Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Sunna Valgerðardóttir skrifar 17. apríl 2013 07:00 Heiða Kristín kynnti flokkinn sinn, sem er að bjóða fram til Alþingis í fyrsta sinn, meðal heimilisfólks á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. "Við leggjum mesta áherslu á að hætta í skammtímalausnum og skammsýni og búa til bjarta framtíð lengur en eitt ár í senn,“ sagði Heiða í kynningu sinni. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég tók mína ákvörðun þegar ég fékk kosningarétt fyrir áttatíu árum og hef haldið mig við það sama síðan. Engir bæklingar eða kosningaloforð geta látið mig breyta minni afstöðu,“ segir Svava Ingimundardóttir, 96 ára íbúi á Hjúkrunarheimilinu Eir. Frambjóðendur Bjartrar framtíðar, þær Heiða Kristín Helgadóttir og Sigrún Gunnarsdóttir, heimsóttu íbúana um hádegisbil í gær. Svava gefur ekki mikið fyrir þá tegund kosningabaráttu þegar frambjóðendur koma inn á hjúkrunarheimilið til að dreifa bæklingum. „Það er hundleiðinlegt þegar þessir flokkar koma og skýra frá sínum stefnumálum, svo ég svari fyrir mig. Mér er alveg hjartanlega sama um þá,“ segir hún. „Svona stutt heimsókn mun heldur aldrei breyta afstöðu minni.“ Þær Sigríður Sjöfn Einarsdóttir og Fjóla Bjarnadóttir, íbúar á Eir, könnuðust ekki við Bjarta framtíð sem stjórnmálaflokk en þekktu andlit Róberts Marshall, Óttars Proppé og Jóns Gnarr sem prýddu forsíðu bæklingsins sem Heiða og Sigrún dreifðu um deildina. Sigríður og Fjóla ætla báðar að kjósa á föstudag utan kjörfundar og líst ágætlega á fólkið á lista flokksins. „En maður á auðvitað eftir að kynna sér þetta betur,“ segja þær.Sigríður Björnsdóttir Bjarklind, Kristbjörg Bjarnadóttir og Svava Ingimundardóttir.„Heyrðu vinan, við verðum að fara að herða okkur“ Sigríður Björnsdóttir Bjarklind, 87 ára, og Kristbjörg Bjarnadóttir, 93 ára, komu af fjöllum þegar blaðakona skýrði frá því að stjórnmálaflokkarnir í komandi kosningum væru fimmtán talsins. „Er það virkilega? Heyrðu vinan, við verðum að fara að herða okkur,“ segir Sigríður og klappar saman lófum til vinkonu sinnar. „Já, heldur betur,“ tekur Kristbjörg undir. „Svo heldur maður að það muni engu um þetta eina atkvæði manns, en það gæti nú verið misskilningur þegar svona margir eru í framboði.“ Þær gefa ekki mikið fyrir heimsóknir stjórnmálaflokka á Eir. „Það hefur engin áhrif á mína afstöðu, en er reglulega áhugavert engu að síður. Þetta verða spennandi kosningar,“ segir Kristbjörg. „Við ætlum að kjósa, það er sóun að sleppa því. Það er svo margt sem þarf að laga, sama hver er við völd. En það er vissulega mikið af góðu fólki í framboði hjá flokkunum og maður gæti alveg hugsað sér að kjósa fleiri en einn.“ Kosið verður utan kjörfundar á Eir á föstudag.Yfirdráttur frá Gumma og frjáls framlög borga kosningabaráttuna Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, skipar annað sætið í Reykjavík norður. Hún segir það skipta flokkinn máli að kynna sig sem víðast, sérstaklega þar sem hann er að bjóða fram í fyrsta sinn. „Svo höfum við ekki ráð á sömu auglýsingum og margir aðrir. Við erum að reka okkar kosningabaráttu á frjálsum framlögum og yfirdrætti sem Gummi tók og verðum því að fara út og dreifa bæklingunum handvirkt. Svo er ótrúlega gaman að eiga samtal við alls konar fólk,“ segir Heiða. Sigrún Gunnarsdóttir skipar fjórða sætið í Reykjavík suður. Hún tekur undir orð Heiðu Kristínar og undirstrikar að aldraðir séu mjög mikilvægur hópur kjósenda. „Þótt við leggjum áherslu á framtíðina þá er framtíð okkar allra mismunandi löng. Þetta fólk á börn og barnabörn og er án efa umhugað um bjarta framtíð,“ segir hún. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
„Ég tók mína ákvörðun þegar ég fékk kosningarétt fyrir áttatíu árum og hef haldið mig við það sama síðan. Engir bæklingar eða kosningaloforð geta látið mig breyta minni afstöðu,“ segir Svava Ingimundardóttir, 96 ára íbúi á Hjúkrunarheimilinu Eir. Frambjóðendur Bjartrar framtíðar, þær Heiða Kristín Helgadóttir og Sigrún Gunnarsdóttir, heimsóttu íbúana um hádegisbil í gær. Svava gefur ekki mikið fyrir þá tegund kosningabaráttu þegar frambjóðendur koma inn á hjúkrunarheimilið til að dreifa bæklingum. „Það er hundleiðinlegt þegar þessir flokkar koma og skýra frá sínum stefnumálum, svo ég svari fyrir mig. Mér er alveg hjartanlega sama um þá,“ segir hún. „Svona stutt heimsókn mun heldur aldrei breyta afstöðu minni.“ Þær Sigríður Sjöfn Einarsdóttir og Fjóla Bjarnadóttir, íbúar á Eir, könnuðust ekki við Bjarta framtíð sem stjórnmálaflokk en þekktu andlit Róberts Marshall, Óttars Proppé og Jóns Gnarr sem prýddu forsíðu bæklingsins sem Heiða og Sigrún dreifðu um deildina. Sigríður og Fjóla ætla báðar að kjósa á föstudag utan kjörfundar og líst ágætlega á fólkið á lista flokksins. „En maður á auðvitað eftir að kynna sér þetta betur,“ segja þær.Sigríður Björnsdóttir Bjarklind, Kristbjörg Bjarnadóttir og Svava Ingimundardóttir.„Heyrðu vinan, við verðum að fara að herða okkur“ Sigríður Björnsdóttir Bjarklind, 87 ára, og Kristbjörg Bjarnadóttir, 93 ára, komu af fjöllum þegar blaðakona skýrði frá því að stjórnmálaflokkarnir í komandi kosningum væru fimmtán talsins. „Er það virkilega? Heyrðu vinan, við verðum að fara að herða okkur,“ segir Sigríður og klappar saman lófum til vinkonu sinnar. „Já, heldur betur,“ tekur Kristbjörg undir. „Svo heldur maður að það muni engu um þetta eina atkvæði manns, en það gæti nú verið misskilningur þegar svona margir eru í framboði.“ Þær gefa ekki mikið fyrir heimsóknir stjórnmálaflokka á Eir. „Það hefur engin áhrif á mína afstöðu, en er reglulega áhugavert engu að síður. Þetta verða spennandi kosningar,“ segir Kristbjörg. „Við ætlum að kjósa, það er sóun að sleppa því. Það er svo margt sem þarf að laga, sama hver er við völd. En það er vissulega mikið af góðu fólki í framboði hjá flokkunum og maður gæti alveg hugsað sér að kjósa fleiri en einn.“ Kosið verður utan kjörfundar á Eir á föstudag.Yfirdráttur frá Gumma og frjáls framlög borga kosningabaráttuna Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, skipar annað sætið í Reykjavík norður. Hún segir það skipta flokkinn máli að kynna sig sem víðast, sérstaklega þar sem hann er að bjóða fram í fyrsta sinn. „Svo höfum við ekki ráð á sömu auglýsingum og margir aðrir. Við erum að reka okkar kosningabaráttu á frjálsum framlögum og yfirdrætti sem Gummi tók og verðum því að fara út og dreifa bæklingunum handvirkt. Svo er ótrúlega gaman að eiga samtal við alls konar fólk,“ segir Heiða. Sigrún Gunnarsdóttir skipar fjórða sætið í Reykjavík suður. Hún tekur undir orð Heiðu Kristínar og undirstrikar að aldraðir séu mjög mikilvægur hópur kjósenda. „Þótt við leggjum áherslu á framtíðina þá er framtíð okkar allra mismunandi löng. Þetta fólk á börn og barnabörn og er án efa umhugað um bjarta framtíð,“ segir hún.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00
Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00
Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00
"Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00