Mamma þín dó í nótt Oddrún Lára Friðgeirsdóttir skrifar 10. september 2013 06:00 „Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag. Hún mamma var falleg og góð, rosalega fyndin og umhyggjusöm. Hún var einstæð móðir með mig og stóru systur mínar tvær. Hún kenndi mér svo margt og elskaði mig mikið. Á hverju einasta kvöldi kyssti ég hana og sagðist elska hana og hún mig, og ef ég bað um sopa af Diet Grape-inu hennar sagði hún ekki bara já. Hún sagði; já, af því að það ert þú. Mér fannst samt alltaf Grape vont, bara sport að fá sopa. Hún kenndi mér fordómaleysi og að bera virðingu fyrir mönnum og dýrum. Ef ég tjáði henni skoðun mína á einhverju þá spurði hún mig alltaf; af hverju? Hún var ekki að efa mig, heldur vildi hún að ég myndi íhuga mál mitt og koma með rök fyrir skoðun minni þó svo að hún væri ekki sú sama og hennar. En mamma mín var geðveik. Hún þjáðist af borderline personality disorder, auk þunglyndis og kvíða. Hún lærði húsgagnasmíði þegar ég var yngri og starfaði sem smiður. En þegar ég var u.þ.b. 9-10 ára fóru veikindin að segja sífellt meira til sín þar til hún hætti að vinna og varð öryrki. Á síðustu árunum var hún inn og út af geðdeild og í iðjuþjálfun. Nokkrum sinnum hafði hún reynt sjálfsvíg. Aðfaranótt mæðradagsins 2006 náði sjúkdómurinn loksins yfirhöndinni og hún endaði sitt líf.Hetjuleg barátta Ég hef oft verið spurð hvort ég sé reið út í mömmu. Reið af því að hún ákvað að fara frá okkur. Og heyri oft að sjálfsvíg sé sjálfselska. Alltaf verð ég jafnhissa að heyra þetta. Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða. Eftir að hafa alist upp með geðveiki í kringum mig og horft upp á þessi veikindi og þessa rosalegu vanlíðan get ég ekki með nokkru móti séð hvernig manneskja getur talist sjálfselsk. Mamma barðist á hverjum einasta degi, virkilega barðist, við erfið veikindi og var augljóslega ekki að sýna vanmátt eða eigingirni á neinn hátt, heldur hetjulega baráttu. Oft eru geðræn veikindi í umræðunni og þessi umræða hefur verið örlítið opnari undanfarin ár. Núna 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og því fannst mér rétt að skrifa þessa grein. Árið sem mamma dó, 2006, voru þau 32 sem féllu fyrir eigin hendi, 22 karlar og 10 konur. Tíðnin hér á landi sveiflast frá 33-37 á hverju ári, 2-3 í hverjum mánuði. Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
„Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag. Hún mamma var falleg og góð, rosalega fyndin og umhyggjusöm. Hún var einstæð móðir með mig og stóru systur mínar tvær. Hún kenndi mér svo margt og elskaði mig mikið. Á hverju einasta kvöldi kyssti ég hana og sagðist elska hana og hún mig, og ef ég bað um sopa af Diet Grape-inu hennar sagði hún ekki bara já. Hún sagði; já, af því að það ert þú. Mér fannst samt alltaf Grape vont, bara sport að fá sopa. Hún kenndi mér fordómaleysi og að bera virðingu fyrir mönnum og dýrum. Ef ég tjáði henni skoðun mína á einhverju þá spurði hún mig alltaf; af hverju? Hún var ekki að efa mig, heldur vildi hún að ég myndi íhuga mál mitt og koma með rök fyrir skoðun minni þó svo að hún væri ekki sú sama og hennar. En mamma mín var geðveik. Hún þjáðist af borderline personality disorder, auk þunglyndis og kvíða. Hún lærði húsgagnasmíði þegar ég var yngri og starfaði sem smiður. En þegar ég var u.þ.b. 9-10 ára fóru veikindin að segja sífellt meira til sín þar til hún hætti að vinna og varð öryrki. Á síðustu árunum var hún inn og út af geðdeild og í iðjuþjálfun. Nokkrum sinnum hafði hún reynt sjálfsvíg. Aðfaranótt mæðradagsins 2006 náði sjúkdómurinn loksins yfirhöndinni og hún endaði sitt líf.Hetjuleg barátta Ég hef oft verið spurð hvort ég sé reið út í mömmu. Reið af því að hún ákvað að fara frá okkur. Og heyri oft að sjálfsvíg sé sjálfselska. Alltaf verð ég jafnhissa að heyra þetta. Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða. Eftir að hafa alist upp með geðveiki í kringum mig og horft upp á þessi veikindi og þessa rosalegu vanlíðan get ég ekki með nokkru móti séð hvernig manneskja getur talist sjálfselsk. Mamma barðist á hverjum einasta degi, virkilega barðist, við erfið veikindi og var augljóslega ekki að sýna vanmátt eða eigingirni á neinn hátt, heldur hetjulega baráttu. Oft eru geðræn veikindi í umræðunni og þessi umræða hefur verið örlítið opnari undanfarin ár. Núna 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og því fannst mér rétt að skrifa þessa grein. Árið sem mamma dó, 2006, voru þau 32 sem féllu fyrir eigin hendi, 22 karlar og 10 konur. Tíðnin hér á landi sveiflast frá 33-37 á hverju ári, 2-3 í hverjum mánuði. Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun