Hluti sakborninga játar aðild að amfetamínsmygli Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. maí 2013 09:00 Sakborningar í stóru fíkniefnamáli sem upplýst var um í janúar hylja andlit sín áður en mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Sjö menn sem eru sakaðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóminn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfetamíninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutning á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmálinu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fannar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbasanum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Darius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upptöku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upptöku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sustanoni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Sjö menn sem eru sakaðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóminn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfetamíninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutning á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmálinu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fannar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbasanum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Darius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upptöku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upptöku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sustanoni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira