Úthlutar ferðastyrkjum til tónlistarfólks í hverjum mánuði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2013 11:00 Sigtryggur Baldursson segir nýtt met hafa verið slegið í tónleikahaldi Íslendinga erlendis í mars með tvö hundruð og tvennum tónleikum. Fréttablaðið/Arnþór „Það er afar gott mál að hafa þennan sjóð,“ segir Sigtryggur Baldursson, stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar, sem úthlutaði ferðastyrkjum í þriðja sinn í vikunni. Sjóðurinn er á vegum menntamálaráðuneytisins og hlutverk hans er að auka möguleika íslensks tónlistarfólks á velgengni erlendis. Fyrsta úthlutun úr honum var í maí í vor. „Þetta er lítill sjóður,“ segir Sigtryggur, „en er hugsaður til að geta brugðist fljótt og örugglega við, því margt fólk í tónlistarbransanum er að fara út með stuttum fyrirvara. Hann veitir líka styrki til markaðsverkefna fjórum sinnum á ári.“ Í stjórn sjóðsins eru auk Sigtryggs þær Kamilla Ingibergsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir, sem er formaður. „Það berast margar umsóknir og við reynum að skoða þær á faglegum grundvelli. Það eru allt verðug verkefni en því miður er ekki hægt að veita öllum styrki,“ segir Sigtryggur og upplýsir að nýtt met hafi verið sett í tónleikahaldi Íslendinga í vor. „Það voru 202 tónleikar með íslenskum flytjendum erlendis í mánuðinum mars og 187 í apríl. Þetta eru ótrúlegar tölur.“ Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar er einn angi fjárfestinga í skapandi greinum sem fyrri ríkisstjórn kom á, að sögn Sigtryggs. „Sjóðurinn er þeirrar náttúru að hann úthlutar ferðastyrkjum mánaðarlega. Það eru svolítil læti í honum. Hann mætti alveg vera stærri því hann skapar mikil verðmæti og afleidd störf.“Verkefni sem fengu ferðastyrk í júlí:Alexandra Chernyshova. Nútímaópera hjá New York Center for Contemporary Opera.Myrra Rós. Tónleikaferðalag í Eistlandi.Lord Pusswhip, Two Step Horror, Captain Fufanu og AMFJ. Tónleikar í New York á The Knitting Factory og Goodbye Blue Monday.Dikta. Tónleikahald og upptökur í Þýskalandi.Skálmöld. Tónleikaferðalag í Evrópu.Ung Nordisk Music. Kynning á nýrri klassískri íslenskri tónlist í miðstöð nýrrar tónlistar og hljóðlistar í Osló. Menning Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira
„Það er afar gott mál að hafa þennan sjóð,“ segir Sigtryggur Baldursson, stjórnarmaður í Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar, sem úthlutaði ferðastyrkjum í þriðja sinn í vikunni. Sjóðurinn er á vegum menntamálaráðuneytisins og hlutverk hans er að auka möguleika íslensks tónlistarfólks á velgengni erlendis. Fyrsta úthlutun úr honum var í maí í vor. „Þetta er lítill sjóður,“ segir Sigtryggur, „en er hugsaður til að geta brugðist fljótt og örugglega við, því margt fólk í tónlistarbransanum er að fara út með stuttum fyrirvara. Hann veitir líka styrki til markaðsverkefna fjórum sinnum á ári.“ Í stjórn sjóðsins eru auk Sigtryggs þær Kamilla Ingibergsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir, sem er formaður. „Það berast margar umsóknir og við reynum að skoða þær á faglegum grundvelli. Það eru allt verðug verkefni en því miður er ekki hægt að veita öllum styrki,“ segir Sigtryggur og upplýsir að nýtt met hafi verið sett í tónleikahaldi Íslendinga í vor. „Það voru 202 tónleikar með íslenskum flytjendum erlendis í mánuðinum mars og 187 í apríl. Þetta eru ótrúlegar tölur.“ Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar er einn angi fjárfestinga í skapandi greinum sem fyrri ríkisstjórn kom á, að sögn Sigtryggs. „Sjóðurinn er þeirrar náttúru að hann úthlutar ferðastyrkjum mánaðarlega. Það eru svolítil læti í honum. Hann mætti alveg vera stærri því hann skapar mikil verðmæti og afleidd störf.“Verkefni sem fengu ferðastyrk í júlí:Alexandra Chernyshova. Nútímaópera hjá New York Center for Contemporary Opera.Myrra Rós. Tónleikaferðalag í Eistlandi.Lord Pusswhip, Two Step Horror, Captain Fufanu og AMFJ. Tónleikar í New York á The Knitting Factory og Goodbye Blue Monday.Dikta. Tónleikahald og upptökur í Þýskalandi.Skálmöld. Tónleikaferðalag í Evrópu.Ung Nordisk Music. Kynning á nýrri klassískri íslenskri tónlist í miðstöð nýrrar tónlistar og hljóðlistar í Osló.
Menning Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira