búnaðinn aftur upp og starfsmenn geta hugað að skemmdum á vellinum. Augljóslega verður búnaðurinn tekinn niður á leikdegi en það þarf að gerast um þremur tímum fyrir leik. Því er sú á hætta á ferðinni að grasið geti frosið á nokkrum klukkustundum verði svo kalt þann daginn. Jóhann hefur hugsað fyrir því. „Þá erum við tilbúnir með efnablöndu sem seinkar því að völlurinn frjósi þótt hún komi ekki í veg fyrir það. Við gætum þá spreyjað völlinn bæði fyrir leik og í hálfleik.“ Búnaðurinn frá Englandi verður leigður en ljóst er að kostnaður Knattspyrnusambandsins er töluverður og hleypur á milljónum.Mynd/Sports & Stadia„Við skulum segja að þetta sé fokdýrt. Kostnaður hleypur á milljónum,“ segir Jóhann. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort kostnaðurinn væri innan við tug milljóna eða meiri. „Auðvitað er þetta dýr lausn. Við erum að leigja menn og flytja til landsins. Nú væri hiti undir vellinum fljótur að borga sig,“ segir Jóhann. Vaknar sú spurning hvers vegna ekki hafi verið farið í að koma fyrir hitakerfi undir Laugardalsvelli á undanförnum árum. „Stofnkostnaðurinn væri auðvitað tugir milljóna en kæmi að notum allan ársins hring,“ segir Jóhann. Afar dýrt sé þó að kynda vatnið sem þarf fyrir svo stóran flöt. Þar sem Jóhann þekkir til erlendis sé aðeins kynt í þá örfáu daga sem reiknað er með frosti. Ekki sé verið að hugsa um að örva vöxt grassins heldur einfaldlega að hafa leikfleti frostlausa og hættulausa. Untitled from Blayney Partnership on Vimeo.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira