Góð næring í stað stærri köku Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. janúar 2013 06:00 Eins og ég benti á um daginn leiðir taumlaust sykurát, stóra kaka Sjálfstæðisflokksins, ekki af sér varanleg lífsgæði heldur þvert á móti eru allar líkur á að afleiðingarnar verði offita, næringarskortur, uppþemba, höfuðverkir og fleiri kvillar, smáir og stórir. Á móti því ætlum við vinstrigræn ekki að tefla enn þá stærri köku heldur annars konar sýn, annars konar atvinnustefnu. Af tali fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál að dæma er engu líkara en „ekki“ hafi horfið úr gömlu spakmæli um að setja ekki öll eggin í eina körfu áður en það barst til eyrna þeirra. Setjum öll eggin í eina körfu, segja þeir. Og karfan er aðeins fyrir þá kynslóð sem nú lifir. Íslenska vatnsorkan er ekki fyrir komandi kynslóðir, aðeins fyrir okkur sem nú lifum til að kakan sé nógu stór. Í verki hefur atvinnustefna Sjálfstæðisflokksins snúist um bólur og arðrán á náttúrunni. Íslenska orkan hefur verið seld ódýrt til stóriðju og útvaldir útgerðarmenn hafa fengið að fiska án þess að greiða þjóðinni eðlilegt endurgjald. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á annað. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra og arðbæra nýtingu auðlinda í þágu allra. Hún hefur lagt áherslu á nýsköpun, á vísindi og skapandi greinar. Hún hefur viljað dreifa áhættunni og styrkja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Hún hefur tekið skýra afstöðu gegn risavöxnu patentlausnunum sem fyrst og fremt hafa þann tilgang að láta stjórnmálamann líta vel út í augum þakklátra kjósenda. Þannig hefur verið horft til framtíðar. Auðvitað hafa liðin ár ekki verið nein gósentíð því að íslenskt hagkerfi var sannarlega illa sett eftir seinasta sykurskammtinn. En núna eru horfurnar miklu betri. Núna eru tækifærin til að halda áfram á sömu braut, halda áfram að gefa smáskammta af vítamínum til sem flestra, í stað þess að leggja alla áherslu á eitt risaverkefni. Halda áfram að styrkja samkeppnissjóði í rannsóknum, halda áfram að efla háskólastigið, halda áfram að bæta menntakerfið, halda áfram að hjálpa atvinnulífinu að hjálpa sér sjálft. Íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Eins og ég benti á um daginn leiðir taumlaust sykurát, stóra kaka Sjálfstæðisflokksins, ekki af sér varanleg lífsgæði heldur þvert á móti eru allar líkur á að afleiðingarnar verði offita, næringarskortur, uppþemba, höfuðverkir og fleiri kvillar, smáir og stórir. Á móti því ætlum við vinstrigræn ekki að tefla enn þá stærri köku heldur annars konar sýn, annars konar atvinnustefnu. Af tali fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál að dæma er engu líkara en „ekki“ hafi horfið úr gömlu spakmæli um að setja ekki öll eggin í eina körfu áður en það barst til eyrna þeirra. Setjum öll eggin í eina körfu, segja þeir. Og karfan er aðeins fyrir þá kynslóð sem nú lifir. Íslenska vatnsorkan er ekki fyrir komandi kynslóðir, aðeins fyrir okkur sem nú lifum til að kakan sé nógu stór. Í verki hefur atvinnustefna Sjálfstæðisflokksins snúist um bólur og arðrán á náttúrunni. Íslenska orkan hefur verið seld ódýrt til stóriðju og útvaldir útgerðarmenn hafa fengið að fiska án þess að greiða þjóðinni eðlilegt endurgjald. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á annað. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra og arðbæra nýtingu auðlinda í þágu allra. Hún hefur lagt áherslu á nýsköpun, á vísindi og skapandi greinar. Hún hefur viljað dreifa áhættunni og styrkja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Hún hefur tekið skýra afstöðu gegn risavöxnu patentlausnunum sem fyrst og fremt hafa þann tilgang að láta stjórnmálamann líta vel út í augum þakklátra kjósenda. Þannig hefur verið horft til framtíðar. Auðvitað hafa liðin ár ekki verið nein gósentíð því að íslenskt hagkerfi var sannarlega illa sett eftir seinasta sykurskammtinn. En núna eru horfurnar miklu betri. Núna eru tækifærin til að halda áfram á sömu braut, halda áfram að gefa smáskammta af vítamínum til sem flestra, í stað þess að leggja alla áherslu á eitt risaverkefni. Halda áfram að styrkja samkeppnissjóði í rannsóknum, halda áfram að efla háskólastigið, halda áfram að bæta menntakerfið, halda áfram að hjálpa atvinnulífinu að hjálpa sér sjálft. Íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag eiga betra skilið.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun