Verkaskipti Hannes Pétursson skrifar 13. júní 2013 06:00 Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram). Þetta hefur í för með sér að hvalveiðar Íslendinga heyra nú beint undir forsetann, hvort heldur sem skotin eru smáhveli eða stórhveli og hvert á land sem afurðirnar rata. Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Jú, hvalveiðar eru fullveldismál, það leyndi sér ekki þegar utanríkisráðherrann nýi brást við frétt af hugsanlegu banni Hollendinga við því að hvalkjöti frá Kristjáni Loftssyni yrði umskipað í Rotterdam á leið þess til Japans. Hann sagði að Hollendingar hlytu „að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar“. Þannig falla hvalveiðar sem fullveldismál undir embætti Íslandsforseta. Það léttir ekki lítið á ráðuneytunum.Útflutningsbjástur En setjum sem svo að umskipun kjötsins í Rotterdam yrði bönnuð. Myndi það þá skerða rétt Íslendinga til hvalveiða eins og skilja mátti af orðum utanríkisráðherra? Nei, engan veginn. Þeir gætu drepið áfram jafn mörg stórhveli og þeim sýndist sæma. Kristján Loftsson yrði aftur á móti að finna sér aðra flutningsleið á hundafóðursmarkaðinn í Japan. Af hverju setur þessi auðmaður ekki upp loftbrú þangað með hráefnið? Manni skilst á honum að eftirspurnin sé gríðarleg, þótt aðrir segi að gamalt hrámeti frá Kristjáni liggi nú í haugum í japönskum frystigeymslum. Hvað á annars þetta útflutningsbjástur með óunnar hvalaafurðir að þýða eftir allt saman? Langar hilluraðir í öllum stórmörkuðum landsins svigna undan innfluttum hunda- og kattamat í fínum umbúðum. Úr því að Japanir búa til hundamat úr hvalkjöti héðan, hvers vegna gera Íslendingar það ekki sjálfir? Kristján Loftsson ætti að koma á laggir verksmiðju sem framleiddi bragðgott hundafóður úr langreyðunum sem hann lætur skjóta. Með slíkri verksmiðju ynnist einkum þrennt: mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið (allur innflutti hundamaturinn hlýtur að kosta sitt), talsverð atvinnubót og í þriðja lagi gætu þeir í Rotterdam ekki lengur brugðið fæti fyrir Kristján. Offramleiðslan fengi síðan bætur jafnharðan á urðunarstað. Enginn þarf að efast um að jafn pósitífur maður og Íslandsforseti myndi leggja verksmiðjunni lið, en eins og áður segir heyra nú hvalveiðar okkar beint undir hann þar sem þær eru fullveldismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram). Þetta hefur í för með sér að hvalveiðar Íslendinga heyra nú beint undir forsetann, hvort heldur sem skotin eru smáhveli eða stórhveli og hvert á land sem afurðirnar rata. Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Jú, hvalveiðar eru fullveldismál, það leyndi sér ekki þegar utanríkisráðherrann nýi brást við frétt af hugsanlegu banni Hollendinga við því að hvalkjöti frá Kristjáni Loftssyni yrði umskipað í Rotterdam á leið þess til Japans. Hann sagði að Hollendingar hlytu „að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar“. Þannig falla hvalveiðar sem fullveldismál undir embætti Íslandsforseta. Það léttir ekki lítið á ráðuneytunum.Útflutningsbjástur En setjum sem svo að umskipun kjötsins í Rotterdam yrði bönnuð. Myndi það þá skerða rétt Íslendinga til hvalveiða eins og skilja mátti af orðum utanríkisráðherra? Nei, engan veginn. Þeir gætu drepið áfram jafn mörg stórhveli og þeim sýndist sæma. Kristján Loftsson yrði aftur á móti að finna sér aðra flutningsleið á hundafóðursmarkaðinn í Japan. Af hverju setur þessi auðmaður ekki upp loftbrú þangað með hráefnið? Manni skilst á honum að eftirspurnin sé gríðarleg, þótt aðrir segi að gamalt hrámeti frá Kristjáni liggi nú í haugum í japönskum frystigeymslum. Hvað á annars þetta útflutningsbjástur með óunnar hvalaafurðir að þýða eftir allt saman? Langar hilluraðir í öllum stórmörkuðum landsins svigna undan innfluttum hunda- og kattamat í fínum umbúðum. Úr því að Japanir búa til hundamat úr hvalkjöti héðan, hvers vegna gera Íslendingar það ekki sjálfir? Kristján Loftsson ætti að koma á laggir verksmiðju sem framleiddi bragðgott hundafóður úr langreyðunum sem hann lætur skjóta. Með slíkri verksmiðju ynnist einkum þrennt: mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið (allur innflutti hundamaturinn hlýtur að kosta sitt), talsverð atvinnubót og í þriðja lagi gætu þeir í Rotterdam ekki lengur brugðið fæti fyrir Kristján. Offramleiðslan fengi síðan bætur jafnharðan á urðunarstað. Enginn þarf að efast um að jafn pósitífur maður og Íslandsforseti myndi leggja verksmiðjunni lið, en eins og áður segir heyra nú hvalveiðar okkar beint undir hann þar sem þær eru fullveldismál.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun