Lífið

Leyni­gesturinn hitti Heimi Karls beint í hjarta­stað

Boði Logason skrifar
Lilja Katrín, Heimir Karls og Ómar Úlfur eru stjórnendur Bítisins á Bylgjunni.
Lilja Katrín, Heimir Karls og Ómar Úlfur eru stjórnendur Bítisins á Bylgjunni. Bylgjan

Mörg þúsund manns hafa horft á jólaþáttinn af Bítinu í bílnum þar sem leynigesturinn söng lagið Snjókorn falla með vægast sagt frjálsri aðferð.

Heimir, Lilja og Ómar, þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni, buðum nýjum leynigesti á rúntinn í bílakarókí í þessum jólaþætti og skemmtu sér konunglega.

En hver var undir pokanum? Ef þú vilt ekki vita það strax skaltu ekki lesa lengra.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Leynigesturinn að þessu sinni var enginn annar en Ellý Ármanns, lista- og spákona.

Ellý er mikið jólabarn og setur jólatréð upp þann 1. nóvember hvert ár. Hún syngur líka mikið á aðventunni með barnabörnunum og þá eru Bó Halldórsson, Svala Björgvins og Baggalútur efst á spilunarlistanum.

Þá tengja hún og Heimir Karls vel saman í þessum opinberunarþætti í tali um tíðni.

Þáttinn er hægt að horfa á hér fyrir neðan en þetta er síðasti þáttur af Bítinu í bílnum fyrir jól. Þátturinn snýr aftur 6. janúar á nýju ári.

Klippa: Bítið í bílinn - Jólatréð fer upp 1. nóvember





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.