Samstaða um að verja íslenska hagsmuni Katrín Júlíusdóttir skrifar 27. febrúar 2013 06:00 Eftir að hafa hlýtt á landsfundarávörp formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka fagna ég þeirri þverpólitísku samstöðu sem nú hefur náðst um ýtrustu vörn fyrir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja gagnvart því verkefni að gera upp þrotabú föllnu bankanna og losa um fjármagnshöft. Fyrir aðeins ári síðan var umdeilt á Alþingi hvort fella ætti erlendar eignir þrotabúanna undir fjármagnshöftin og fulltrúar stjórnarandstöðu ýmist greitt atkvæði gegn því eða setið hjá. Í dag ríkir hins vegar einhugur um mikilvægi þess að með því náðum við fullum tökum á greiðsluflæði frá þrotabúunum til erlendra kröfuhafa. Full eining er um það milli ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands að ganga eins langt í því að verja íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við væntum þess að losunaráætlunin gengi hraðar en varúðarsjónarmið gagnvart þróun á alþjóðamörkuðum og stöðu þrotabúanna hafa ráðið hraðanum. Til að stýra uppfærslu áætlunar um losun fjármagnshafta, þar sem tekið er á því risavaxna verkefni sem uppgjör þrotabúa föllnu bankanna sannarlega er, starfar stýrinefnd sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og bankamála auk Seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ekki verða gefnar út reglur sem heimila undanþágur til uppgjörs á þrotabúum gömlu bankanna án þess að þær hafi verið yfirfarnar í stýrinefnd og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Ég hef lagt ríka áherslu á að halda forystumönnum allra flokka upplýstum um framvinduna enda blasir við að hver sú ríkisstjórnsem hér tekur við að loknum kosningunum í vor mun þurfa að fást við þetta verkefni. Samstaða hefur nú náðst um að stíga það mikilvæga skref að miða losun fjármagnshafta ekki við ákveðnar dagsetningar heldur við þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar og þann árangur sem við viljum ná. Gagnvart kröfuhöfum styrkir það stöðu okkar að þessi þverpólitíska samstaða sem náðst hefur um íslenska hagsmuni síðustu misserin haldi. Þannig hef ég stýrt þessu verkefni og hyggst gera áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa hlýtt á landsfundarávörp formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka fagna ég þeirri þverpólitísku samstöðu sem nú hefur náðst um ýtrustu vörn fyrir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja gagnvart því verkefni að gera upp þrotabú föllnu bankanna og losa um fjármagnshöft. Fyrir aðeins ári síðan var umdeilt á Alþingi hvort fella ætti erlendar eignir þrotabúanna undir fjármagnshöftin og fulltrúar stjórnarandstöðu ýmist greitt atkvæði gegn því eða setið hjá. Í dag ríkir hins vegar einhugur um mikilvægi þess að með því náðum við fullum tökum á greiðsluflæði frá þrotabúunum til erlendra kröfuhafa. Full eining er um það milli ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands að ganga eins langt í því að verja íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við væntum þess að losunaráætlunin gengi hraðar en varúðarsjónarmið gagnvart þróun á alþjóðamörkuðum og stöðu þrotabúanna hafa ráðið hraðanum. Til að stýra uppfærslu áætlunar um losun fjármagnshafta, þar sem tekið er á því risavaxna verkefni sem uppgjör þrotabúa föllnu bankanna sannarlega er, starfar stýrinefnd sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og bankamála auk Seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ekki verða gefnar út reglur sem heimila undanþágur til uppgjörs á þrotabúum gömlu bankanna án þess að þær hafi verið yfirfarnar í stýrinefnd og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Ég hef lagt ríka áherslu á að halda forystumönnum allra flokka upplýstum um framvinduna enda blasir við að hver sú ríkisstjórnsem hér tekur við að loknum kosningunum í vor mun þurfa að fást við þetta verkefni. Samstaða hefur nú náðst um að stíga það mikilvæga skref að miða losun fjármagnshafta ekki við ákveðnar dagsetningar heldur við þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar og þann árangur sem við viljum ná. Gagnvart kröfuhöfum styrkir það stöðu okkar að þessi þverpólitíska samstaða sem náðst hefur um íslenska hagsmuni síðustu misserin haldi. Þannig hef ég stýrt þessu verkefni og hyggst gera áfram.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun