Skoðun

Farið bara í sturtu

Sighvatur Björgvinsson skrifar
Fyrir fáum árum var frá því sagt í heimsfréttunum að Zuma, forseti Suður-Afríku, hefði sagt við þjóð sína: „Hafið ekki áhyggjur af HIV-veirunni. Farið bara í sturtu strax á eftir og þvoið ykkur vel. Þá verður allt „i orden“.“ Og heimurinn hló. Ekki að Zuma heldur að þjóðinni, sem léti ljúga slíku að sér.

Sigmundur Davíð heitir maður uppi á Íslandi. Hann segir þjóðinni að hægt sé að létta af fólki skuldum, sem nema 240 milljörðum króna – nærri tvöföldum tekjum ríkisins af virðisaukaskatti – án þess að nokkur þurfi að borga. Og þjóðin trúir! Flokkur Zuma mælist stærstur í Suður Afríku.

Flokkur Sigmundar Davíðs mælist stærstur á Íslandi.

Og heimurinn hlær.

Fyrir nokkrum árum var frá því sagt, að eftir tíu ára nám í íslenska grunnskólakerfinu gæti fjórðungur drengja og tíunda hver stúlka ekki lesið sér til skilnings. Eitthvað skárra en í Afríku – en ekki mikið. Ekki mjög mikið!




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×