Veit forsætisráðherra ekki betur? Jón Steinsson skrifar 30. maí 2013 07:00 Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiðigjaldi þannig að það verði skattur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskígildi sem ákvarðast af afkomu greinarinnar í heild. En ef tilgangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveldara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjaldtökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjaldið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrirtæki öðruvísi en að það sé hagnaður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigendum fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækjum sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrarkostnað. Hjá stærri fyrirtækjum þarf hins vegar stórtækari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrirtækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auðvitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er Sjálfstæðismönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hagkvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núverandi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiðigjaldi þannig að það verði skattur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskígildi sem ákvarðast af afkomu greinarinnar í heild. En ef tilgangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveldara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjaldtökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjaldið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrirtæki öðruvísi en að það sé hagnaður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigendum fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækjum sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrarkostnað. Hjá stærri fyrirtækjum þarf hins vegar stórtækari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrirtækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auðvitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er Sjálfstæðismönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hagkvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núverandi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar