Klárum samningana! Össur Skarphéðinsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Mikill meirihluti af þeim sem tóku afstöðu í könnun Félagsvísindastofnunar vill ljúka samningum um aðild að Evrópusambandinu. Samningaviðræðurnar eru komnar langt áleiðis og glapræði væri að slíta þeim. Það gæti frestað möguleikum Íslendinga á að taka upp evru um 30-40 ár. Nú þegar er búið að opna til samninga 4/5 af þeim 33 köflum sem um þarf að semja. Samningum er lokið um þriðjung. Mestu skiptir að okkur hefur tekist að skapa góðan skilning á sérstöðu Íslands, ekki síst varðandi sjávarútveg, landbúnað og aðra mikilvæga þætti. Það kom t.d. fram á nýlegum fundi mínum með Stefan Fule, stækkunarstjóra sambandsins, sem lýsti fullum skilningi á mikilvægri kröfu Íslendinga um bann við innflutningi á lifandi dýrum. Framkvæmdastjóri orkumála, Oettinger, lýsti sömuleiðis yfir í tilkynningu eftir okkar fund að Íslendingar myndu halda bæði eignarhaldi og fullu forræði yfir orkulindum sínum. Fyrir liggur að reglur ESB tryggja að Íslendingar halda rétti sínum sem þeir hafa gagnvart fiskistofnum í hafi. Evrópuleiðin gerir Íslendingum kleift, ef þeir vilja, að skipta út krónunni, sem er þyngsti skatturinn á þjóðinni, og taka upp evru. Vextir myndu lækka, verðbólga myndi minnka og verðtryggingin hyrfi. Þarna liggur tækifæri Íslands til að öðlast efnahagslegan stöðugleika. Reynsla smárra þjóða sýnir líka að aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapa störf og fjölbreytni í atvinnulífinu. Þeir sem vilja tryggja framhald viðræðna og halda möguleikum Íslands opnum gagnvart Evrópusambandinu stuðla best að því með því að greiða Samfylkingunni atkvæði sitt. Við erum sá flokkur sem bar málið fram á Alþingi og höfum sýnt mesta staðfestu og ábyrgð í Evrópuferlinu. Þeir sem vilja fá að kjósa um samning – þeir kjósa líka Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti af þeim sem tóku afstöðu í könnun Félagsvísindastofnunar vill ljúka samningum um aðild að Evrópusambandinu. Samningaviðræðurnar eru komnar langt áleiðis og glapræði væri að slíta þeim. Það gæti frestað möguleikum Íslendinga á að taka upp evru um 30-40 ár. Nú þegar er búið að opna til samninga 4/5 af þeim 33 köflum sem um þarf að semja. Samningum er lokið um þriðjung. Mestu skiptir að okkur hefur tekist að skapa góðan skilning á sérstöðu Íslands, ekki síst varðandi sjávarútveg, landbúnað og aðra mikilvæga þætti. Það kom t.d. fram á nýlegum fundi mínum með Stefan Fule, stækkunarstjóra sambandsins, sem lýsti fullum skilningi á mikilvægri kröfu Íslendinga um bann við innflutningi á lifandi dýrum. Framkvæmdastjóri orkumála, Oettinger, lýsti sömuleiðis yfir í tilkynningu eftir okkar fund að Íslendingar myndu halda bæði eignarhaldi og fullu forræði yfir orkulindum sínum. Fyrir liggur að reglur ESB tryggja að Íslendingar halda rétti sínum sem þeir hafa gagnvart fiskistofnum í hafi. Evrópuleiðin gerir Íslendingum kleift, ef þeir vilja, að skipta út krónunni, sem er þyngsti skatturinn á þjóðinni, og taka upp evru. Vextir myndu lækka, verðbólga myndi minnka og verðtryggingin hyrfi. Þarna liggur tækifæri Íslands til að öðlast efnahagslegan stöðugleika. Reynsla smárra þjóða sýnir líka að aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapa störf og fjölbreytni í atvinnulífinu. Þeir sem vilja tryggja framhald viðræðna og halda möguleikum Íslands opnum gagnvart Evrópusambandinu stuðla best að því með því að greiða Samfylkingunni atkvæði sitt. Við erum sá flokkur sem bar málið fram á Alþingi og höfum sýnt mesta staðfestu og ábyrgð í Evrópuferlinu. Þeir sem vilja fá að kjósa um samning – þeir kjósa líka Samfylkinguna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar