Þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur einkavæddu vatnið Katrín Júlíusdóttir skrifar 16. apríl 2013 12:00 Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum. Alræmd einkavæðingarlög Fyrsta verk okkar jafnaðarmanna var að koma í gegn lögum sem bönnuðu sölu auðlinda úr opinberri eigu og til einkaaðila. Í framhaldi af því komust svo hinar mikilvægu jarðvarmaauðlindir á Reykjanesi í eigu ríkisins. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir því að afnema hin alræmdu einkavæðingarlög um yfirborðsvatnið og styrkja um leið almannaréttinn í gildandi vatnalögum. Við höfum líka tryggt þjóðinni eðlilega hlutdeild í þeim mikla arði sem til verður vegna verðmætis sjávarútvegsauðlindar okkar. Heildstæð auðlindastefna byggir á því að auðlindirnar sjálfar skuli vera í eigu eða umsjón þjóðarinnar og hún fái sanngjarnan hluta þess auðlindaarðs sem til verður vegna úthlutunar tímabundinna sérleyfa til nýtingar. Alþjóðlegir aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa hvatt ríki til að innheimta hluta auðlindarentu, því slíkt getur skapað miklar tekjur sem gera viðkomandi ríkjum kleift að lækka aðrar álögur eða efla innviði. Þá hefur slíkt tilkall miklu minni neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og uppbyggingar en hefðbundnir skattar og gjöld. Næsta verkefni er að gera langþráð stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum að veruleika og nýta til þess þá samstöðu sem náðist um breytingarákvæði í stjórnarskrá. Þjóðin á að krefja öll framboð um afdráttarlaus svör við því hvort þau hyggist standa að því hagsmunamáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum. Alræmd einkavæðingarlög Fyrsta verk okkar jafnaðarmanna var að koma í gegn lögum sem bönnuðu sölu auðlinda úr opinberri eigu og til einkaaðila. Í framhaldi af því komust svo hinar mikilvægu jarðvarmaauðlindir á Reykjanesi í eigu ríkisins. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir því að afnema hin alræmdu einkavæðingarlög um yfirborðsvatnið og styrkja um leið almannaréttinn í gildandi vatnalögum. Við höfum líka tryggt þjóðinni eðlilega hlutdeild í þeim mikla arði sem til verður vegna verðmætis sjávarútvegsauðlindar okkar. Heildstæð auðlindastefna byggir á því að auðlindirnar sjálfar skuli vera í eigu eða umsjón þjóðarinnar og hún fái sanngjarnan hluta þess auðlindaarðs sem til verður vegna úthlutunar tímabundinna sérleyfa til nýtingar. Alþjóðlegir aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa hvatt ríki til að innheimta hluta auðlindarentu, því slíkt getur skapað miklar tekjur sem gera viðkomandi ríkjum kleift að lækka aðrar álögur eða efla innviði. Þá hefur slíkt tilkall miklu minni neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og uppbyggingar en hefðbundnir skattar og gjöld. Næsta verkefni er að gera langþráð stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum að veruleika og nýta til þess þá samstöðu sem náðist um breytingarákvæði í stjórnarskrá. Þjóðin á að krefja öll framboð um afdráttarlaus svör við því hvort þau hyggist standa að því hagsmunamáli.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun