Viljum ekki skerða hlut neins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2013 07:00 Tekist á eftir leik. Kristín Harpa Hálfdánardóttir, íþróttastjóri Rúv, ýtir hér ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis af keppnisgólfinu. mynd/sport.is/hilmar þór guðmundsson Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. „Það átti sér stað óheppilegt atvik í lok úrslitaleiks karla í handbolta sem við erum að fara yfir." Þetta segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, um uppákomu sem átti sér stað á milli Kristínar Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, og Daníels Rúnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins. Bjarni vildi ekki tjá sig frekar um atvikið sem kom upp eftir leikinn, Eftir að ÍR tryggði sér sigur í bikarkeppninni á sunnudag ætlaði Daníel að fara inn á keppnisgólfið til að mynda fögnuð ÍR-inga, eins og venja hefur verið á íþróttakappleikjum hérlendis til margra ára. Það gekk ekki eftir og fyrir vikið gátu Fréttablaðið og Vísir ekki þjónustað lesendur á sama máta og verið hefur og ætlunin var að gera nú. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að nýjar reglur hafi verið settar um framkvæmd leikjanna um helgina. Meðal þeirra var að ljósmyndarar mættu ekki fara inn á keppnisgólfið strax eftir leik til að trufla ekki sjónvarpsútsendingu Rúv, rétthafa bikarkeppninnar í handbolta. „Grundvallaratriði í þessu máli er að ákveðin skilaboð virðast ekki hafa skilað sér til viðkomandi aðila," segir Einar. Hann segir að þó svo að það hafi tíðkast á handboltaleikjum hérlendis í mörg ár að ljósmyndarar myndi fögnuð leikmanna strax eftir leik sé slíkt óþekkt á sambærilegum leikjum í Evrópu. „Við búum til að mynda við mjög strangar vinnureglur í kringum alþjóðlega leiki og þó svo að þetta sé litla Ísland þá viljum við vanda til og passa upp á að allt gangi vel fyrir sig," segir Einar. „Þeir ljósmyndarar sem hafa til dæmis myndað á stórmótum landsliðs erlendis þekkja það vel." Einar segir að HSÍ muni taka þessi mál til skoðunar, ekki síst í þeim tilgangi að gefa öllum fjölmiðlum tækifæri á að nálgast myndefnið á fullnægjandi máta. „Við ætluðum okkur ekki að skerða hlut neins fjölmiðils. Það eru engu að síður ákveðnar reglur sem gilda í kringum íþróttakappleiki og menn þurfa að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að búa þannig um hnútana að allir geti vel við unað," segir Einar en upplýsingar um þessar reglur bárust ekki ljósmyndadeild 365 fyrir leikinn. Einar segir þó að starfsmenn fréttamiðla eigi ekki að sjá til þess að reglunum sé framfylgt. „Það er gæsla á leiknum og þeir aðilar eiga að passa upp á þetta – ekki starfsmenn fréttamiðla," segir Einar. Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerði alvarlegar athugasemdir við framferði Kristínar Hörpu. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé gengið í skrokk á fólki," sagði Rakel. „Það var ekki talað við Daníel heldur var honum einfaldlega ýtt út af vellinum. Það hefði þurft að senda út tilkynningu um þetta fyrir fram að það megi ekki mynda viðburðinn. Ljósmyndararnir sátu allan leikinn og voru svo skyndilega stöðvaðir. Mér finnst þetta algjörlega til skammar," segir Rakel. Von er á yfirlýsingu frá félaginu í dag. Pjetur Sigurðsson, yfirmaður ljósmyndadeildar 365, staðfestir að deildinni hafi ekki borist neinar upplýsingar um breyttar reglur um aðgengi ljósmyndara fyrir bikarúrslitaleikina. „Þetta var óheppilegt atvik en okkur bárust aldrei neinar upplýsingar um neins konar starfsreglur sem áttu að vera í gildi. Það komu ekki heldur fram neinar ábendingar um slíkt á fundi HSÍ með fjölmiðlafólki í síðustu viku. Þann fund sat ég,“ áréttar Pjetur. Olís-deild karla Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. „Það átti sér stað óheppilegt atvik í lok úrslitaleiks karla í handbolta sem við erum að fara yfir." Þetta segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, um uppákomu sem átti sér stað á milli Kristínar Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, og Daníels Rúnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins. Bjarni vildi ekki tjá sig frekar um atvikið sem kom upp eftir leikinn, Eftir að ÍR tryggði sér sigur í bikarkeppninni á sunnudag ætlaði Daníel að fara inn á keppnisgólfið til að mynda fögnuð ÍR-inga, eins og venja hefur verið á íþróttakappleikjum hérlendis til margra ára. Það gekk ekki eftir og fyrir vikið gátu Fréttablaðið og Vísir ekki þjónustað lesendur á sama máta og verið hefur og ætlunin var að gera nú. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að nýjar reglur hafi verið settar um framkvæmd leikjanna um helgina. Meðal þeirra var að ljósmyndarar mættu ekki fara inn á keppnisgólfið strax eftir leik til að trufla ekki sjónvarpsútsendingu Rúv, rétthafa bikarkeppninnar í handbolta. „Grundvallaratriði í þessu máli er að ákveðin skilaboð virðast ekki hafa skilað sér til viðkomandi aðila," segir Einar. Hann segir að þó svo að það hafi tíðkast á handboltaleikjum hérlendis í mörg ár að ljósmyndarar myndi fögnuð leikmanna strax eftir leik sé slíkt óþekkt á sambærilegum leikjum í Evrópu. „Við búum til að mynda við mjög strangar vinnureglur í kringum alþjóðlega leiki og þó svo að þetta sé litla Ísland þá viljum við vanda til og passa upp á að allt gangi vel fyrir sig," segir Einar. „Þeir ljósmyndarar sem hafa til dæmis myndað á stórmótum landsliðs erlendis þekkja það vel." Einar segir að HSÍ muni taka þessi mál til skoðunar, ekki síst í þeim tilgangi að gefa öllum fjölmiðlum tækifæri á að nálgast myndefnið á fullnægjandi máta. „Við ætluðum okkur ekki að skerða hlut neins fjölmiðils. Það eru engu að síður ákveðnar reglur sem gilda í kringum íþróttakappleiki og menn þurfa að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að búa þannig um hnútana að allir geti vel við unað," segir Einar en upplýsingar um þessar reglur bárust ekki ljósmyndadeild 365 fyrir leikinn. Einar segir þó að starfsmenn fréttamiðla eigi ekki að sjá til þess að reglunum sé framfylgt. „Það er gæsla á leiknum og þeir aðilar eiga að passa upp á þetta – ekki starfsmenn fréttamiðla," segir Einar. Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerði alvarlegar athugasemdir við framferði Kristínar Hörpu. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé gengið í skrokk á fólki," sagði Rakel. „Það var ekki talað við Daníel heldur var honum einfaldlega ýtt út af vellinum. Það hefði þurft að senda út tilkynningu um þetta fyrir fram að það megi ekki mynda viðburðinn. Ljósmyndararnir sátu allan leikinn og voru svo skyndilega stöðvaðir. Mér finnst þetta algjörlega til skammar," segir Rakel. Von er á yfirlýsingu frá félaginu í dag. Pjetur Sigurðsson, yfirmaður ljósmyndadeildar 365, staðfestir að deildinni hafi ekki borist neinar upplýsingar um breyttar reglur um aðgengi ljósmyndara fyrir bikarúrslitaleikina. „Þetta var óheppilegt atvik en okkur bárust aldrei neinar upplýsingar um neins konar starfsreglur sem áttu að vera í gildi. Það komu ekki heldur fram neinar ábendingar um slíkt á fundi HSÍ með fjölmiðlafólki í síðustu viku. Þann fund sat ég,“ áréttar Pjetur.
Olís-deild karla Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira