Hellisheiðarvirkjun langt undir væntingum og getu Svavar Hávarðsson. skrifar 10. júní 2013 06:30 Hellisheiðarvirkjun, stærsta virkjun sinnar tegundar í heiminum, framleiðir nú 30 megavöttum minna en um áramót. Eftir að síðasti áfangi virkjunarinnar var tekinn í notkun er ljóst að vinnslusvæði virkjunarinnar stendur ekki undir fullum afköstum hennar. Fréttablaðið/Valli Rannsóknir á jarðhitasvæðum í Henglinum leiða í ljós að núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullri framleiðslu til frambúðar. Þegar hefur verið dregið úr rafmagnsframleiðslu. Frekari vandi er fyrirsjáanlegur ef ekkert er að gert. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur nú til skoðunar að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð til að tryggja þannig full afköst virkjunarinnar, og tekjur til næstu ára. Í gögnum OR, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að bróðurpartur vinnslu Hellisheiðarvirkjunar einskorðast við þröngt svæði og lítið virðist vera að finna utan þess. Vinnslusvæði virkjunarinnar er því minna og ekki eins orkuríkt og talið var. Undanfarið hafa niðurrennslisholur einnig farið að taka við minna vatni en áður og verði framhald þar á, gæti þurft að draga úr framleiðslu strax á þessu ári. Sá samdráttur bætist við þann vanda sem fyrr var lýst. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að bæta verði við gufu til að halda fullum rekstri til framtíðar. „Það er alveg ljóst. Ef ekkert verður gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt.“ Uppsett afl virkunarinnar er 303 megavött (MW) og framleiddi á fullum afköstum fram til síðustu áramóta. Hún getur í dag mest framleitt 276 megavött. Vísindamenn OR áætla að afköst muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar. Besta leiðin til að viðhalda vinnslu Hellisheiðarvirkjunar er talin að tengja borholur á háhitasvæðinu í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun með gufulögn, en í Hverahlíð stefndi OR á að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Bjarni segir að miðað við tímaáætlun, að því gefnu að nýtt umhverfismat sé ekki nauðsynlegt, þá myndi gufulögnin komast í gagnið haustið 2014, en stjórn fyrirtækisins hefur ekki tekið ákvörðun um að fara þessa leið. Gróft kostnaðarmat framkvæmdarinnar er hátt í þrír milljarðar króna, en erfitt er að meta kostnaðinn þar sem hönnun er skammt á veg komin. Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag. Innlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Rannsóknir á jarðhitasvæðum í Henglinum leiða í ljós að núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullri framleiðslu til frambúðar. Þegar hefur verið dregið úr rafmagnsframleiðslu. Frekari vandi er fyrirsjáanlegur ef ekkert er að gert. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur nú til skoðunar að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð til að tryggja þannig full afköst virkjunarinnar, og tekjur til næstu ára. Í gögnum OR, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að bróðurpartur vinnslu Hellisheiðarvirkjunar einskorðast við þröngt svæði og lítið virðist vera að finna utan þess. Vinnslusvæði virkjunarinnar er því minna og ekki eins orkuríkt og talið var. Undanfarið hafa niðurrennslisholur einnig farið að taka við minna vatni en áður og verði framhald þar á, gæti þurft að draga úr framleiðslu strax á þessu ári. Sá samdráttur bætist við þann vanda sem fyrr var lýst. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að bæta verði við gufu til að halda fullum rekstri til framtíðar. „Það er alveg ljóst. Ef ekkert verður gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt.“ Uppsett afl virkunarinnar er 303 megavött (MW) og framleiddi á fullum afköstum fram til síðustu áramóta. Hún getur í dag mest framleitt 276 megavött. Vísindamenn OR áætla að afköst muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar. Besta leiðin til að viðhalda vinnslu Hellisheiðarvirkjunar er talin að tengja borholur á háhitasvæðinu í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun með gufulögn, en í Hverahlíð stefndi OR á að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Bjarni segir að miðað við tímaáætlun, að því gefnu að nýtt umhverfismat sé ekki nauðsynlegt, þá myndi gufulögnin komast í gagnið haustið 2014, en stjórn fyrirtækisins hefur ekki tekið ákvörðun um að fara þessa leið. Gróft kostnaðarmat framkvæmdarinnar er hátt í þrír milljarðar króna, en erfitt er að meta kostnaðinn þar sem hönnun er skammt á veg komin. Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag.
Innlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira