Stærsta hæfileikakeppni í heimi 13. september 2013 12:00 Ísland got talent hefst á Stöð 2 í vetur. Ef þú, eða einhver sem þú þekkir, lumar á hæfileikum og munar um tíu milljónir króna ættir þú að halda áfram að lesa. Stöð 2 ætlar nefnilega að bjóða stærstu hæfileikakeppni heims velkomna hingað til lands þegar Ísland got talent verður hleypt af stokkunum. Fólki á öllum aldri er velkomið að taka þátt og skiptir þá engu hvort hæfileikarnir eru á sviði tónlistar, leiklistar, galdra, uppistands, íþrótta, dans, áhættuatriða eða einhvers annars. Eins mega hópar skrá sig til leiks og ekkert aldurstakmark er í keppnina. Þó ber að taka fram að þátttakendur undir 18 ára aldri þurfa undirskrift forráðamanns. Það er sjónvarpsmaðurinn góðkunni Auðunn Blöndal sem verður í hinu vandasama hlutverki kynnisins. Auddi hefur stjórnað einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, FM 95BLÖ, undanfarið en hefur einnig verið einn af vinsælustu sjónvarpsmönnum landsins undanfarin ár. Dómararnir í keppninni eru ekki af verri endanum en í dómnefndinni eru fjórir hæfileikaríkir einstaklingar. Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, hefur munninn fyrir neðan nefið auk áratugareynslu í tónlistarheiminum, sem og í dómarastörfum af þessu tagi. Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út plötur og stjórnað sjónvarpsþáttum. Auk þess hafa tónlistarmyndbönd hennar vakið athygli. Þúsundþjalasmiðurinn Jón Jónsson er ekki bara vinsæll tónlistarmaður, blaðamaður og knattspyrnumaður, hann er einnig afar viðkunnanlegur. Og þá er ótalinn fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem kemur ekki til með að liggja á skoðunum sínum. Stærsti sjónvarpsviðburður vetrarins er því væntanlegur á Stöð 2.Auddi Hvernig leggst þátturinn í þig? Bara hrikalega vel. Ég er algjör x-factor-, idol- og talent-lúði og hef horft á þetta allt. Ég varð því mjög spenntur þegar ég var beðinn um að taka að mér að vera kynnir í Ísland got talent. Hvers hlakkar þú mest til? Að sjá hversu hæfileikaríkir Íslendingar eru. Ég held að verðlaunin, 10 milljónir, eigi eftir að draga nokkra fram sem ekki hafa mætt hingað til. Býstu við einhverjum kjánahrolli? Hann fylgir alltaf. Það verða örugglega einhverjir athyglissjúkir Auddar eða Sveppar sem láta sjá sig. Hefðir þú tekið þátt? Ég hefði örugglega tekið þátt ef þátturinn hefði verið sýndur fyrir nokkrum árum, bara til að sjá mig í sjónvarpi. Hvað hæfileika hefðir þú sýnt? Ætli ég hefði ekki dansað, tekið Jackson á þetta.Þorgerður Katrín Hvernig leggst verkefnið í þig? „Verkefnið leggst afar vel í mig. Ég held að þetta verði gríðarlega skemmtilegt, enda frábær hópur sem kemur að þættinum. Það er mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þessu ólíka en hressa fólki. Um leið gefur það mér tækifæri til að upplifa aðrar og fleiri hliðar á Íslendingum og vonandi uppgötva einhverja leynda hæfileika,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem verður einn af dómurum þáttarins. Að hverju ertu að leita? „Ég mun leita eftir framkomu, einlægni, heiðarleika og frumleika. Þetta verður stórt skref fyrir hvern og einn keppanda og maður þarf að passa upp á að fólki líði vel á sviðinu,“ segir hún enn fremur. „Þetta er vissulega ólíkt því sem ég hef áður gert en á endanum snýst allt um að vera maður sjálfur. Mér getur fylgt einlægni en líka gassagangur. Ég hlakka mikið til, það verður gaman að fara út á land og hitta fólk. Vissulega er þetta svolítið nýtt verkefni sem ég er að takast á við, þetta er önnur tegund af fjölmiðlun en sú sem ég hef verið í samskiptum við lengi. Það verður skemmtilegt að kynnast þessu nýja starfi.“Bubbi Hvernig leggst verkefnið í þig? „Þessi þáttur leggst mjög vel í mig. Hann er búinn að vera í undirbúningi í langan tíma. Svona hugmynd þarf að malla í potti í smá stund. Svo þarf að bragða á og setja krydd út í, þetta krydd og hitt kryddið, svo á endanum verður hugmyndin og þátturinn fullsköpuð.“ Að hverju ert þú að leita í Ísland got talent? „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem fær mig til að standa á öndinni og segja vá! Við leitum öll að því í fari þátttakenda, þessum stóra 40 pundara.“ „Hvernig leggst keppnin í þig? Þetta leggst rosalega vel í mig og ég hlakka til. Þetta er krefjandi og spennandi verkefni.“Þórunn Antonía Að hverju ertu að leita? „Ég leita að einlægum náttúrutalentum. Ég veit að það er mikið af hæfileikaríkum Íslendingum þarna úti og ég hvet þá alla til að taka þátt. Um leið tek ég ofan fyrir fólki sem leggur þetta á sig – að standa svona fyrir framan dómnefnd er auðvitað erfitt og ótrúlega krefjandi.“ Myndirðu taka þátt í svona keppni sjálf? „Ég var reyndar tólf ára þegar ég stökk upp á svið í hæfileikakeppni Tónabæjar. Ég var ekki einu sinni skráð í keppnina og kunni ekkert á karókí, en söng Frank Mills úr Hárinu án undirspils og vann. Í úrslitunum keppti ég svo meðal annars við Þorvald Davíð Kristjánsson, og vann þar líka.“Jón Jónsson Hvernig leggst verkefnið í þig? Það leggst mjög vel í mig því ég á ekki von á öðru en flottum atriðum í keppnina enda til mikils að vinna. Ég er líka mjög spenntur að sitja í dómarasæti við hliðina á þessu frábæra fólki. Með þættinum rætist hjá mér draumur því ég er mjög veikur fyrir hæfileika- og raunveruleikaþáttum og sit jafnan límdur við skjáinn að horfa á sams konar þætti. Maður á því eftir að komast í góðan gír; ekki spurning. Að hverju ert þú að leita í Ísland got talent? Ég leita fyrst og fremst að einlægum hæfileikum og tilgerðarlausum atriðum. Að þeim sem fylgja hjartanu og eru virkilega góðir í því sem þeir gera af sannfæringu og góðri tilfinningu. Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira
Ef þú, eða einhver sem þú þekkir, lumar á hæfileikum og munar um tíu milljónir króna ættir þú að halda áfram að lesa. Stöð 2 ætlar nefnilega að bjóða stærstu hæfileikakeppni heims velkomna hingað til lands þegar Ísland got talent verður hleypt af stokkunum. Fólki á öllum aldri er velkomið að taka þátt og skiptir þá engu hvort hæfileikarnir eru á sviði tónlistar, leiklistar, galdra, uppistands, íþrótta, dans, áhættuatriða eða einhvers annars. Eins mega hópar skrá sig til leiks og ekkert aldurstakmark er í keppnina. Þó ber að taka fram að þátttakendur undir 18 ára aldri þurfa undirskrift forráðamanns. Það er sjónvarpsmaðurinn góðkunni Auðunn Blöndal sem verður í hinu vandasama hlutverki kynnisins. Auddi hefur stjórnað einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, FM 95BLÖ, undanfarið en hefur einnig verið einn af vinsælustu sjónvarpsmönnum landsins undanfarin ár. Dómararnir í keppninni eru ekki af verri endanum en í dómnefndinni eru fjórir hæfileikaríkir einstaklingar. Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, hefur munninn fyrir neðan nefið auk áratugareynslu í tónlistarheiminum, sem og í dómarastörfum af þessu tagi. Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út plötur og stjórnað sjónvarpsþáttum. Auk þess hafa tónlistarmyndbönd hennar vakið athygli. Þúsundþjalasmiðurinn Jón Jónsson er ekki bara vinsæll tónlistarmaður, blaðamaður og knattspyrnumaður, hann er einnig afar viðkunnanlegur. Og þá er ótalinn fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem kemur ekki til með að liggja á skoðunum sínum. Stærsti sjónvarpsviðburður vetrarins er því væntanlegur á Stöð 2.Auddi Hvernig leggst þátturinn í þig? Bara hrikalega vel. Ég er algjör x-factor-, idol- og talent-lúði og hef horft á þetta allt. Ég varð því mjög spenntur þegar ég var beðinn um að taka að mér að vera kynnir í Ísland got talent. Hvers hlakkar þú mest til? Að sjá hversu hæfileikaríkir Íslendingar eru. Ég held að verðlaunin, 10 milljónir, eigi eftir að draga nokkra fram sem ekki hafa mætt hingað til. Býstu við einhverjum kjánahrolli? Hann fylgir alltaf. Það verða örugglega einhverjir athyglissjúkir Auddar eða Sveppar sem láta sjá sig. Hefðir þú tekið þátt? Ég hefði örugglega tekið þátt ef þátturinn hefði verið sýndur fyrir nokkrum árum, bara til að sjá mig í sjónvarpi. Hvað hæfileika hefðir þú sýnt? Ætli ég hefði ekki dansað, tekið Jackson á þetta.Þorgerður Katrín Hvernig leggst verkefnið í þig? „Verkefnið leggst afar vel í mig. Ég held að þetta verði gríðarlega skemmtilegt, enda frábær hópur sem kemur að þættinum. Það er mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þessu ólíka en hressa fólki. Um leið gefur það mér tækifæri til að upplifa aðrar og fleiri hliðar á Íslendingum og vonandi uppgötva einhverja leynda hæfileika,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem verður einn af dómurum þáttarins. Að hverju ertu að leita? „Ég mun leita eftir framkomu, einlægni, heiðarleika og frumleika. Þetta verður stórt skref fyrir hvern og einn keppanda og maður þarf að passa upp á að fólki líði vel á sviðinu,“ segir hún enn fremur. „Þetta er vissulega ólíkt því sem ég hef áður gert en á endanum snýst allt um að vera maður sjálfur. Mér getur fylgt einlægni en líka gassagangur. Ég hlakka mikið til, það verður gaman að fara út á land og hitta fólk. Vissulega er þetta svolítið nýtt verkefni sem ég er að takast á við, þetta er önnur tegund af fjölmiðlun en sú sem ég hef verið í samskiptum við lengi. Það verður skemmtilegt að kynnast þessu nýja starfi.“Bubbi Hvernig leggst verkefnið í þig? „Þessi þáttur leggst mjög vel í mig. Hann er búinn að vera í undirbúningi í langan tíma. Svona hugmynd þarf að malla í potti í smá stund. Svo þarf að bragða á og setja krydd út í, þetta krydd og hitt kryddið, svo á endanum verður hugmyndin og þátturinn fullsköpuð.“ Að hverju ert þú að leita í Ísland got talent? „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem fær mig til að standa á öndinni og segja vá! Við leitum öll að því í fari þátttakenda, þessum stóra 40 pundara.“ „Hvernig leggst keppnin í þig? Þetta leggst rosalega vel í mig og ég hlakka til. Þetta er krefjandi og spennandi verkefni.“Þórunn Antonía Að hverju ertu að leita? „Ég leita að einlægum náttúrutalentum. Ég veit að það er mikið af hæfileikaríkum Íslendingum þarna úti og ég hvet þá alla til að taka þátt. Um leið tek ég ofan fyrir fólki sem leggur þetta á sig – að standa svona fyrir framan dómnefnd er auðvitað erfitt og ótrúlega krefjandi.“ Myndirðu taka þátt í svona keppni sjálf? „Ég var reyndar tólf ára þegar ég stökk upp á svið í hæfileikakeppni Tónabæjar. Ég var ekki einu sinni skráð í keppnina og kunni ekkert á karókí, en söng Frank Mills úr Hárinu án undirspils og vann. Í úrslitunum keppti ég svo meðal annars við Þorvald Davíð Kristjánsson, og vann þar líka.“Jón Jónsson Hvernig leggst verkefnið í þig? Það leggst mjög vel í mig því ég á ekki von á öðru en flottum atriðum í keppnina enda til mikils að vinna. Ég er líka mjög spenntur að sitja í dómarasæti við hliðina á þessu frábæra fólki. Með þættinum rætist hjá mér draumur því ég er mjög veikur fyrir hæfileika- og raunveruleikaþáttum og sit jafnan límdur við skjáinn að horfa á sams konar þætti. Maður á því eftir að komast í góðan gír; ekki spurning. Að hverju ert þú að leita í Ísland got talent? Ég leita fyrst og fremst að einlægum hæfileikum og tilgerðarlausum atriðum. Að þeim sem fylgja hjartanu og eru virkilega góðir í því sem þeir gera af sannfæringu og góðri tilfinningu.
Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira