Skipulagðir glæpir gætu fylgt siglingum Svavar Hávarðsson skrifar 29. janúar 2013 08:00 Aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, segir nauðsynlegt að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Fréttablaðið/Svavar Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Þetta kom meðal annars fram í máli Jevgení Lúkjanov, varaformanns Rússneska öryggisráðsins, á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í síðustu viku. Lúkjanov sagði að Rússar, ásamt hinum stofnríkjunum sjö þar sem Ísland er í hópi, ættu að leggja meiri rækt við öryggismálin. „Hlýnun jarðar hefur aukið tækifæri til siglinga umtalsvert og það mun bara aukast. Þessum tækifærum til siglinga mun líklega fylgja smygl, straumur ólöglegra innflytjenda, mansal, fíkniefnamisferli, og annað sem fylgir skipulagðri glæpastarfsemi." Það er mat Lúkjanovs að vegna þessa þurfi Rússar samstarf við önnur norðurskautsríki um að styrkja varnir sínar og eftirlit með skipaumferð. Stofnríkin átta eru, auk Rússa og Íslands; Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin. Annar embættismaður, norski aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, einn æðsti embættismaðurinn innan norska sjóhersins, vék einnig óbeint að þessum þætti í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á að öll viðvera herafla á svæðinu snerist um öryggi þeirra sem ættu leið um svæðið – en hann telur að umferð muni stóraukast og þess vegna nauðsyn þess að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Langvíðfeðmustu norðurslóðaríkin, Rússland og Kanada, hafa bæði áður lýst áhyggjum af opnun landsvæða í norðri sem áður voru lokuð fyrir almennri umferð. Bæði ríkin hafa því mótað stefnu sem felur í sér aukinn öryggisviðbúnað og landamæravörslu til að koma í veg fyrir spellvirki, smygl og annan ólöglegan umgang. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um Ísland og norðurslóðir kemur einnig fram að ekki er hægt að útiloka hryðjuverkaárásir á norðurslóðum „og þá kannski helst vegna þess hversu ólíklegar þær eru og hve viðbúnaður stjórnvalda er víða slakur". Þá segir að nauðsynlegt sé því að gæta öryggis umhverfis, viðkvæm mannvirki og í höfnum þar sem olíu- eða gasskip eiga leið um, og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hópum og einstaklingum sem hugsanlega gætu reynt að „nýta sér andvaraleysi íbúa norðursins". Þess ber að geta að þeir sem gerst þekkja, og hafa tekið til máls á norðurslóðaráðstefnunni, eru sammála um að norðurslóðir séu ekki vettvangur spennu á milli ríkja, enda hafi verið samið um flest þau svæði sem miklar auðlindir er að finna. Hins vegar eru glæpir því taldir líklegri og ástæða til árvekni allra sem hafa eitthvað um málefni norðurslóða að segja. Loftslagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Þetta kom meðal annars fram í máli Jevgení Lúkjanov, varaformanns Rússneska öryggisráðsins, á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í síðustu viku. Lúkjanov sagði að Rússar, ásamt hinum stofnríkjunum sjö þar sem Ísland er í hópi, ættu að leggja meiri rækt við öryggismálin. „Hlýnun jarðar hefur aukið tækifæri til siglinga umtalsvert og það mun bara aukast. Þessum tækifærum til siglinga mun líklega fylgja smygl, straumur ólöglegra innflytjenda, mansal, fíkniefnamisferli, og annað sem fylgir skipulagðri glæpastarfsemi." Það er mat Lúkjanovs að vegna þessa þurfi Rússar samstarf við önnur norðurskautsríki um að styrkja varnir sínar og eftirlit með skipaumferð. Stofnríkin átta eru, auk Rússa og Íslands; Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin. Annar embættismaður, norski aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, einn æðsti embættismaðurinn innan norska sjóhersins, vék einnig óbeint að þessum þætti í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á að öll viðvera herafla á svæðinu snerist um öryggi þeirra sem ættu leið um svæðið – en hann telur að umferð muni stóraukast og þess vegna nauðsyn þess að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Langvíðfeðmustu norðurslóðaríkin, Rússland og Kanada, hafa bæði áður lýst áhyggjum af opnun landsvæða í norðri sem áður voru lokuð fyrir almennri umferð. Bæði ríkin hafa því mótað stefnu sem felur í sér aukinn öryggisviðbúnað og landamæravörslu til að koma í veg fyrir spellvirki, smygl og annan ólöglegan umgang. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um Ísland og norðurslóðir kemur einnig fram að ekki er hægt að útiloka hryðjuverkaárásir á norðurslóðum „og þá kannski helst vegna þess hversu ólíklegar þær eru og hve viðbúnaður stjórnvalda er víða slakur". Þá segir að nauðsynlegt sé því að gæta öryggis umhverfis, viðkvæm mannvirki og í höfnum þar sem olíu- eða gasskip eiga leið um, og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hópum og einstaklingum sem hugsanlega gætu reynt að „nýta sér andvaraleysi íbúa norðursins". Þess ber að geta að þeir sem gerst þekkja, og hafa tekið til máls á norðurslóðaráðstefnunni, eru sammála um að norðurslóðir séu ekki vettvangur spennu á milli ríkja, enda hafi verið samið um flest þau svæði sem miklar auðlindir er að finna. Hins vegar eru glæpir því taldir líklegri og ástæða til árvekni allra sem hafa eitthvað um málefni norðurslóða að segja.
Loftslagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira