Auðlindirnar þrjár Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu. A) Allar eru þessar auðlindir að einhverju leyti nýttar nú þegar, B) það er hægt að nýta þær enn frekar ef vilji er til þess, C) allar gefa þær af sér tekjur með einum eða öðrum hætti og D) allar eru þær í eigu þjóðarinnar að miklu eða öllu leyti. En ólíkt því sem sumir halda þá leiðir nýting allra þessara auðlinda til einhverra umhverfisáhrifa. Það er ekkert ósnortið við vistkerfi hafsins þar sem olíuknúin skip moka upp yfir milljón tonnum af fiski, Það er ekkert ósnortið við náttúrufyrirbrigði sem girt er af með trépöllum, stígum, rútum í röðum, kömrum og minjagripaverslunum. Ekki frekar en á sem virkjuð hefur verið til raforkuframleiðslu er ósnortinn. En engar af þessum auðlindum eru ónýtar og nýtingin er endrum og sinnum ásættanlegt. Við Íslendingar eigum reyndar óhemju miklar auðlindir og höfum einungis nýtt þær að hluta. Það er auðveldlega hægt að moka upp mikið meira af fiski, virkja allar sprænur og hveri og hleypa hér inn fleiri milljónum ferðamanna. Við myndum vissulega græða mikið og hratt en væri að mínu mati græðgi og hreinlega óskynsamlegt. Það er líka að mínu mati algerlega óraunhæf draumsýn að ef við hættum að veiða, virkja og ferðast, þá muni sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn og ferðaþjónustuaðilinn um leið snúa sér að smíði tölvuleikja, gerviliðasmíði og náttúrusmyrslagerð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu framtíðartekjur okkar og lífsgæði byggja að miklu leyti á hvernig þessum auðlindum verður stjórnað og miðlað í framtíðinni. Það gilda sömu mikilvægu ákvarðanatökur um allar auðlindirnar. A) Hvort, hvernig og hversu mikið eigum við að nýta? B) hvernig getum við nýtt þær með sem minnstum umhverfisáhrifum? C) hvernig og hversu miklar tekjur viljum við fá fyrir þær og hvernig skiptum við þeim og útdeilum á eigendur þ.e. okkur? Þetta gildir fyrir allar þessar auðlindir og algerlega óþarfi að vera rugla þeim eitthvað saman. Við vitum vel að í raun og veru hefur enginn ferðamaður hætt við að kaupa ferð til Íslands vegna virkjunarframkvæmdar, við vitum líka að enginn hefur hætt við að reisa gagnaver hérna vegna umdeildra makrílveiða. Hættum að blanda óskyldum hlutum saman og einbeitum okkur að sameiginlegum viðfangsefnum þessara auðlinda þ.e. skynsamlegri nýtingu. Mitt mat er að við getum aukið nýtingu á öllum þessum sviðum með jafnvel enn minni umhverfisáhrifum en gert er í dag. Það má t.d. minnka olíunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, fella virkjanir betur að landslagi og bæta meðhöndlun og nýtingu úrgangs sem til verður í öllum auðlindaflokkunum. Ég veit líka jafnvel að allar þessar auðlindir eru takmarkaðar og stíga verður varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku. Við eigum einnig að vera víðsýn í leit okkar að hámarkstekjum fyrir hverja auðlindareiningu. Það eru t.d. margir algerlega lokaðir fyrir sölu á raforku til erlendra aðila en finnst á sama tíma sjálfsagt að selja fisk út úr landinu og hleypa inn erlendum ferðamönnum vitandi að slíkt hefur hækkað bæði verð á fiski og gistinóttum innanlands fyrir heimamenn. Flestir átta sig auðvitað á þau neikvæðu áhrif eru miklu minni en þau jákvæðu sem fást með auknum tekjumöguleikum á stærri markaði. Það eru nefnilega ýmsar leiðir til að ná í tekjur af auðlindanýtingu og skoða verður alla bestun á slíku með yfirveguðum hætti. Beinn aðlindaskattur er ein leið en óbeinn tekjuskattur, atvinnusköpun eða lágt innanlandsverð eru líka leiðir til að úthluta arði af auðlindum. Okkur Íslendingum hefur verið falin umsjón yfir ótrúlegum auðlindum og okkur ber að umgangast þær af þolinmæði og skynsemi. Við verðum varveita þær og nýta þannig að umheimurinn og við sjálf getum verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu. A) Allar eru þessar auðlindir að einhverju leyti nýttar nú þegar, B) það er hægt að nýta þær enn frekar ef vilji er til þess, C) allar gefa þær af sér tekjur með einum eða öðrum hætti og D) allar eru þær í eigu þjóðarinnar að miklu eða öllu leyti. En ólíkt því sem sumir halda þá leiðir nýting allra þessara auðlinda til einhverra umhverfisáhrifa. Það er ekkert ósnortið við vistkerfi hafsins þar sem olíuknúin skip moka upp yfir milljón tonnum af fiski, Það er ekkert ósnortið við náttúrufyrirbrigði sem girt er af með trépöllum, stígum, rútum í röðum, kömrum og minjagripaverslunum. Ekki frekar en á sem virkjuð hefur verið til raforkuframleiðslu er ósnortinn. En engar af þessum auðlindum eru ónýtar og nýtingin er endrum og sinnum ásættanlegt. Við Íslendingar eigum reyndar óhemju miklar auðlindir og höfum einungis nýtt þær að hluta. Það er auðveldlega hægt að moka upp mikið meira af fiski, virkja allar sprænur og hveri og hleypa hér inn fleiri milljónum ferðamanna. Við myndum vissulega græða mikið og hratt en væri að mínu mati græðgi og hreinlega óskynsamlegt. Það er líka að mínu mati algerlega óraunhæf draumsýn að ef við hættum að veiða, virkja og ferðast, þá muni sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn og ferðaþjónustuaðilinn um leið snúa sér að smíði tölvuleikja, gerviliðasmíði og náttúrusmyrslagerð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu framtíðartekjur okkar og lífsgæði byggja að miklu leyti á hvernig þessum auðlindum verður stjórnað og miðlað í framtíðinni. Það gilda sömu mikilvægu ákvarðanatökur um allar auðlindirnar. A) Hvort, hvernig og hversu mikið eigum við að nýta? B) hvernig getum við nýtt þær með sem minnstum umhverfisáhrifum? C) hvernig og hversu miklar tekjur viljum við fá fyrir þær og hvernig skiptum við þeim og útdeilum á eigendur þ.e. okkur? Þetta gildir fyrir allar þessar auðlindir og algerlega óþarfi að vera rugla þeim eitthvað saman. Við vitum vel að í raun og veru hefur enginn ferðamaður hætt við að kaupa ferð til Íslands vegna virkjunarframkvæmdar, við vitum líka að enginn hefur hætt við að reisa gagnaver hérna vegna umdeildra makrílveiða. Hættum að blanda óskyldum hlutum saman og einbeitum okkur að sameiginlegum viðfangsefnum þessara auðlinda þ.e. skynsamlegri nýtingu. Mitt mat er að við getum aukið nýtingu á öllum þessum sviðum með jafnvel enn minni umhverfisáhrifum en gert er í dag. Það má t.d. minnka olíunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, fella virkjanir betur að landslagi og bæta meðhöndlun og nýtingu úrgangs sem til verður í öllum auðlindaflokkunum. Ég veit líka jafnvel að allar þessar auðlindir eru takmarkaðar og stíga verður varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku. Við eigum einnig að vera víðsýn í leit okkar að hámarkstekjum fyrir hverja auðlindareiningu. Það eru t.d. margir algerlega lokaðir fyrir sölu á raforku til erlendra aðila en finnst á sama tíma sjálfsagt að selja fisk út úr landinu og hleypa inn erlendum ferðamönnum vitandi að slíkt hefur hækkað bæði verð á fiski og gistinóttum innanlands fyrir heimamenn. Flestir átta sig auðvitað á þau neikvæðu áhrif eru miklu minni en þau jákvæðu sem fást með auknum tekjumöguleikum á stærri markaði. Það eru nefnilega ýmsar leiðir til að ná í tekjur af auðlindanýtingu og skoða verður alla bestun á slíku með yfirveguðum hætti. Beinn aðlindaskattur er ein leið en óbeinn tekjuskattur, atvinnusköpun eða lágt innanlandsverð eru líka leiðir til að úthluta arði af auðlindum. Okkur Íslendingum hefur verið falin umsjón yfir ótrúlegum auðlindum og okkur ber að umgangast þær af þolinmæði og skynsemi. Við verðum varveita þær og nýta þannig að umheimurinn og við sjálf getum verið stolt af.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun