Er lítið mál að lofa of miklu? Sighvatur Björgvinsson skrifar 26. febrúar 2013 06:00 Sumir frambjóðendur, jafnvel úr „mínum“ flokki, tala um að sanngjarnt sé að þeir sem lítið skulda greiði skuldir fyrir þá sem mikið skulda. Fáir eða engir þeirra leyfa sér þann munað að segja hvernig það skuli gert. Heill flokkur segist ætla að létta af skuldurum 20% skulda þeirra með „sanngjörnum“ hætti, en nefnd þurfi að starfa í sex mánuði til þess að hægt sé að útlista hvernig það skuli gert. Skili af sér fjórum mánuðum eftir kosningar!Einfalt reikningsdæmi Vandamál „hinnar sanngjörnu lausnar“ er hins vegar jafn einfalt og útfærslan virðist eiga að vera flókin. Eignir Íbúðalánasjóðs í verðtryggðum lánum til fasteignakaupa nema um 950 milljörðum króna. Ætli menn að lækka þá eignastöðu – skuldastöðu skuldara Íbúðalánasjóðs – um 20% þá kostar það 190 milljarða króna. Þetta á að gera í sjónhendingu. Þar sem ríkissjóður stendur á bak við Íbúðalánasjóð merkir það einfaldlega að ríkissjóður verður að leggja Íbúðalánasjóði til þá peninga. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum allra einstaklinga í landinu eiga á næsta ári að nema 135,5 milljörðum króna. Þó tekjuskattar yrðu tvöfaldaðir – hæsta skattþrep þá um 90% af tekjum – þá dygði viðbótin ekki til. Þó tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti yrðu tvöfaldaðar með því að hækka skattinn upp í 51% af veltu myndi viðbótin ekki heldur duga til. Sanngjarnt – ekki satt? Sanngjarnt ekki hvað síst vegna þess að skuldugt fólk er skattgreiðendur og myndi fá reikninginn sendan ekkert síður en þeir skattborgarar sem skulda lítið. Svo tala sömu frambjóðendur á sama tíma um að þeir ætli að lækka skattgjöld fólksins. Hvílík snilld!Börnin taki þátt Þó skuldaniðurfellingin eigi að fara fram í sjónhendingu þarf auðvitað ekki að afla tekna til þess að standa undir henni innan ársins. Alltaf má reyna að taka þessa 190 milljarða að láni í útlöndum til viðbótar við aðrar skuldir ríkissjóðs. Vandamálið gæti þó orðið hver vildi lána – en það mun væntanlega reddast, ekki satt? Svo mætti greiða lánið til baka á svo sem þrjátíu árum. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi þyrftu skattborgarar, þ.á.m. skuldugir skattborgarar, ekki að taka á sig byrðina í einni sjónhendingu heldur gætu dreift henni á lengri tíma. Í öðru lagi væri þetta góð aðferð til þess að láta börnin, sem nú eru að alast upp og þeirra börn hjálpa til við að greiða verðtryggðar skuldir foreldranna. Fjarska sanngjarnt – ekki satt?! Þarf að ræða það meir?!Áhrifin á lífeyrissjóðina Þetta er vandinn hjá Íbúðalánasjóði. Þá er ótalinn vandi lífeyrissjóðanna. Eignir þeirra í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema 600-700 milljörðum. Hrein eign lífeyrissjóðanna í árslok 2012 nam 2.390 milljörðum króna. Eignir lífeyrissjóðanna í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema því um 25-26% heildareigna sjóðanna. Eigi að lækka útistandandi kröfur Íbúðalánasjóðs um 20% þá er líklegt að reynt verði að flytja þá lækkun yfir í samsvarandi lækkun á verðtryggðum eignarhlut lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði. Með því myndi eignastaða sjóðanna lækka um 120-140 milljarða króna. Það er lækkun um 6-7% af heildareign sjóðanna. Slíkt áfall myndi samsvara um þriðjungi þess áfalls sem varð hjá lífeyrissjóðunum í hruninu. Afleiðingar þess um stöðu sjóðanna og lækkun lífeyris eru mörgum enn í fersku minni. En er ekki sanngjarnt að lífeyrisþegar taki á sig slíkt áfall til viðbótar þannig að afi og amma hjálpi líka til við að borga? Fæst þeirra skulda hvort eð er mjög mikið og ættu því að vera aflögufær. Er þetta því ekki ýkja sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir frambjóðendur, jafnvel úr „mínum“ flokki, tala um að sanngjarnt sé að þeir sem lítið skulda greiði skuldir fyrir þá sem mikið skulda. Fáir eða engir þeirra leyfa sér þann munað að segja hvernig það skuli gert. Heill flokkur segist ætla að létta af skuldurum 20% skulda þeirra með „sanngjörnum“ hætti, en nefnd þurfi að starfa í sex mánuði til þess að hægt sé að útlista hvernig það skuli gert. Skili af sér fjórum mánuðum eftir kosningar!Einfalt reikningsdæmi Vandamál „hinnar sanngjörnu lausnar“ er hins vegar jafn einfalt og útfærslan virðist eiga að vera flókin. Eignir Íbúðalánasjóðs í verðtryggðum lánum til fasteignakaupa nema um 950 milljörðum króna. Ætli menn að lækka þá eignastöðu – skuldastöðu skuldara Íbúðalánasjóðs – um 20% þá kostar það 190 milljarða króna. Þetta á að gera í sjónhendingu. Þar sem ríkissjóður stendur á bak við Íbúðalánasjóð merkir það einfaldlega að ríkissjóður verður að leggja Íbúðalánasjóði til þá peninga. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum allra einstaklinga í landinu eiga á næsta ári að nema 135,5 milljörðum króna. Þó tekjuskattar yrðu tvöfaldaðir – hæsta skattþrep þá um 90% af tekjum – þá dygði viðbótin ekki til. Þó tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti yrðu tvöfaldaðar með því að hækka skattinn upp í 51% af veltu myndi viðbótin ekki heldur duga til. Sanngjarnt – ekki satt? Sanngjarnt ekki hvað síst vegna þess að skuldugt fólk er skattgreiðendur og myndi fá reikninginn sendan ekkert síður en þeir skattborgarar sem skulda lítið. Svo tala sömu frambjóðendur á sama tíma um að þeir ætli að lækka skattgjöld fólksins. Hvílík snilld!Börnin taki þátt Þó skuldaniðurfellingin eigi að fara fram í sjónhendingu þarf auðvitað ekki að afla tekna til þess að standa undir henni innan ársins. Alltaf má reyna að taka þessa 190 milljarða að láni í útlöndum til viðbótar við aðrar skuldir ríkissjóðs. Vandamálið gæti þó orðið hver vildi lána – en það mun væntanlega reddast, ekki satt? Svo mætti greiða lánið til baka á svo sem þrjátíu árum. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi þyrftu skattborgarar, þ.á.m. skuldugir skattborgarar, ekki að taka á sig byrðina í einni sjónhendingu heldur gætu dreift henni á lengri tíma. Í öðru lagi væri þetta góð aðferð til þess að láta börnin, sem nú eru að alast upp og þeirra börn hjálpa til við að greiða verðtryggðar skuldir foreldranna. Fjarska sanngjarnt – ekki satt?! Þarf að ræða það meir?!Áhrifin á lífeyrissjóðina Þetta er vandinn hjá Íbúðalánasjóði. Þá er ótalinn vandi lífeyrissjóðanna. Eignir þeirra í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema 600-700 milljörðum. Hrein eign lífeyrissjóðanna í árslok 2012 nam 2.390 milljörðum króna. Eignir lífeyrissjóðanna í verðtryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs nema því um 25-26% heildareigna sjóðanna. Eigi að lækka útistandandi kröfur Íbúðalánasjóðs um 20% þá er líklegt að reynt verði að flytja þá lækkun yfir í samsvarandi lækkun á verðtryggðum eignarhlut lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði. Með því myndi eignastaða sjóðanna lækka um 120-140 milljarða króna. Það er lækkun um 6-7% af heildareign sjóðanna. Slíkt áfall myndi samsvara um þriðjungi þess áfalls sem varð hjá lífeyrissjóðunum í hruninu. Afleiðingar þess um stöðu sjóðanna og lækkun lífeyris eru mörgum enn í fersku minni. En er ekki sanngjarnt að lífeyrisþegar taki á sig slíkt áfall til viðbótar þannig að afi og amma hjálpi líka til við að borga? Fæst þeirra skulda hvort eð er mjög mikið og ættu því að vera aflögufær. Er þetta því ekki ýkja sanngjarnt?
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun