Geta erfiðlega skýrt hægari hlýnun jarðar Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. september 2013 08:00 Vaxandi þrýstingur er á loftslagsfræðinga að finna góðar skýringar á því hvers vegna hægt hefur á hlýnuninni síðustu ár. Fréttablaðið/AP Í dag hefst í Stokkhólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á höndum, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður loftslagsfræðinnar, sem eru að loftslag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viðurkenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi frá stjórnvöldum, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efasemdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tímabundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunarsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlausar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokkhólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Í dag hefst í Stokkhólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á höndum, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður loftslagsfræðinnar, sem eru að loftslag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viðurkenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi frá stjórnvöldum, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efasemdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tímabundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunarsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlausar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokkhólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira