Verð ekki túristi í Danmörku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2013 06:00 Patrekur Jóhannesson er kampakátur með árangur sinna manna í austurríska landsliðinu. mynd/öhb/lukas wagner „Það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir þessu – gríðarlega mikil gleði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá staddur á flugvellinum í Frankfurt og á leið heim til Íslands eftir frækinn sigur Austurríkis á Rússlandi, 30-25, fyrir fullri höll í Innsbruck. Þar með var sæti Austurríkis á EM í Danmörku tryggt. Var engu nær en að Patrekur hefði fulla getu til að fljúga heim yfir hafið á sigurgleðinni einni. „Ég er nokkuð hátt uppi, eins og þú heyrir. Enda sagði ég strákunum að njóta þess í viku eða tvær en þá tekur alvaran við á ný. Þá fá þeir tölvupóst frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. Íslenskir þjálfarar hafa átt ríkan þátt í uppgangi handboltans í Austurríki undanfarin ár. Dagur Sigurðsson stýrði liðinu með frábærum árangri á EM 2010 en liðið náði þá níunda sæti á heimavelli. Dagur kom svo Austurríkismönnum á HM 2011 í Svíþjóð en hætti áður en mótið hófst. Liðið missti svo af EM í Serbíu og HM á Spáni en er nú aftur komið í keppni bestu landsliða Evrópu.Gott starf og mikill áhugi „Það hefur verið mjög gott starf unnið í austurríska sambandinu síðustu ár og öll umgjörð mjög góð. Það er mikill áhugi hjá þeim sem stýra þessu og það hefur mikil áhrif á mig. Þannig líður mér best og mér hefur liðið mjög vel í Austurríki,“ segir Patrekur sem mun nú í sumar taka við þjálfun Hauka í N1-deild karla. „Þeir hafa stefnt að þessu hér í þrettán ár og nú er markmiðinu loksins náð,“ segir Patrekur enn fremur. Austurríki var í einum besta riðli undankeppni EM 2014, með Serbíu, Rússlandi og Bosníu. Lærisveinar Patreks töpuðu aðeins einum leik alla undankeppnina – gegn Rússum á útivelli en liðið náði frábæru jafntefli í Serbíu og vann svo Rússana í lokaumferðinni á sunnudag. Serbar unnu riðilinn með níu stigum en Austurríki fékk átta. Það var reyndar vitað um miðjan fyrri hálfleikinn gegn Rússum að bæði lið væru örugg áfram á EM í Danmörku. Þá fréttist af sigri Hvít-Rússa gegn Slóveníu í riðli Íslands en þar með var ljóst að þriðja sætið í riðli Austurríkis myndi duga til að komast á EM. Enda verða Rússar á meðal þátttökuþjóða í Danmörku. „Einhverjir hefðu þá nýtt tækifærið og tekið því rólega. En ekki mínir menn. Þeir gáfu í og unnu Rússa, sem voru með sitt sterkasta lið, með fimm mörkum. Það sýndi mikinn karakter og einbeitingu,“ segir Patrekur.Kynslóðaskiptin bíða í 1-2 ár Austurríki er enn með sama kjarna í liðinu og var á EM 2010 en Patrekur hefur þó tekið inn nokkra unga leikmenn í kringum tvítugt sem eru lykilmenn í dag. „Ég hef gefið mörgum ungum leikmönnum séns og það er mjög gaman að sjá hversu vel þeir hafa staðið sig. Fyrir eldri leikmennina var þetta síðasti séns því hefðum við ekki komist á EM hefðu þurft að keyra ákveðin kynslóðaskipti í gegn. En nú næ ég að halda kjarnanum í 1-2 ár til viðbótar áður en breytingarnar koma.“ Patrekur hlakkar mjög til að taka þátt á EM í Danmörku sem hefst í janúar næstkomandi. Þess má geta að Austurríki og Ísland voru saman í riðli á EM 2010 en dregið verður í riðla fyrir næsta mót á föstudaginn. „Ég hef oft farið til Danmerkur og hef engan áhuga á því að fara þangað sem ferðamaður á þetta mót. Ég er með frábært lið og við ætlum okkur að ná árangri.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
„Það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir þessu – gríðarlega mikil gleði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá staddur á flugvellinum í Frankfurt og á leið heim til Íslands eftir frækinn sigur Austurríkis á Rússlandi, 30-25, fyrir fullri höll í Innsbruck. Þar með var sæti Austurríkis á EM í Danmörku tryggt. Var engu nær en að Patrekur hefði fulla getu til að fljúga heim yfir hafið á sigurgleðinni einni. „Ég er nokkuð hátt uppi, eins og þú heyrir. Enda sagði ég strákunum að njóta þess í viku eða tvær en þá tekur alvaran við á ný. Þá fá þeir tölvupóst frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. Íslenskir þjálfarar hafa átt ríkan þátt í uppgangi handboltans í Austurríki undanfarin ár. Dagur Sigurðsson stýrði liðinu með frábærum árangri á EM 2010 en liðið náði þá níunda sæti á heimavelli. Dagur kom svo Austurríkismönnum á HM 2011 í Svíþjóð en hætti áður en mótið hófst. Liðið missti svo af EM í Serbíu og HM á Spáni en er nú aftur komið í keppni bestu landsliða Evrópu.Gott starf og mikill áhugi „Það hefur verið mjög gott starf unnið í austurríska sambandinu síðustu ár og öll umgjörð mjög góð. Það er mikill áhugi hjá þeim sem stýra þessu og það hefur mikil áhrif á mig. Þannig líður mér best og mér hefur liðið mjög vel í Austurríki,“ segir Patrekur sem mun nú í sumar taka við þjálfun Hauka í N1-deild karla. „Þeir hafa stefnt að þessu hér í þrettán ár og nú er markmiðinu loksins náð,“ segir Patrekur enn fremur. Austurríki var í einum besta riðli undankeppni EM 2014, með Serbíu, Rússlandi og Bosníu. Lærisveinar Patreks töpuðu aðeins einum leik alla undankeppnina – gegn Rússum á útivelli en liðið náði frábæru jafntefli í Serbíu og vann svo Rússana í lokaumferðinni á sunnudag. Serbar unnu riðilinn með níu stigum en Austurríki fékk átta. Það var reyndar vitað um miðjan fyrri hálfleikinn gegn Rússum að bæði lið væru örugg áfram á EM í Danmörku. Þá fréttist af sigri Hvít-Rússa gegn Slóveníu í riðli Íslands en þar með var ljóst að þriðja sætið í riðli Austurríkis myndi duga til að komast á EM. Enda verða Rússar á meðal þátttökuþjóða í Danmörku. „Einhverjir hefðu þá nýtt tækifærið og tekið því rólega. En ekki mínir menn. Þeir gáfu í og unnu Rússa, sem voru með sitt sterkasta lið, með fimm mörkum. Það sýndi mikinn karakter og einbeitingu,“ segir Patrekur.Kynslóðaskiptin bíða í 1-2 ár Austurríki er enn með sama kjarna í liðinu og var á EM 2010 en Patrekur hefur þó tekið inn nokkra unga leikmenn í kringum tvítugt sem eru lykilmenn í dag. „Ég hef gefið mörgum ungum leikmönnum séns og það er mjög gaman að sjá hversu vel þeir hafa staðið sig. Fyrir eldri leikmennina var þetta síðasti séns því hefðum við ekki komist á EM hefðu þurft að keyra ákveðin kynslóðaskipti í gegn. En nú næ ég að halda kjarnanum í 1-2 ár til viðbótar áður en breytingarnar koma.“ Patrekur hlakkar mjög til að taka þátt á EM í Danmörku sem hefst í janúar næstkomandi. Þess má geta að Austurríki og Ísland voru saman í riðli á EM 2010 en dregið verður í riðla fyrir næsta mót á föstudaginn. „Ég hef oft farið til Danmerkur og hef engan áhuga á því að fara þangað sem ferðamaður á þetta mót. Ég er með frábært lið og við ætlum okkur að ná árangri.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira