Hver ber ábyrgð á börnunum? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. júní 2013 06:00 Átta ára drengur er að leik í frímínútum í skólanum og fær þá hugmynd að príla upp á vegg sem skilur að skólalóð og kirkjulóð. Drengurinn verður fyrir því óhappi að detta af veggnum úr tveggja metra hæð, hlýtur af því áverka og í kjölfarið varanlega örorku. Slysið á sér stað á skólatíma og sem betur fer er skólinn tryggður… eða hvað? Fær drengurinn greiddar skaðabætur? Svarið er nei.Skaðabótaréttur barna Atvikið sem lýst er hér að ofan átti sér raunverulega stað og nýverið var tryggingafélagið VÍS sýknað af bótakröfu þessa 8 ára drengs. Foreldrarnir töldu að skólanum hefði láðst að tryggja öryggi drengsins með því að setja ekki girðingu á vegginn og að ekki hefði verið haft nægilegt eftirlit með drengnum sem leiddi til þess að hann varð fyrir tjóninu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þá röksemdafærslu og segir m.a. í niðurstöðu dómsins að eftir því sem börn eldist minnki nauðsyn þess að fylgjast stöðugt með þeim og það gildi ekki síður um skólann. Einnig var vísað í vitnisburð móður þar sem hún upplýsti að drengurinn gengi gjarnan heim sjálfur úr skólanum og virðist niðurstaða dómsins m.a. byggja á þeirri staðreynd. Varð niðurstaðan því sú að drengnum var sjálfum gert að bera skaðann af tjóninu. Hverra hagsmunir eru hér í fyrirrúmi?Slys á skólatíma Nemandi er samkvæmt grunnskólalögum á ábyrgð skólans meðan á daglegum starfstíma skólans stendur, þegar hann tekur þátt í skipulögðu skólastarfi innan skólans, á skólalóð eða í ferðum á vegum skólans. Miðað við fyrrnefndan dóm virðist þó einkum horft til staðsetningar barnsins og hegðunar foreldra, þ.e. foreldrar drengsins treystu honum til að ganga heim úr skólanum. Eiga þá réttindi átta ára barns að grundvallast á því hvar þau eru nákvæmlega staðsett og/eða hvaða ákvarðanir foreldrar þeirra taka? Hefði það breytt einhverju ef móðirin hefði staðhæft að drengurinn væri sóttur á hverjum degi? Hvað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og jafnan rétt barna? Er eðlilegt að ung börn geti borið skaða af tjóni eða jafnvel orðið skaðabótaskyld? Hefur það ekkert að segja að slysið átti sér stað í frímínútum á skólatíma? Hvað um eftirlit á skólatíma? Hver ber í raun ábyrgð á börnum á skólatíma? Á Íslandi er skólaskylda frá 6 til 16 ára aldurs. Foreldrar hafa ekki val um að senda börn sín í grunnskóla, þeim ber að gera það. Eðlilega. En ber þá ekki skólum og sveitarfélögum að fylgjast með börnunum á skólatíma og tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni? Vissulega. Þrátt fyrir þann almenna skilning virðist raunin vera sú að þessi ábyrgð sé túlkunaratriði, a.m.k. ef litið er til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Við niðurskurðinn 2008 var m.a. skorið verulega niður í gæslu í frímínútum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að einelti á sér helst stað á skólagöngum og í frímínútum og einnig eru meiri líkur á að börn slasi sig í frjálsum leik við minna eftirlit. Samt sem áður er þetta látið viðgangast.Öryggi og aðbúnaður skólabarna Sveitarfélög bera ábyrgð á búnaði grunnskóla, mati og eftirliti og ber skólum að tryggja nemendum öryggi. Til er reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða (nr.942/2002) og ber sveitarfélögum að hlíta henni. Auk þess að hafa eftirlit með leiktækjum og leiksvæði er mikilvægt að merkja vel skólalóðina eða í það minnsta fræða börn um hvar mörkin liggja. Í ljósi ofangreindra atburða er ástæða til að skerpa betur á þessu í reglugerð og mikilvægt fyrir foreldra og foreldrafélög að sýna hér aðhald með því að óska eftir gögnum og upplýsingum, benda á það sem betur má fara og almennt fylgjast vel með. Þar sem ábyrgð skóla og tryggingarfélaga virðist vera túlkunaratriði og ábyrgð á skólatíma að einhverju leyti teygjanlegt hugtak er enn mikilvægara en áður að foreldrar beiti þrýstingi. Í raun ætti að vera lágmarksviðmið í grunnskólalögum um ásættanlega gæslu – það er ekki til staðar. Sama gildir um leikskólana og ef við færum okkur yfir í frístundaheimilin þá er staðan enn verri. Þar gilda í raun engin lög og reglur fyrir utan almenna skaðabótaábyrgð!Skóli án aðgreiningar Við uppkvaðningu dóma er horft til þess hvaða fordæmi eru gefin. Hvaða fordæmisgildi hefur umræddur dómur fyrir foreldra á Íslandi? Geta þeir ekki treyst því að skólinn beri ábyrgð á grunnskólabörnum á skólatíma? Þurfa þeir að endurskoða sínar venjur með tilliti til réttarstöðu barnsins, svona ef óhapp skyldi eiga sér stað? Nú vinna íslensk menntayfirvöld eftir skólastefnunni „Skóli án aðgreiningar“ sem þýðir í raun skóli fyrir alla. Því fer fjölbreytt flóra grunnskólabarna í frímínútur á degi hverjum og því enn mikilvægara að allur aðbúnaður og eftirlit sé eins og best verður á kosið, óháð atgervi barna og venjum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Átta ára drengur er að leik í frímínútum í skólanum og fær þá hugmynd að príla upp á vegg sem skilur að skólalóð og kirkjulóð. Drengurinn verður fyrir því óhappi að detta af veggnum úr tveggja metra hæð, hlýtur af því áverka og í kjölfarið varanlega örorku. Slysið á sér stað á skólatíma og sem betur fer er skólinn tryggður… eða hvað? Fær drengurinn greiddar skaðabætur? Svarið er nei.Skaðabótaréttur barna Atvikið sem lýst er hér að ofan átti sér raunverulega stað og nýverið var tryggingafélagið VÍS sýknað af bótakröfu þessa 8 ára drengs. Foreldrarnir töldu að skólanum hefði láðst að tryggja öryggi drengsins með því að setja ekki girðingu á vegginn og að ekki hefði verið haft nægilegt eftirlit með drengnum sem leiddi til þess að hann varð fyrir tjóninu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þá röksemdafærslu og segir m.a. í niðurstöðu dómsins að eftir því sem börn eldist minnki nauðsyn þess að fylgjast stöðugt með þeim og það gildi ekki síður um skólann. Einnig var vísað í vitnisburð móður þar sem hún upplýsti að drengurinn gengi gjarnan heim sjálfur úr skólanum og virðist niðurstaða dómsins m.a. byggja á þeirri staðreynd. Varð niðurstaðan því sú að drengnum var sjálfum gert að bera skaðann af tjóninu. Hverra hagsmunir eru hér í fyrirrúmi?Slys á skólatíma Nemandi er samkvæmt grunnskólalögum á ábyrgð skólans meðan á daglegum starfstíma skólans stendur, þegar hann tekur þátt í skipulögðu skólastarfi innan skólans, á skólalóð eða í ferðum á vegum skólans. Miðað við fyrrnefndan dóm virðist þó einkum horft til staðsetningar barnsins og hegðunar foreldra, þ.e. foreldrar drengsins treystu honum til að ganga heim úr skólanum. Eiga þá réttindi átta ára barns að grundvallast á því hvar þau eru nákvæmlega staðsett og/eða hvaða ákvarðanir foreldrar þeirra taka? Hefði það breytt einhverju ef móðirin hefði staðhæft að drengurinn væri sóttur á hverjum degi? Hvað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og jafnan rétt barna? Er eðlilegt að ung börn geti borið skaða af tjóni eða jafnvel orðið skaðabótaskyld? Hefur það ekkert að segja að slysið átti sér stað í frímínútum á skólatíma? Hvað um eftirlit á skólatíma? Hver ber í raun ábyrgð á börnum á skólatíma? Á Íslandi er skólaskylda frá 6 til 16 ára aldurs. Foreldrar hafa ekki val um að senda börn sín í grunnskóla, þeim ber að gera það. Eðlilega. En ber þá ekki skólum og sveitarfélögum að fylgjast með börnunum á skólatíma og tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni? Vissulega. Þrátt fyrir þann almenna skilning virðist raunin vera sú að þessi ábyrgð sé túlkunaratriði, a.m.k. ef litið er til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Við niðurskurðinn 2008 var m.a. skorið verulega niður í gæslu í frímínútum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að einelti á sér helst stað á skólagöngum og í frímínútum og einnig eru meiri líkur á að börn slasi sig í frjálsum leik við minna eftirlit. Samt sem áður er þetta látið viðgangast.Öryggi og aðbúnaður skólabarna Sveitarfélög bera ábyrgð á búnaði grunnskóla, mati og eftirliti og ber skólum að tryggja nemendum öryggi. Til er reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða (nr.942/2002) og ber sveitarfélögum að hlíta henni. Auk þess að hafa eftirlit með leiktækjum og leiksvæði er mikilvægt að merkja vel skólalóðina eða í það minnsta fræða börn um hvar mörkin liggja. Í ljósi ofangreindra atburða er ástæða til að skerpa betur á þessu í reglugerð og mikilvægt fyrir foreldra og foreldrafélög að sýna hér aðhald með því að óska eftir gögnum og upplýsingum, benda á það sem betur má fara og almennt fylgjast vel með. Þar sem ábyrgð skóla og tryggingarfélaga virðist vera túlkunaratriði og ábyrgð á skólatíma að einhverju leyti teygjanlegt hugtak er enn mikilvægara en áður að foreldrar beiti þrýstingi. Í raun ætti að vera lágmarksviðmið í grunnskólalögum um ásættanlega gæslu – það er ekki til staðar. Sama gildir um leikskólana og ef við færum okkur yfir í frístundaheimilin þá er staðan enn verri. Þar gilda í raun engin lög og reglur fyrir utan almenna skaðabótaábyrgð!Skóli án aðgreiningar Við uppkvaðningu dóma er horft til þess hvaða fordæmi eru gefin. Hvaða fordæmisgildi hefur umræddur dómur fyrir foreldra á Íslandi? Geta þeir ekki treyst því að skólinn beri ábyrgð á grunnskólabörnum á skólatíma? Þurfa þeir að endurskoða sínar venjur með tilliti til réttarstöðu barnsins, svona ef óhapp skyldi eiga sér stað? Nú vinna íslensk menntayfirvöld eftir skólastefnunni „Skóli án aðgreiningar“ sem þýðir í raun skóli fyrir alla. Því fer fjölbreytt flóra grunnskólabarna í frímínútur á degi hverjum og því enn mikilvægara að allur aðbúnaður og eftirlit sé eins og best verður á kosið, óháð atgervi barna og venjum foreldra.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun