„Þjóðinni fært þjarkið sitt“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Mörgum Íslendingum lætur ekki ýkja vel að rökræða. Miklu betur að þjarka. Í þjarkinu eru ekki brúkaðar röksemdir, heldur fullyrðingar. Annar segir að svart sé hvítt. Hinn að hvítt sé svart. Því lengur sem þjarkað er þeim mun groddalegri verða fullyrðingarnar. Hámarkinu er svo náð með stóryrðum og kjaftbrúki (sjá bloggheima). Kjaftbrúkurum er gjarna svo mikið niðri fyrir, að þeir geta varla skrifað eina setningu óbrjálaða á íslensku máli. En dugnaðinn vantar ekki. Sletturnar ganga í allar áttir! Frá þjarkinu á undanförnum áratugum er margs að minnast. Um Hafnarfjörð „sem verður óbyggilegur sakir barnadauða af völdum mengunar ef álver rís í Straumsvík“. Um Alþingi, sem „hætt verður að kjósa til ef Ísland gengur í EFTA því þá verður þjóðinni stjórnað frá útlöndum“. Um „hvernig landið muni fyllast af Portúgölum og Spánverjum sem setjast munu upp á kerfið ef Ísland gengur í EES“. Ég nýt þess mjög mikið að hitta slíka viðmælendur og rifja upp ummælin. Þá þurfa þeir allt í einu að flýta sér afskaplega á áríðandi stefnumót annars staðar. Hafa ekki tíma til að ræða málin. Íslendingurinn viðurkennir aldrei að hafa haft rangt fyrir sér. Þá þarf hann endilega að fara eitthvert annað.Versti óvinurinn Versti óvinur þeirra sem unna þjarkinu er ef veruleikinn er látinn mæta á staðinn. Þá er ekki lengur hægt að þjarka. Veruleikinn fellir nefnilega dóminn. Hann gerði það í Straumsvík. Hann gerði það um EFTA. Hann gerði það um EES. Í síðustu tuttugu ár hafa þjarkarar þjarkað um ESB. Skipst á fullyrðingum, sem stöðugt verða groddalegri. Viðhaft stóryrðin – „þjóðníðingar og landráðamenn“ – og kjaftbrúk. Orðið svo heitt í hamsi að megna ekki að koma frá sér á blogginu heilli setningu á óbrjálaðri íslensku. Sem sé: Náð toppnum. Svo stóð til að láta veruleikann mæta á staðinn. Það ákvað Alþingi. Láta veruleikann skera úr um, hvort ESB-aðild myndi neyða æsku landsins inn í evrópskan her (sem raunar er ekki til) og annað álíka. En það nær auðvitað engri átt. Þá gæti þjóðin tapað þjarkinu sínu. Misst af því að geta haldið áfram að þjarka í a.m.k. önnur tuttugu ár til viðbótar. Góðir menn sjá að það má ekki gerast. Það má ekki hafa þjarkið af þjóðinni! Mikið er það nú ánægjulegt að flokkar hafa tekið ákvörðun um að leyfa þjóðinni að halda áfram að þjarka um ESB. Koma í veg fyrir að veruleikinn sé kvaddur á vettvang. Mikið held ég að mörgum sé létt. Loksins þjóð með trygga framtíð. Meira að segja bannað að miðla upplýsingum um ESB. Loka skal Evrópustofu. Skella barasta í lás. Reka fólkið heim. Þjóðinni verður fært þjarkið sitt aftur. Hvílík unun! Hvílíkt öryggi! Hvílík framtíðarsýn! Forystuflokkurinn, sem kennir sig við þjóðarsjálfstæðið, hefur talað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum Íslendingum lætur ekki ýkja vel að rökræða. Miklu betur að þjarka. Í þjarkinu eru ekki brúkaðar röksemdir, heldur fullyrðingar. Annar segir að svart sé hvítt. Hinn að hvítt sé svart. Því lengur sem þjarkað er þeim mun groddalegri verða fullyrðingarnar. Hámarkinu er svo náð með stóryrðum og kjaftbrúki (sjá bloggheima). Kjaftbrúkurum er gjarna svo mikið niðri fyrir, að þeir geta varla skrifað eina setningu óbrjálaða á íslensku máli. En dugnaðinn vantar ekki. Sletturnar ganga í allar áttir! Frá þjarkinu á undanförnum áratugum er margs að minnast. Um Hafnarfjörð „sem verður óbyggilegur sakir barnadauða af völdum mengunar ef álver rís í Straumsvík“. Um Alþingi, sem „hætt verður að kjósa til ef Ísland gengur í EFTA því þá verður þjóðinni stjórnað frá útlöndum“. Um „hvernig landið muni fyllast af Portúgölum og Spánverjum sem setjast munu upp á kerfið ef Ísland gengur í EES“. Ég nýt þess mjög mikið að hitta slíka viðmælendur og rifja upp ummælin. Þá þurfa þeir allt í einu að flýta sér afskaplega á áríðandi stefnumót annars staðar. Hafa ekki tíma til að ræða málin. Íslendingurinn viðurkennir aldrei að hafa haft rangt fyrir sér. Þá þarf hann endilega að fara eitthvert annað.Versti óvinurinn Versti óvinur þeirra sem unna þjarkinu er ef veruleikinn er látinn mæta á staðinn. Þá er ekki lengur hægt að þjarka. Veruleikinn fellir nefnilega dóminn. Hann gerði það í Straumsvík. Hann gerði það um EFTA. Hann gerði það um EES. Í síðustu tuttugu ár hafa þjarkarar þjarkað um ESB. Skipst á fullyrðingum, sem stöðugt verða groddalegri. Viðhaft stóryrðin – „þjóðníðingar og landráðamenn“ – og kjaftbrúk. Orðið svo heitt í hamsi að megna ekki að koma frá sér á blogginu heilli setningu á óbrjálaðri íslensku. Sem sé: Náð toppnum. Svo stóð til að láta veruleikann mæta á staðinn. Það ákvað Alþingi. Láta veruleikann skera úr um, hvort ESB-aðild myndi neyða æsku landsins inn í evrópskan her (sem raunar er ekki til) og annað álíka. En það nær auðvitað engri átt. Þá gæti þjóðin tapað þjarkinu sínu. Misst af því að geta haldið áfram að þjarka í a.m.k. önnur tuttugu ár til viðbótar. Góðir menn sjá að það má ekki gerast. Það má ekki hafa þjarkið af þjóðinni! Mikið er það nú ánægjulegt að flokkar hafa tekið ákvörðun um að leyfa þjóðinni að halda áfram að þjarka um ESB. Koma í veg fyrir að veruleikinn sé kvaddur á vettvang. Mikið held ég að mörgum sé létt. Loksins þjóð með trygga framtíð. Meira að segja bannað að miðla upplýsingum um ESB. Loka skal Evrópustofu. Skella barasta í lás. Reka fólkið heim. Þjóðinni verður fært þjarkið sitt aftur. Hvílík unun! Hvílíkt öryggi! Hvílík framtíðarsýn! Forystuflokkurinn, sem kennir sig við þjóðarsjálfstæðið, hefur talað.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar