Fyrirsjáanleg framtíð Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. október 2013 06:00 Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt. Kölluð „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“. Af því að þau geta selt framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt getum við látið það eftir okkur að kaupa lyf, bíla, heimilistæki, spjaldtölvur, bensín, olíur og þess háttar frá útlöndum.Næstbestir Í næstbesta flokknum eru fyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu, sem að vísu ekki fæst gjaldgeng mynt fyrir – bara íslenskar krónur – en bjóða vöru og þjónustu sem ella þyrfti að kaupa frá útlöndum fyrir gjaldgenga mynt. Slík fyrirtæki nefnast „gjaldeyrissparandi fyrirtæki“. Þarna má nefna fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, svínabúin, Holta-kjúkling, Bæjarins bestu og fleiri og fleiri. Þegar við Íslendingar erum svo í krísu því oss vantar meiri „gjaldeyri“ er hægt að bregðast við vandanum með úrræðum Guðna Ágústssonar: „Drekkum miklu meiri mjólk og étum miklu meira smjör því það sparar gjaldeyri.“Lakir og slakir Í neðsta flokknum eru svo atvinnufyrirtæki sem hvorki geta selt fyrir gjaldgenga mynt né sparað okkur gjaldeyri. Fyrirtæki, sem borga þeim sem þar vinna í mynt, sem hvergi er gjaldgeng meðal siðmenntaðra þjóða (nema auðvitað hérna) og geta ekki einu sinni hjálpað okkur til þess að spara það lítilræði sem við þó eigum af gjaldgengri mynt.Svo langt sem séð verður Svona hefur verið okkar umhverfi svo langt sem elstu menn muna og svona er því ætlað að vera „um fyrirsjáanlega framtíð“. Hvernig ætli fólki líði svo þar sem hugtakið „gjaldgeng mynt“ og umræðuefnið „erlendur gjaldeyrir“ er gersamlega óþekkt? Þar sem allar tekjur og öll útgjöld eru greidd í mynt, sem er gjaldgeng hvar sem niður er borið í heiminum? Þar sem „gjaldeyrisskortur“ er ekki vandamál, eignir í ógjaldgengri mynt eru ekki áhyggjuefni og „snjóhengjuvandamál“ aðeins lítillega þekkt – og þá af afspurn? Þar sem allur atvinnurekstur sem skilar arði er talinn vera og er jafn mikilvægur fyrir þjóðarbúið?Draumalönd? Er þarna verið að lýsa einhverju „draumalandi“? Nei, þarna er verið að lýsa aðstæðum fólksins í löndum eins og öllum löndum ESB, í Kanada, í Bandaríkjunum – já jafnvel í Danmörku og Noregi. Þar er hvarvetna notuð gjaldgeng mynt. Vandamál vegna skorts á gjaldgengri mynt eru þar einfaldlega ekki til. En á Íslandi viljum við ekki svoleiðis. Við veljum ávallt „sérstöðuna“. Metum hana mikils. Það er svo þjóðlegt. Svo mikið svona víkingablóð og Íslendingseðli. Laðar að ferðamenn. Gott að svo mun áfram verða „um fyrirsjáanlega framtíð“! Það tókst að tryggja í síðustu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt. Kölluð „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“. Af því að þau geta selt framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt getum við látið það eftir okkur að kaupa lyf, bíla, heimilistæki, spjaldtölvur, bensín, olíur og þess háttar frá útlöndum.Næstbestir Í næstbesta flokknum eru fyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu, sem að vísu ekki fæst gjaldgeng mynt fyrir – bara íslenskar krónur – en bjóða vöru og þjónustu sem ella þyrfti að kaupa frá útlöndum fyrir gjaldgenga mynt. Slík fyrirtæki nefnast „gjaldeyrissparandi fyrirtæki“. Þarna má nefna fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, svínabúin, Holta-kjúkling, Bæjarins bestu og fleiri og fleiri. Þegar við Íslendingar erum svo í krísu því oss vantar meiri „gjaldeyri“ er hægt að bregðast við vandanum með úrræðum Guðna Ágústssonar: „Drekkum miklu meiri mjólk og étum miklu meira smjör því það sparar gjaldeyri.“Lakir og slakir Í neðsta flokknum eru svo atvinnufyrirtæki sem hvorki geta selt fyrir gjaldgenga mynt né sparað okkur gjaldeyri. Fyrirtæki, sem borga þeim sem þar vinna í mynt, sem hvergi er gjaldgeng meðal siðmenntaðra þjóða (nema auðvitað hérna) og geta ekki einu sinni hjálpað okkur til þess að spara það lítilræði sem við þó eigum af gjaldgengri mynt.Svo langt sem séð verður Svona hefur verið okkar umhverfi svo langt sem elstu menn muna og svona er því ætlað að vera „um fyrirsjáanlega framtíð“. Hvernig ætli fólki líði svo þar sem hugtakið „gjaldgeng mynt“ og umræðuefnið „erlendur gjaldeyrir“ er gersamlega óþekkt? Þar sem allar tekjur og öll útgjöld eru greidd í mynt, sem er gjaldgeng hvar sem niður er borið í heiminum? Þar sem „gjaldeyrisskortur“ er ekki vandamál, eignir í ógjaldgengri mynt eru ekki áhyggjuefni og „snjóhengjuvandamál“ aðeins lítillega þekkt – og þá af afspurn? Þar sem allur atvinnurekstur sem skilar arði er talinn vera og er jafn mikilvægur fyrir þjóðarbúið?Draumalönd? Er þarna verið að lýsa einhverju „draumalandi“? Nei, þarna er verið að lýsa aðstæðum fólksins í löndum eins og öllum löndum ESB, í Kanada, í Bandaríkjunum – já jafnvel í Danmörku og Noregi. Þar er hvarvetna notuð gjaldgeng mynt. Vandamál vegna skorts á gjaldgengri mynt eru þar einfaldlega ekki til. En á Íslandi viljum við ekki svoleiðis. Við veljum ávallt „sérstöðuna“. Metum hana mikils. Það er svo þjóðlegt. Svo mikið svona víkingablóð og Íslendingseðli. Laðar að ferðamenn. Gott að svo mun áfram verða „um fyrirsjáanlega framtíð“! Það tókst að tryggja í síðustu kosningum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun