Framtíð mín er á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2013 08:00 Florentina Stanciu er einn þriggja markvarða sem eru við æfingar með íslenska landsliðinu nú. Hér er hún í leik með ÍBV. Mynd/Stefán Einn besti leikmaður N1-deildar kvenna, Florentina Stanciu, er á leið úr landi. Markvörðurinn öflugi hefur leikið með ÍBV síðastliðin ár en náði ekki samkomulagi við félagið um áframhaldandi dvöl. Hún staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hefði átt í viðræðum við rúmenska liðið SCM Craiova. „Þetta er allt óljóst eins og er. Ég hef verið að tala við gamla liðið mitt sem er í sama bæ og fjölskyldan mín í Rúmeníu en það er ekki 100 prósent öruggt að ég fari þangað. Þeir hafa samþykkt munnlega að ganga að mínum kröfum en ég á enn eftir að fá það skriflega. Ef það stenst þá mun ég gera eins árs samning við félagið. Ef ekki, hætti ég við allt saman og leita annað,“ sagði Florentina í samtali við Fréttablaðið.Vil standa mig með landsliðinu Hún sagðist einnig hafa átt í viðræðum við tvö lið á Íslandi en vildi ekki nafngreina þau. Sögusagnir eru á kreiki um að umrædd lið séu Fram og Stjarnan en forráðamenn liðanna staðfestu við Fréttablaðið í gær að engar viðræður hefðu farið fram að svo stöddu. „Ég vil annars lítið hugsa um þetta þessa dagana því ég vil einbeita mér að því að æfa með landsliðinu,“ sagði hún en íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi þar sem sæti á EM er í húfi. Florentina fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur mánuðum og varð strax gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Það er markmið mitt að standa mig eins vel og ég get með íslenska landsliðinu og því vona ég að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst.“ Ef það kemur til þess að hún flytji til Rúmeníu með fjölskyldu sinni segir hún alveg klárt að hún muni snúa aftur til Íslands.Sonurinn í íslenskan skóla „Framtíð mín er á Íslandi. Ég ætla að kaupa hús hér og ala upp börnin mín á Íslandi. En ég vil nýta tækifærið og gefa fjölskyldu minni í Rúmeníu kost á að umgangast son minn, sem er þriggja ára. Það er hentugur aldur til þess að flytja því þegar hann kemst á skólaaldur vil ég að hann gangi í skóla á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það hefði haft mikið að segja í viðræðum sínum við SCM Craiova. „En ef það gengur ekki upp þá verð ég ánægð hvar sem ég enda. Ég er jákvæð persóna og kvíði því ekki að kynnast einhverju nýju,“ bætir hún við að lokum. Ísland leikur gegn Tékklandi, heima og að heiman, dagana 2. og 8. júní næstkomandi. Olís-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Einn besti leikmaður N1-deildar kvenna, Florentina Stanciu, er á leið úr landi. Markvörðurinn öflugi hefur leikið með ÍBV síðastliðin ár en náði ekki samkomulagi við félagið um áframhaldandi dvöl. Hún staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hefði átt í viðræðum við rúmenska liðið SCM Craiova. „Þetta er allt óljóst eins og er. Ég hef verið að tala við gamla liðið mitt sem er í sama bæ og fjölskyldan mín í Rúmeníu en það er ekki 100 prósent öruggt að ég fari þangað. Þeir hafa samþykkt munnlega að ganga að mínum kröfum en ég á enn eftir að fá það skriflega. Ef það stenst þá mun ég gera eins árs samning við félagið. Ef ekki, hætti ég við allt saman og leita annað,“ sagði Florentina í samtali við Fréttablaðið.Vil standa mig með landsliðinu Hún sagðist einnig hafa átt í viðræðum við tvö lið á Íslandi en vildi ekki nafngreina þau. Sögusagnir eru á kreiki um að umrædd lið séu Fram og Stjarnan en forráðamenn liðanna staðfestu við Fréttablaðið í gær að engar viðræður hefðu farið fram að svo stöddu. „Ég vil annars lítið hugsa um þetta þessa dagana því ég vil einbeita mér að því að æfa með landsliðinu,“ sagði hún en íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi þar sem sæti á EM er í húfi. Florentina fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur mánuðum og varð strax gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Það er markmið mitt að standa mig eins vel og ég get með íslenska landsliðinu og því vona ég að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst.“ Ef það kemur til þess að hún flytji til Rúmeníu með fjölskyldu sinni segir hún alveg klárt að hún muni snúa aftur til Íslands.Sonurinn í íslenskan skóla „Framtíð mín er á Íslandi. Ég ætla að kaupa hús hér og ala upp börnin mín á Íslandi. En ég vil nýta tækifærið og gefa fjölskyldu minni í Rúmeníu kost á að umgangast son minn, sem er þriggja ára. Það er hentugur aldur til þess að flytja því þegar hann kemst á skólaaldur vil ég að hann gangi í skóla á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það hefði haft mikið að segja í viðræðum sínum við SCM Craiova. „En ef það gengur ekki upp þá verð ég ánægð hvar sem ég enda. Ég er jákvæð persóna og kvíði því ekki að kynnast einhverju nýju,“ bætir hún við að lokum. Ísland leikur gegn Tékklandi, heima og að heiman, dagana 2. og 8. júní næstkomandi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni