Betri lánasjóður Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. mars 2013 06:00 Frá því að Lánasjóður íslenskra námsmanna var stofnaður hefur hann gegnt lykilhlutverki í að skapa Íslendingum jöfn tækifæri til náms með því að lána námsmönnum fyrir framfærslu á meðan á námi stendur sem þeir greiða til baka á viðráðanlegum kjörum. Lánasjóðurinn varð til vegna baráttu íslenskra námsmanna. Því er mikilvægt að hlustað sé á áherslur námsmanna þegar kemur að málefnum Lánasjóðsins. Á kjörtímabilinu höfum við lagt okkur fram um að eiga gott samstarf við námsmenn og hefur það leitt til ýmissa úrbóta á sjóðnum. Við höfum afnumið kröfuna um ábyrgðarmenn á nýjum námslánum og þannig brugðist við sjónarmiðum sem námsmenn hafa haldið á lofti í áratugi. Þau sjónarmið byggðust á því að krafa um ábyrgðarmann væri andstæð því markmiði Lánasjóðsins að tryggja jafnrétti til náms, enda ekki sjálfgefið að allir gætu mætt henni og þeir því útilokaðir frá aðstoð sjóðsins. Afnám þessarar kröfu var sérstaklega mikilvægur liður í að tryggja jafnrétti til náms í því efnahagsástandi sem skapaðist í kjölfar hrunsins. Við höfum hækkað grunnframfærslu námslána um 39,8% á kjörtímabilinu eða um 10,7% að raungildi að teknu tilliti til verðlags og hafa kjör námsmanna því batnað að þessu leyti þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Til samanburðar lækkaði grunnframfærslan um 5,5% að raungildi á árunum 1991 til 2009. En þó að tekist hafi að hækka grunnframfærsluna verulega á undanförnum árum er ljóst að hún þarf að hækka enn frekar og að því stefnum við. Og nú liggur fyrir frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það er unnið í samstarfi við fulltrúa námsmanna og þar eru stigin frekari skref til þess að bæta stöðu þeirra. Þar ber hæst tillaga um að hluti grunnframfærslu námslána falli niður ljúki námsmaður námi sínu á tilsettum tíma. Enn fremur er lagt til að ábyrgðir falli niður á eldri lánum við 67 ára aldur. Að auki er lagt til að tekið verði til skoðunar að endurgreiðslur námslána verði frádráttarbærar frá skatti í þeim tilgangi að skapa hvata fyrir fólk að nýta menntun sína í þágu íslensks samfélags. Verði frumvarpið samþykkt verður Lánasjóðurinn enn betri fyrir íslenska námsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að Lánasjóður íslenskra námsmanna var stofnaður hefur hann gegnt lykilhlutverki í að skapa Íslendingum jöfn tækifæri til náms með því að lána námsmönnum fyrir framfærslu á meðan á námi stendur sem þeir greiða til baka á viðráðanlegum kjörum. Lánasjóðurinn varð til vegna baráttu íslenskra námsmanna. Því er mikilvægt að hlustað sé á áherslur námsmanna þegar kemur að málefnum Lánasjóðsins. Á kjörtímabilinu höfum við lagt okkur fram um að eiga gott samstarf við námsmenn og hefur það leitt til ýmissa úrbóta á sjóðnum. Við höfum afnumið kröfuna um ábyrgðarmenn á nýjum námslánum og þannig brugðist við sjónarmiðum sem námsmenn hafa haldið á lofti í áratugi. Þau sjónarmið byggðust á því að krafa um ábyrgðarmann væri andstæð því markmiði Lánasjóðsins að tryggja jafnrétti til náms, enda ekki sjálfgefið að allir gætu mætt henni og þeir því útilokaðir frá aðstoð sjóðsins. Afnám þessarar kröfu var sérstaklega mikilvægur liður í að tryggja jafnrétti til náms í því efnahagsástandi sem skapaðist í kjölfar hrunsins. Við höfum hækkað grunnframfærslu námslána um 39,8% á kjörtímabilinu eða um 10,7% að raungildi að teknu tilliti til verðlags og hafa kjör námsmanna því batnað að þessu leyti þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Til samanburðar lækkaði grunnframfærslan um 5,5% að raungildi á árunum 1991 til 2009. En þó að tekist hafi að hækka grunnframfærsluna verulega á undanförnum árum er ljóst að hún þarf að hækka enn frekar og að því stefnum við. Og nú liggur fyrir frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það er unnið í samstarfi við fulltrúa námsmanna og þar eru stigin frekari skref til þess að bæta stöðu þeirra. Þar ber hæst tillaga um að hluti grunnframfærslu námslána falli niður ljúki námsmaður námi sínu á tilsettum tíma. Enn fremur er lagt til að ábyrgðir falli niður á eldri lánum við 67 ára aldur. Að auki er lagt til að tekið verði til skoðunar að endurgreiðslur námslána verði frádráttarbærar frá skatti í þeim tilgangi að skapa hvata fyrir fólk að nýta menntun sína í þágu íslensks samfélags. Verði frumvarpið samþykkt verður Lánasjóðurinn enn betri fyrir íslenska námsmenn.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar