Nýtt frumvarp, sömu hugmyndir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Enn eitt kvótafrumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það sem nú hefur verið lagt fram er fjórða atrenna ríkisstjórnarinnar að umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi fiskveiða; Jón Bjarnason lagði fram eitt frumvarp og ein frumvarpsdrög og Steingrímur J. Sigfússon leggur nú fram annað frumvarp sitt um málið. Ráðherrann hefur látið í það skína að með frumvarpinu sé komið til móts við ýmsa gagnrýni á síðasta frumvarp. Við fyrstu sýn virðast breytingar á því aðallega vera til þess hugsaðar að sefa gagnrýnisraddir í stjórnarflokkunum, sem töldu að ekki væri nógu langt gengið í skemmdarverkum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þau þrjú plögg, sem á undan þessu komu, hafa öll fengið sömu gagnrýnina, bæði frá talsmönnum sjávarútvegsins og óháðum sérfræðingum, innlendum og erlendum. Hún felst ekki sízt í því að með öllum frumvörpunum séu veiðiheimildir teknar af fólki sem hefur nýtt þær með hagkvæmum hætti og færðar til óhagkvæmari nota; í byggða-, línuívilnunar-, strandveiði- og leigupotta. Með þessu sé dregið úr skilvirkni og hagkvæmni í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í nýja frumvarpinu virðist nánast ekkert komið til móts við þessa gagnrýni, nema þá helzt í því að dregið er úr takmörkunum á framsali aflaheimilda. Allt pottasukkið stendur í grundvallaratriðum óhaggað. Gert er ráð fyrir að nýtingarleyfi útgerðarinnar séu til 20 ára, en svo á að stofna nefnd um framhaldið. Þannig er útgerðin enn einu sinni skilin eftir í óvissu um framtíðina og þar með unnið gegn framtíðaruppbyggingu og fjárfestingu í greininni. Það er hægt að ná sátt um þrjú grundvallaratriði í fiskveiðistjórnuninni; að skýrt sé kveðið á um þjóðareign á auðlindunum í lögum og stjórnarskrá, að aflaheimildirnar feli í sér nýtingarrétt en ekki eignarrétt og að þjóðin fái eðlilegan afrakstur af eign sinni. Með hækkun veiðileyfagjaldsins hefur síðastnefnda atriðið verið tryggt – og sennilega gengið heldur langt í gjaldtökunni. Um hin atriðin er í raun ekki pólitískur ágreiningur. En slíka sátt kýs ríkisstjórnin ekki. Einmitt til þess að tryggja þjóðinni arð af auðlindinni ættu stjórnvöld nú að kappkosta að viðhalda hagkvæmu og skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þess í stað kjósa þau að láta gagnrýni atvinnugreinarinnar sjálfrar og óháðra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og grafa undan getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Alls konar delluhugmyndir, sem rötuðu inn í upphaflegt frumvarp Jóns Bjarnasonar, komast bara alls ekki út úr málinu aftur. Frumvarp atvinnuvegaráðherra er svo seint fram komið að ólíklegt er að það verði að lögum fyrir kosningar. Sem er út af fyrir sig ágætt. Það er því líkast til fremur hugsað sem kosningaplagg. Kjósendur sem vilja sterkan sjávarútveg sem stendur undir raunverulegri verðmætasköpun ættu ekki að láta blekkjast af þessum hugmyndum, sem í raun hafa margoft verið skotnar niður nú þegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Enn eitt kvótafrumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það sem nú hefur verið lagt fram er fjórða atrenna ríkisstjórnarinnar að umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi fiskveiða; Jón Bjarnason lagði fram eitt frumvarp og ein frumvarpsdrög og Steingrímur J. Sigfússon leggur nú fram annað frumvarp sitt um málið. Ráðherrann hefur látið í það skína að með frumvarpinu sé komið til móts við ýmsa gagnrýni á síðasta frumvarp. Við fyrstu sýn virðast breytingar á því aðallega vera til þess hugsaðar að sefa gagnrýnisraddir í stjórnarflokkunum, sem töldu að ekki væri nógu langt gengið í skemmdarverkum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þau þrjú plögg, sem á undan þessu komu, hafa öll fengið sömu gagnrýnina, bæði frá talsmönnum sjávarútvegsins og óháðum sérfræðingum, innlendum og erlendum. Hún felst ekki sízt í því að með öllum frumvörpunum séu veiðiheimildir teknar af fólki sem hefur nýtt þær með hagkvæmum hætti og færðar til óhagkvæmari nota; í byggða-, línuívilnunar-, strandveiði- og leigupotta. Með þessu sé dregið úr skilvirkni og hagkvæmni í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í nýja frumvarpinu virðist nánast ekkert komið til móts við þessa gagnrýni, nema þá helzt í því að dregið er úr takmörkunum á framsali aflaheimilda. Allt pottasukkið stendur í grundvallaratriðum óhaggað. Gert er ráð fyrir að nýtingarleyfi útgerðarinnar séu til 20 ára, en svo á að stofna nefnd um framhaldið. Þannig er útgerðin enn einu sinni skilin eftir í óvissu um framtíðina og þar með unnið gegn framtíðaruppbyggingu og fjárfestingu í greininni. Það er hægt að ná sátt um þrjú grundvallaratriði í fiskveiðistjórnuninni; að skýrt sé kveðið á um þjóðareign á auðlindunum í lögum og stjórnarskrá, að aflaheimildirnar feli í sér nýtingarrétt en ekki eignarrétt og að þjóðin fái eðlilegan afrakstur af eign sinni. Með hækkun veiðileyfagjaldsins hefur síðastnefnda atriðið verið tryggt – og sennilega gengið heldur langt í gjaldtökunni. Um hin atriðin er í raun ekki pólitískur ágreiningur. En slíka sátt kýs ríkisstjórnin ekki. Einmitt til þess að tryggja þjóðinni arð af auðlindinni ættu stjórnvöld nú að kappkosta að viðhalda hagkvæmu og skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þess í stað kjósa þau að láta gagnrýni atvinnugreinarinnar sjálfrar og óháðra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og grafa undan getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Alls konar delluhugmyndir, sem rötuðu inn í upphaflegt frumvarp Jóns Bjarnasonar, komast bara alls ekki út úr málinu aftur. Frumvarp atvinnuvegaráðherra er svo seint fram komið að ólíklegt er að það verði að lögum fyrir kosningar. Sem er út af fyrir sig ágætt. Það er því líkast til fremur hugsað sem kosningaplagg. Kjósendur sem vilja sterkan sjávarútveg sem stendur undir raunverulegri verðmætasköpun ættu ekki að láta blekkjast af þessum hugmyndum, sem í raun hafa margoft verið skotnar niður nú þegar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar