Stærsta dópmálið á Íslandi í langan tíma Stígur Helgason skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík Fíkniefni Kókaín Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær að efnin hefðu komið til landsins í nokkrum póstsendingum og að lagt hefði verið hald á þau í síðustu viku. Tollayfirvöld fundu efnin með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Þau munu hafa komið hingað frá Danmörku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að um amfetamín sé að ræða, bæði í duft- og vökvaformi, og að magnið hlaupi á tugum kílóa. Endanleg greining á efninu og magni þess liggur hins vegar ekki fyrir. Mennirnir fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi eru á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri og eru bæði íslenskir og litháískir. Tveir þeirra voru á föstudaginn fyrir rúmri viku úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. febrúar og hinir þrír voru handteknir eftir helgina og úrskurðaðir í varðhald til 7. febrúar. Flestir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður í mismiklum mæli. Aðgerðum vegna málsins er hins vegar ekki lokið. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að síðast í gær hafi verið gerð húsleit á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á tvær tölvur í eigu Íslendings sem hefur um þriggja ára skeið sætt rannsókn vegna annars umfangsmikils sakamáls. Hann var handtekinn og yfirheyrður síðdegis en sleppt að því loknu. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að líklegt sé að enn fleiri verði handteknir vegna málsins á næstu dögum. Við rannsókn málsins hefur lögreglan notið aðstoðar kollega sinna í Danmörku. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær að efnin hefðu komið til landsins í nokkrum póstsendingum og að lagt hefði verið hald á þau í síðustu viku. Tollayfirvöld fundu efnin með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Þau munu hafa komið hingað frá Danmörku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að um amfetamín sé að ræða, bæði í duft- og vökvaformi, og að magnið hlaupi á tugum kílóa. Endanleg greining á efninu og magni þess liggur hins vegar ekki fyrir. Mennirnir fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi eru á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri og eru bæði íslenskir og litháískir. Tveir þeirra voru á föstudaginn fyrir rúmri viku úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. febrúar og hinir þrír voru handteknir eftir helgina og úrskurðaðir í varðhald til 7. febrúar. Flestir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður í mismiklum mæli. Aðgerðum vegna málsins er hins vegar ekki lokið. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að síðast í gær hafi verið gerð húsleit á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á tvær tölvur í eigu Íslendings sem hefur um þriggja ára skeið sætt rannsókn vegna annars umfangsmikils sakamáls. Hann var handtekinn og yfirheyrður síðdegis en sleppt að því loknu. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að líklegt sé að enn fleiri verði handteknir vegna málsins á næstu dögum. Við rannsókn málsins hefur lögreglan notið aðstoðar kollega sinna í Danmörku.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira