Keyrum þetta í gang Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Þúsundir Íslendinga vinna nú erlendis og þúsundir munu á næstu árum klára háskólanám hérlendis og erlendis. Margir þeirra er vinna utan landsteinanna eru sérfræðingar á einhverju sviði, læknar, hjúkrunarfólk, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Flestir þeirra hafa menntað sig og hlotið reynslu á Íslandi og því mikil þjóðhagsleg verðmæti í þessu fólki. Næstu árin verður eitt af forgangsverkefnunum okkar að skapa aðstæður svo að fyrirtæki landsins geti ráðið fólk til vinnu eða þá að fólk hafi tök á að koma sér upp sínum eigin rekstri. Nóg er af áhugasömu og hæfileikaríku fólki en umhverfið sem er í boði í dag er of óvinveitt, m.a. vegna mikillar óvissu um flesta hluti. Framsókn vill eyða þessari óvissu og búa til hvata til að fjölga störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig viljum við tryggja grunnþjónustu landsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun, en sú þjónusta er best tryggð með því að fjölga þeim sem greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Rekstrarumhverfi fyrirtækja verður að endurskoða, sérstaklega þeirra smærri. Einfalda verður skattaumhverfi og búa til hvata til fjárfestinga og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Breyta verður samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins þannig að trúnaður og traust ríki meðal þessara aðila því það er útilokað að ná árangri án þess að svo sé. Með samvinnu um leiðir að settu marki fullyrði ég að mjög hratt er hægt að bæta stöðu þjóðarinnar. Framtíð Íslands er góð ef við náum að virkja þann kraft sem býr í þjóðinni. Beisla verður kraftinn svo frjó og skapandi hugsun verði að verkefnum sem skapa störf og tekjur. Hlutverk okkar stjórnmálamanna verður að skapa umhverfi og hvata til að störfum fjölgi svo við getum fengið okkar dýrmætu þjóðfélagsþegna aftur heim, tekið við fólkinu úr skólunum, bætt hag vinnandi fólks um leið og við rennum styrkari stoðum undir grunnatvinnugreinar þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga vinna nú erlendis og þúsundir munu á næstu árum klára háskólanám hérlendis og erlendis. Margir þeirra er vinna utan landsteinanna eru sérfræðingar á einhverju sviði, læknar, hjúkrunarfólk, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Flestir þeirra hafa menntað sig og hlotið reynslu á Íslandi og því mikil þjóðhagsleg verðmæti í þessu fólki. Næstu árin verður eitt af forgangsverkefnunum okkar að skapa aðstæður svo að fyrirtæki landsins geti ráðið fólk til vinnu eða þá að fólk hafi tök á að koma sér upp sínum eigin rekstri. Nóg er af áhugasömu og hæfileikaríku fólki en umhverfið sem er í boði í dag er of óvinveitt, m.a. vegna mikillar óvissu um flesta hluti. Framsókn vill eyða þessari óvissu og búa til hvata til að fjölga störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig viljum við tryggja grunnþjónustu landsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun, en sú þjónusta er best tryggð með því að fjölga þeim sem greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Rekstrarumhverfi fyrirtækja verður að endurskoða, sérstaklega þeirra smærri. Einfalda verður skattaumhverfi og búa til hvata til fjárfestinga og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Breyta verður samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins þannig að trúnaður og traust ríki meðal þessara aðila því það er útilokað að ná árangri án þess að svo sé. Með samvinnu um leiðir að settu marki fullyrði ég að mjög hratt er hægt að bæta stöðu þjóðarinnar. Framtíð Íslands er góð ef við náum að virkja þann kraft sem býr í þjóðinni. Beisla verður kraftinn svo frjó og skapandi hugsun verði að verkefnum sem skapa störf og tekjur. Hlutverk okkar stjórnmálamanna verður að skapa umhverfi og hvata til að störfum fjölgi svo við getum fengið okkar dýrmætu þjóðfélagsþegna aftur heim, tekið við fólkinu úr skólunum, bætt hag vinnandi fólks um leið og við rennum styrkari stoðum undir grunnatvinnugreinar þjóðarinnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar